29.11.2011 14:34
Jæja þá er veturinn kominn og aðventan byrjuð, það er allt hvítt af snjó hérna og í morgun bar ég á gönguskíðin og fór síðan á skíði. Ég bjó til hring uppá golfvelli ca. 1 km. og skíðaði í einn og hálfan tíma það er hálf skrítið að fara sama hringinn aftur og aftur soldið einhæft . En þetta er fín hreyfing og það er aðal atriðið. Allavega betra en hlaupabrettið. Annars er lítið um að vera aðeins byrjaður að undirbúa jólin sem fellst í þvi að smakka smákökur og bíð núna eftir fleiri sortum til að prófa en Kristín er full róleg í bakstrinum, með þessu áframhaldi nær hún ekki einusinni tíu sortum en það er algjört lámark. Er það ekki ?
Ætlaði að setja inn mynd en eitthvað ekki í lagi, eða bara klaufi.