
Þessi mynd er tekin uppá Geirmundartindi annan janúar
Ég hef verið í vandræðum með það að setja inn myndir með blogginu og hef verið að lauma inn gömlum myndum úr albúminu. Svo talaði ég við Jón frá Hrófbergi áðan og hann sagði mér að þetta væri vegna bilunar í kerfinu. Mér er stórlega létt við að frétta það því ég var orðinn stórlega hræddur um það að þetta væri klaufaskapur hjá mér, sem væri skrýtið.
Ég er byrjaður í stóriðjuskólanum hjá Norðurál og það var fyrsti skóladagurinn í gær.
Það gengur vel með áramótaheitið búinn með 5 % af því.

Síðbúin jólamynd