Við renndum norður um helgina þar sem við vorum bæði í fríi. Það er skemmst frá því að segja að það var leiðinda veður mest alla helgina en svona er þetta ekkert við því að gera.
Við tókum nokkrar myndir og eru þær komnar inná albúmið. Ég mun skrifa skýringar við myndirnar við tækifæri.
Annars er lítið að gerast núna það er búið að vera eitthvað þreituslen á mér og stundum þarf ég að beita mig hörðu að koma mér af stað en ég vona að þetta fari að lagast.