
Ég fór í ferð með stóriðjuskólanum í gær að skoða virkjanir og vindmillur uppi við þjórár svæðið og við skoðuðum Búrfellsvirkjun , vindmillurnar og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun. Þetta var mjög góð ferð og ótrúlegt hvað það er búið að framkvæma mikið þarna á þessu svæði.

þetta er þar sem vatnið kemur út úr aðrennslisgöngunum og rörin liggja í sitthvora vélina. Það er engin smáræðis stærð á þessu. En með þessari virkjun er verið að endurnýta vatn úr annari virkjun og það er verið að margvirkja sama vatnið. Og samt sem áður sér maður að það eru ótal möguleikar til að nýta vatnsorkuna betur.
Farið vel með ykkur og ekki gera það sem þið viljið ekki gera.