Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

02.01.2012 17:15

Áramótaheit

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Það er svona skrýtið þegar maður eldist þá hugsar maður meira um áramót hvað maður gerði á síðasta ári , hvað maður gerði ekki og hvað maður hefði viljað gera öðruvísi. En þetta er búið og þá fer þetta ár 2011 bara í reynslubankann.
2012  er árið sem við Kristín verðum fimmtug ( 100 ára ) og ég er fullviss um að þetta verði ágætt ár svona í heildina litið. Ég er ekki mikið fyrir áramótaheit alltaf haft það fyrir mig og passað að enginn viti af því svo það sé ekki alltaf verið að minna mig á það. En um áramót hef ég oftast hugsað um það að ég þurfi að létta mig en það er þrautin þyngri og alltof erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur endalausa matarlist. Um þessi áramót  strengi ég þess heit að fara 50 sinnum á Háahnjúk og 50 sinnum á Geirmundartind, og svo er bara að sjá til hvernig gengur.
Ég er búinn að hafa það gott um hátíðarnar þrátt fyrir að hafa verið að vinna um jól og áramót. Og er því ekki búinn að heyra mikið í skyldmennunum en það er sjálfum mér að kenna, ég er frekar latur við að rækta frændgarðinn. Duglegri við að labba einn uppá fjöllum en svona er þetta, þetta gefur mér  mikið.




Þessa mynd tók Nonni á berginu þegar við fórum á Lambatind  sennilega toppurinn á árinu í fjallgöngunni hjá mér en það var líka mjög gaman þegar við Kristín fórum á Hvalfell.
 
Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 4512
Samtals gestir: 226
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:33:15

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar