
Við fórum norður um helgina og Kristín skellti sér á góugleði og tók nokkrar myndir af gleðinni og glæsilegu borðinu með matnum og það hef ég eftir mjög ábyggilegum heimildum að maturinn bragðaðist frábærlega . Og eru Hólmvíkingar heppnir að eiga þau Kidda og Báru að til þess að matreiða ofaní sig.

Á sunnudaginn fórum við smá rúnt norður í Bjarnarfjörð og það er leiðinlegt að sjá það að útihúsin á Kaldrananesi eru byrjuð að fjúka í burtu. Og sama má víst segja um útihúsin í Odda. Það er mjög leiðinlegt að sjá þetta.

Það var nýlega búið að þrífa laugina og mikið sáum við eftir því að hafa ekki haft með okkur sundföt Það er gott að vita til þess hvað er hugsað vel um laugina þarna sjálfsagt mest í sjálfboðavinnu.