Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

01.05.2011 10:17

1.Maí






Svona leit út í morgun allt hvítt.En þetta verður fljótt að fara, því sumarið er hrekkjótt og kemur svo á morgun vona ég.
Ég hef oft ætlað að skrifa um atvinnumál og svoleiðis og ekki lagt að fullu í það vegna þess að ég nenni ekki að standa í þrasi.En ég mun samt skrifa nokkrar línur í tilefni dagsins og kannski verður meira síðar.
Ég heyrði í þætti Sigurjóns á Bylgjunni í morgun talað við mann sem er duglegur að reikna og hann sagði að við værum ekki í góðum málum og við værum enn að safna skuldum og hann lýsti því að þessi atvinnuleið væri ekki svo sniðug þegar upp væri staðið.
Enda er það rétt ef maður hugsar þetta í víðara samhengi.Hann taldi einnig að launahækkanir væru ekki rétta leiðin sem er sennilega rétt líka. Enda er það þannig ef maður ætlar að safna pening og eignast eitthvað  verður maður að minnka útgjöldin eða auka við sig vinnuna en við það minnka lífsgæðin.Þess vegna er betra að minnka skattana og allskonar gjöld.Samt finnst mér að fyrirtæki sem hafa verið að græða á útflutningi eigi að umbuna sínu fólki annað er ræfilsháttur.

Atvinnuleiðin gengur út á þetta.
Tölum um fjölskyldu .Fjölskyldufaðirinn skrifaði upp á lán hjá gömlum drykkjufélaga sem féll svo á hann drykkjufélaginn neitar að borga og felur sig í útlöndum. En fjölskyldan situr í súpunni. Allir fjölskyldunni eru ákveðnir í að standa sig en einn er atvinnulaus og enga vinnu að fá. Hvað á að gera fyrir hann láta hann hafa vasapeninga eða búa til vinnu fyrir hann með því að taka lán og auka með því enn meira á skuldirnar.  Þetta er það sem um er að ræða verkefnin til dæmis eru vegaframkvæmdir og jarðgangnagerð  óarðbær og munu aðeins auka á skuldirnar.Vísitalan hækkar og útgjöld heimilanna líka í samræmi við það. Þess vegna er betra að lækka skattana og þá ætti vísitalan að lækka og útgjöldin um leið.
Skyldi þetta einhver?
Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 4553
Samtals gestir: 226
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 09:17:15

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar