
Jæja þá er þetta komið og skjalfest. Ætlaði að vera búinn að þessu fyrir síðustu mánaðarmót en veðrið hafði smá áhrif á göngurnar uppá fjallið því ég er ekki hrifinn að miklum vindi í miklu frosti. Annars er lítið um að vera hjá mér hver dagurinn öðrum líkur. Ég hef sloppið við allar þessar umgangspestir sem eru alltaf að ganga og vonandi verður það þannig áfram.
Ég er að lauma inn einni og einni mynd í albúmið hjá mér og er óhræddur að stela þeim úr síðum annara í fjölskyldunni .