27.01.2014 10:27
Það er sjaldgæft á þessum bænum að við hjónasettið séum sofandi fram á klukkan 10 á morgnanna en það gerðist í morgunn. Þetta er svakalega ljúft en maður hálf skammast sín samt, sem er náttúrulega enginn ástæða til.
Annars er allt búið að vera gott að frétta af okkur ég náði að fara 5 ferðir á Háahnjúk í síðustu viku sem gerir samtals sirka 2750 metra hæð.
Gabríel, Ásta Kristín og Ásrún Magnea voru hjá okkur um helgina og naut hún Kristín sín vel við það að hafa þau hjá sér. Og mikið er það ljúft að fá litla handleggi um hálsinn þegar maður kemur heim, er nokkuð betra en það?
Jæja nokkuð gott í bili farið vel með ykkur.