
Við fórum norður á föstudaginn eftir vinnu. Það var ágætt að fara og færðin góð miðað við árstíma. Við ætluðum að koma til baka á morgun en breittum því vegna fundar sem Kristín þarf að mæta á á morgun. Það er skrítið þegar maður kemur þarna í skjólið hvað lífið verður allt öðruvísi ekkert sem maður þarf að gera,en samt nóg að gera.
Ég tók nokkrar myndir og ég bið fólk afsökunar á myndgæðunum en bæði er myndavélin lítil og birtuskilyrðin ekki góð, fyrir utan myndasmiðin sem er algjör amatör. Ég setti athugasemdir við flestar myndirnar, þannig að takið viljan fyrir verkið.