
Skyldi þessi vera ennþá lifandi?
Þetta eru meiri umhleypingarnar í veðrinu núna þessa dagana en ég vona að þetta fari að lagast kominn tími til. Fór í göngu í morgun í ágætis veðri en lennti svo í úrhellisrigningu og skreið svo heim gegnblautur og kaldur. Mátti svosem búast við þessu en hélt að ég slyppi áður en hvessti.