Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
18.03.2012 16:14Hitt og þettaÞetta er svona dagur milli næturvakta sem ég kalla ónýtann dag, þannig séð hann fer í svefn og höfuðverk og bið eftir seinni vaktinni. En svona er þetta ég verð kominn í frí á morgun. Fjórir dagar sem ég verð að nýta vel, því eftir næstu törn fer ég í vetrarfrí. Og uppúr því verður vonandi komin betri tíð og fleiri fjöll sem hægt er að troða á með skítugum skónum. Ég er byrjaður að skoða í bókum og landakortum fjöll og gönguleiðir sem ég ætla að fara í sumar en það verður sennilega farið víðar en undanfarin ár. En samt ætla ég ekki að missa mig í þessu frekar en öðru. Kristín verður fullorðin eftir tíu daga og ég er alveg lens hvað á að gefa henni. Hvað gefur maður eiginlega konu sem á mann eins og mig, hvers þarfnast hún eiginlega meira ? DJÓKUR Jæja var að spá i að þurrka þetta út en læt það vera. Kannski koma einhverjar hugmyndir.
Skrifað af Árni Magnús Flettingar í dag: 39 Gestir í dag: 4 Flettingar í gær: 375 Gestir í gær: 14 Samtals flettingar: 4475 Samtals gestir: 226 Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:12:08 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is