Ég var að setja inn nokkrar myndir sem ég hef verið að taka á símann í vetur myndgæðin eru svona og svona en allt í lagi.

Ég skrifa einhverntíma athugasemdir við þær.
Annars er lítið að frétta ég tognaði illa um daginn en er búinn að jafna mig, komst á Geirmundartind í dag eftir 12 daga hlé og fann ekkert til sem betur fer. Það eru komnar 41 ferð á fjallið á árinu þannig að þetta gengur bara vel.

Farið vel með ykkur,