Fórum norður um helgina ætluðum að taka það rólega en nóg að gera. Það var enn klaki í jörð kringum húsið okkar og vatnið freðið. Þannig að ég þarf að gera eitthvað til þess að koma í veg fyrir það í framtíðinni annars var þetta mjög fínnt og gott að vera þarna í kyrrðinni.Við heimsóttum helstu staði og fórum í göngu upp í borgir en Kristínu finnst það fíluferð norður ef hún kemst ekki að kvitta í bókina sem er þar.Það var spennandi ferð suður á sunnudaginn hífandi rok og það tók verulega í bílinn á leiðinni bara gaman fannst mér en ekki allir sammála um það.Förum sennilega aftur norður eftir næstu helgi en sjáum til með það.

