Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

16.12.2011 08:50

Stjórnmálin og fleira

Það er kominn tími á smá tuð og leiðindi svona að koma þessu frá og snúa sér svo að öðru.
Fréttatímarnir undanfarið hafa verið hálf furðulegir það er verið að rifja upp siðblinduna og siðleysið sem menn í viðskiptum og stjórnmálum viðhöfðu til 2008 og er það hræðilegt að þurfa að hlusta á þetta aftur og aftur. Það er samt nauðsynlegt vegna þess að þetta helvítis skítapakk virðist ætla að sleppa og það er verið að reyna að gera menn eins og Geir að einhverjum píslarvætti. Ég veit ekkert hvort hann telst sekur eða saklaus, en með aðgerðarleysi sínu olli hann þjóðinni gríðarlegu tjóni. Þess vegna fór ég næstum að gráta fullorðinn maðurinn þegar landsfundur sjálfstæðismanna stóð upp og klappaði fyrir honum og Davíð. Eru menn svona siðblindir og er virkilega ekki til fólk til að taka af skarið og hreinsa til í þessu spillingabæli sem Ísland er í dag. Þetta er hræðilegt hvað þarf til að opna augu fjöldans. Það eru einstaka menn sem segja okkur satt og vilja breytingar en þessa menn vantar völd og eftirfylgni til að breyta einhverju.
Í skoðanakönnunum er verið að tala um fylgi flokka á alþingi  og þær segja að flokkur spillingarinnar sé með yfir 40% fylgi og hinir mun minna. Það er gert mikið úr þessu en það er gert minna úr því og kannski ekki minnst á það  að innan við helmingur kjósenda tekur afstöðu í þessum könnunum. Þetta sýnir algjöra vantrú fólks á þessu stjórnmálapakki sem við höfum. Enda er að mínu mati mikið af þingmönnunum bara strengjabrúður sem gera það sem þeim er sagt og eru ekki sjálfum sér samkvæmir frá degi til dags. Sem dæmi segja þingmenn að alþingi sé góður vinnustaður og góður mórall ríki í alþingishúsinu, það getur vel verið. En þannig á það bara ekki að vera menn eiga að fylgja skoðunum sínum fram í rauðann dauðann, nema þeim sé bent á aðra betri þá er í lagi að sættast á hana. Ég skil til dæmis ekki af hverju það er verið að skera niður í heilbrigðisgeiranum og sameina ef stjórnendur og yfirmenn halda sínu en það fólk sem annast sjúklinga og gamalt fólk þarf að bæta við sig vinnu eða jafnvel missa vinnuna. Það er verið að loka deildum og flytja fólk á milli stofnana. Þeir segja að þetta sé hagræðing hvernig getur það verið ég skil það ekki er ekki bara verið að flytja fólk þangað sem er verri þjónusta. Og núna vilja þeir sem annast sjúkraflutninga fá stórauknar fjárveitingar vegna aukins aksturs. Ætli elliheimilin í framtíðinni verði ekki í gámum sem keyrðir verða kringum landið til að gera öll jarðgöngin arðbær. En það er hræðilegt hvernig við látum fara með okkur, og við erum ekki að nýta okkur lýðræðið á réttann hátt.
  Lýðræði er ekki fótbolti þar sem maður heldur með sama liði alla ævi, ef manni líst ekki á formanninn eða liðsmennina í stjórnmálaflokkum á maður ekki að kjósa þá. Bara skila auðu eða velja skásta kostinn.
Er farinn upp á fjall,  vona að ástandið skáni en sennilega er það of seint fyrir marga því miður.
Flettingar í dag: 190
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 4626
Samtals gestir: 226
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 10:21:36

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar