Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
24.01.2012 10:34AlmenntÞað er nú svo sem kominn tími að blása aðeins. Maður lætur sum mál fara í taugarnar á sér þó svo að maður viti að maður geti engu breytt í sambandi við þau. Þetta mál með Geir er eitt þeirra ég skil ekki, afhverju má ekki draga hann til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði ekki.? Því hann gerði ekkert og það er málið að hann var ekki starfi sínu vaxinn. Og það eru fleiri sem létu eins og þeir vissu ekkert og gerðu ekkert, en hann var æðsti maður í ríkisstjórninni og ætti því að taka ábyrgð. Afhverju stígur hann ekki bara fram og segir að hann hefði átt að vera harðari á sínu og ekki láta þetta ganga svona langt.? Stóriðjuskólinn gengur vel, hingað til hefur mest verið tölvunám og öryggismál. En það verður í þessum skóla eins og víðar engin próf kennarar munu meta árangur. Þannig að það er undir manni sjálfum komið hvað maður vill leggja á sig, en þetta nýtist allavega allt í framtíðinni þó ekki væri annað en hræra í heilagrautnum í hausnum á mér.Ég held að allir viti að hann er ekki vondur maður og hann hefur sjálfsagt haldið að þetta myndi reddast, en allir sem voru með fulla fimm sáu að þetta gat ekki nema á einn veg. Þ.e. með hruni. Það var búið að vara okkur margoft við en það var ekki hlustað á það bara sagt að þetta væru menn sem væru öfundsjúkir og með annarleg sjónarmið yfir því hvað íslendingar væru miklir bisnissmenn. Það sem fer þó mest í taugarnar á mér er það að margt fólk virðist ekki geta áttað sig á þeirri spillingu sem er og hefur verið í íslensku þjóðfélagi. Það eru allir að passa hver annan og samtryggingin er alger. Ég veit ekki afhverju þetta er, kannski er þetta vegna þess að við erum of fá og ef til vill er þetta skólakerfinu að kenna. Kannski er það betra að senda að senda viðskiptafræðinga, lögfræðinga, stjórnmálafræðinga og fleiri fræðinga erlendis í nám. Allavega þarf þetta fólk að læra almennt siðferði ef það bíður sig fram í pólitík. Það er ekki kennt í skólum hérna að taka ábyrgð og það virðist oft vera þannig að fólk komist í gegnum áfanga í framhaldsskólum án þess að taka próf bara kjafta sig í gegn og koma sér í mjúkinn hjá kennaranum. Jæja. Helvítis fokking fokk. Ég skráði mig í 10 boxtíma og fór í fyrsta tímann í gær og það var gaman og það erum við vinnufélagarnir á c vaktinni ákváðum að prófa þetta. Þetta er töluvert öðruvísi hreyfing en göngurnar og er það mjög gott fyrir mig þar sem ég er frekar stirður að upplagi hef aldrei verið liðugur. Farið vel með ykkur. Flettingar í dag: 76 Gestir í dag: 4 Flettingar í gær: 375 Gestir í gær: 14 Samtals flettingar: 4512 Samtals gestir: 226 Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:33:15 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is