
Jæja nú verður ekki á móti mælt að ég er orðinn kall.
Ég vaknaði í morgun allur eitthvað stirður og ólíkur sjálfum mér, þurfti að byrja á því að teygja úr mér og snúa uppá líkamann til að ná mér sæmilegum. Svo gat ég skrölt fram og tekið töflurnar mínar og sett í kaffikönnuna. En þetta er svosem eins og flestir morgnar núorðið og bara að ég á erfitt með að skilja það að ég sé orðinn þetta gamall, ég bara skil þetta ekki.

Gabríel
Svo er þessi ungi maður og ólmast í afa sínum, hann skilur ekki heldur að ég sé orðinn þetta gamall.