
Ég setti inn myndir af gönguferðum hjá mér þrjá síðustu daga. Á þriðjudag fór ég norður og eru myndirnar þann dag fram að myndinni teknar af makrílnum vaðandi fyrir utan Hrófberg. Flestar myndirnar þann dag eru teknar ofan við Bólstað, hinar skýra sig sjálfar.
Í gær fór ég norður í Bjarnarfjörð og gekk uppá Hólsfjall og myndirnar þann dag enda á feðgunum á Hilmi ST.
Í dag fór ég upp hjá Heiðarbæ og gekk upp á Tindinn og aðeins framan við hann fór ég niður hlíðina tók myndir þar sem ég fór niður doldið bratt en hættulaust. Á bakaleiðinni kom ég niður Miðdalin og kom við hjá Finnu sem átti víst ekki von á mér gangandi þessa leið.