Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
28.02.2012 16:47ForsetakosningarnarÉg hef ekki komist hjá því að að heyra umræðurnar hvort Ólafur bjóði sig fram í sumar eða ekki. Hvað mig snerti taldi ég að hann hefði sagt í nýársávarpinu að hann ætlaði ekki í framboð. En svo fóru menn að túlka orðin hans út og suður þannig að maður var orðinn hálf ruglaður á öllu þessu og vissi ekkert í sinn haus. Og enn heldur þetta áfram, hvað mig snertir finnst mér það ekki skipta neinu máli hvort eða hvenær hann tekur af skarið og segir af eða á hvort hann ætli í framboð. Ömurlegast í allri þessari umræðu er þegar þjóðkjörnir fulltrúar á alþingi eru að gagnrýna sitjandi forseta sem er kjörin af fólkinu í landinu. Hvernig getur þetta fólk gagnrýnt hvort hann tekur ákvörðun fyrr eða síðar? Ég er alveg viss um það ef það kemur fram maður eða kona sem fólkið í landinu treystir betur til að gæta hagsmuna sinna gagnvart framkvæmdavaldinu en Ólafur hefur gert verður hann eða hún kosin. En meðan svo er ekki er best að Ólafur verði áfram. Skrifað af Árni Magnús Flettingar í dag: 136 Gestir í dag: 4 Flettingar í gær: 375 Gestir í gær: 14 Samtals flettingar: 4572 Samtals gestir: 226 Tölur uppfærðar: 17.7.2025 09:38:40 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is