Jæja þá er ég kominn í 5 daga frí og mig langar norður.En maður ætti kannski frekar að taka það rólega og stunda göngu og útiveru og hollar matarvenjur.Það spáir skítaveðri á morgun en annars held ég það verði slarkfært hina dagana til fjallgöngu. Gabríel var hjá okkur í sólarhring og meira hvað sá drengur ætlar að verða fljótur að verða fullorðinn nema maður eldist svona hratt sjálfur. Annars látiði mig vita ef einhver verður á ferðinni norður á fimmtudag eða föstudag, þarf allavega að ná í Rauð til Hólmavíkur.
