07.04.2013 21:55
Mig dreymir stundum þá frændur mína Skarphéðinn og Guðmund Ragnar. Ég geri mér alltaf grein fyrir því í draumunum að þeir séu dánir. Draumarnir eru alltaf eins þeir koma til min og taka utanum mig og þrýsta mér að sér og kyssa mig á kinnina eins og þeir gerðu alltaf þegar langt hafði liðið á milli sem við sáumst.
Ég hugsa stundum til þeirra og það er svo margt sem þeir kenndu mér og ef það var eitthvað sem ég þurfti að ræða gat ég leitað til þeirra. Líklega eru þetta einu mennirnir sem ég hef talið mig getað treyst fyrir öllu mínu. Og ég á þeim margt að þakka.
Það er kannski fíflalegt að vera að skrifa um drauma en það verður að hafa það. Kannski ég skrifi eitthvað um þá síðar.