27.05.2011 20:31
Jæja þá er ég kominn í sumarfrí er búinn að fara norður með timbur og dót.Svo förum við Kristín sennilega aftur norður eftir helgi eða jafnvel á sunnudag hver veit.Það er orðið ansi þröngt í litla húsinu okkar fyrir norðan og kannski ætti maður að fara að hægja á sér í söfnun á húsbúnaði,en svona er þetta það er verið að nýta það sem til fellur.
Ég fór í golf í gær og gekk bara vel og svo færði ég skorið inná síðuna hjá golf.is og er forgjöfin núna 25 sem er góð bæting á einu ári svo er bara að ná henni niður fyrir 20 fyrir haustið.
Gabríel gistir hérna svo afi verði ekki einn, hann er núna að horfa á teiknimynd og orðinn frekar þreytulegur .
Farið vel með ykkur.