Fór í göngu áðan niður að höfn og ætlaði að taka myndir af loðnuskipunum en myndavélin mín hentar ekki vel í myrkri. Fer einhverntima í björtu og tek nokkrar myndir af bátunum í höfninni. En þó ótrúlegt sé hef ég ekki tekið margar myndir af bátunum hérna.Fann eina frá Drangsnesi sem ég sýni ykkur.