17.04.2011 17:13
Það hefur aldeilis ræst úr þessu með fermingarveislurnar. Ég var að koma úr einni áðan og svo er ein í viðbót á fimmtudag.
Ég er að fara á síðustu vaktina í þessari törn á eftir, er lítið sofin og vona að það verði nóg að gera í vinnunni svo ég haldist vakandi því mér finnst hálf aumkunarvert að vera hálf sofandi inná kaffistofu hálfa vaktina.Ég tek svo vetrarfrí um páskana er heppinn að hafa pantað þann tíma í janúar. Annars er allt fínnt og ASÍ og SA eru í pásu en ætli þau taki ekki saman eftir helgi eins og önnur ástfangin pör.
Annars var gott að vita af þér frænka að þú fylgist með þykir vænt um það.
Gott í bili.