Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
19.06.2011 21:10EldhúsiðVið höfum verið að laga til og gera meira pláss í þessu litla rými hérna hjá okkur og það hefur kostað mikið meiri vinnu en maður hélt en árangurinn er ágætur finnst okkur og núna erum við hætt þessu hérna innandyra.(held ég) Á sautjánda júní fórum við á kaffihlaðborð á Sævangi og þar var mættur þriðjungur af 62 árganginum sem útskrifaðist hérna frá Hólmavík á sínum tíma vil ekki muna hvað er langt síðan. Fórum síðan rúnnt inní Kollafjörð og tók aðeins eina mynd, þ.e. af húsinu á Kollafjarðarnesi. Setti inn nokkrar myndir. ![]() ![]() 13.06.2011 18:30HvalfellVið skelltum okkur inní Hvalfjörð í dag og gengum uppá Hvalfell. Fengum gott veður og þetta var góður dagur þó sólina vantaði.Ég setti inn tvö myndbönd og nokkrar myndir en bætti þeim í albúmið Fjöll. ![]() ![]() ![]() ![]() 10.06.2011 07:09HæVið komum suður á miðvikudag og ég beint uppá Akrafjall og ég var hræddur um að það vantaði uppá úthaldið en það var ástæðulaus ótti var 39 mínútur upp sem er gott hjá mér miðað við mótvindin sem var. Annars fórum við suðureftir í gær og kíktum á Ástu og Margeir sem voru bara hress miðað við veikindi Ástu en hún er öll að koma til eins og vanalega. Tók nokkrar myndir þegar við Margeir fórum bryggjurúnt og svo af Ástu Kristínu og Ástu Bjarnadóttur. ![]() ![]() 04.06.2011 15:09DrangsneshringurinnVið fórum á rúntinn í dag og tókum myndir. Þær skýra sig að mestu sjálfar en ég þarf að skrifa athugasemdir við eitthvað af þeim vegna þess að Lillý vill það og hún hefur oftast rétt fyrir sér.En það verður að bíða eitthvað.Myndirnar eru teknar frá Bjarnanesi að Kaldbakshorni svo á Bassastöðum og Kálfanesi. Flestar eru myndirnar frá Kaldrananesi og er ég gáttaður á umgengninni þar á þessu höfuðbóli ættarinnar og hananú drullist til að taka til og látið ekki verðmætin grotna niður og brennið hinu (Taki til sín sem eiga það) .Sorglegast er þó að sjá kirkjuna, betra hefði verið að eiga ekkert við hana en sjá hana svona sem er leiðinlegt, aldrei gengið frá neinu og leiðin í garðinum segi ekki meir.En uppbyggingin á Hóli og lagfæringarnar við sundlauginni sýna að einhver framkvæmdahugur er í fólki þarna sem er gott. ![]() 03.06.2011 07:08MyndirHöfum verið að taka til og snyrta kringum okkur þetta er að verða voðalega fínnt, nú er bara að bíða eftir góða veðrinu sem er á leiðinni. 01.06.2011 06:21SkeljavíkVið komum á sunnudag hingað norður í þessari törn og það má segja það að það er búið að vera brjálað að gera við að ditta að og laga í kringum okkur og ég held að ég sé að taka þetta full alvarlega því ég næ ekki að sofa nema til 6 á morgnanna og verð að laumast um til að vekja ekki hana Kristínu sem er rólegri yfir þessu. Við fórum í golfkennslu á mánudag og höfðum gott af því,það er nefnilega gott að fá utanaðkomandi mann sem hefur vit á þessu til að segja manni til og snúa ofanaf vitleysunum sem var nóg af. Annars er allt gott við förum vonandi að taka því rólegar þetta er að verða fínnt hjá okkur nema plássið er of lítið og draslið flæðir út um dyrnar, verðum að sætta okkur við það í sumar. Ég þarf að fara að taka myndir til að setja hérna inn, hef ekki gefið mér tima í það en það kemur fljótlega. 27.05.2011 20:31Kominn í sumarfríJæja þá er ég kominn í sumarfrí er búinn að fara norður með timbur og dót.Svo förum við Kristín sennilega aftur norður eftir helgi eða jafnvel á sunnudag hver veit.Það er orðið ansi þröngt í litla húsinu okkar fyrir norðan og kannski ætti maður að fara að hægja á sér í söfnun á húsbúnaði,en svona er þetta það er verið að nýta það sem til fellur. Ég fór í golf í gær og gekk bara vel og svo færði ég skorið inná síðuna hjá golf.is og er forgjöfin núna 25 sem er góð bæting á einu ári svo er bara að ná henni niður fyrir 20 fyrir haustið. Gabríel gistir hérna svo afi verði ekki einn, hann er núna að horfa á teiknimynd og orðinn frekar þreytulegur . Farið vel með ykkur. 23.05.2011 15:40Stöð 2Við höfum verið áskrifendur af stöð 2 og sport 2 undanfarin ár en tekið hlé yfir sumarmánuðina þar sem við erum ekki mikið að liggja yfir sjónvarpinu á sumrin. Ég hringdi í áskriftardeildina hjá 365 föstudaginn 13.til að segja áskriftinni upp frá 1.júní en var sagt að ég væri of seinn að segja upp,ég spurði þá hvort ég gæti ekki bara átt inneign hjá þeim fram á haustið en daman sagði nei það er ekki hægt. Þannig að mér finnst að það sé verið að fara illa með mig í sambandi við þetta. En allt í lagi ég þarf ekki á þessu að halda frekar en reykja eða drekka vín og hætti bara þessu líka. Enda er kannski tímanum betur varið við eitthvað annað en sjónvarpsgláp. Við höfum verið að borga um 10 þúsund á mánuði í þessa áskrift það gera 100 þúsund á ári á 10 árum gerir það milljón og eflaust munar um það. Jæja annars er allt í fína á tvær vaktir eftir svo er ég kominn í sumarfrí. Og geri ráð fyrir að fara norður á miðvikudag og vera þar einhvern tíma. 19.05.2011 20:16Norðaustan stinningskaldiÉg var fyrir norðan í þrjá daga og fékk hressilegt veður en það var fínnt ég er ánægður með hvernig Skjólið er eftir að við tókum inn rafmagnið.Nenni annars ekki að skrifa mikið núna var að koma frá því að hjálpa Þurý við að flytja.Það aldeilis munur hjá henni að komast á eina hæð og losna við stigana. Skyldi Gústi frændi ekki vita af þessari. Þennan sá ég á leiðinni.Ég held það sé mikil vinna eftir í þessum. 10.05.2011 20:44ÞriðjudagurAlveg er það frábært hvernig ég hef hagað mér. Ekkert gert undanfarna daga nema það sem mér hefur langað til. Hef stundað göngu, hjólreiðar og bílaviðgerðir svona í bland. Svo er ég búinn að vera duglegur að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Kannski ættu að vera verðlaun fyrir það svo maður hefði eitthvað að stefna að, þá gæti maður farið að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Annars er allt rólegt í kringum mig og ég stefni að því að fara norður í næstu viku og vera nokkra daga. Það er að styttast í sumarfrí hjá okkur ætli það fari ekki mest í það að lækka forgjöfina annars veit ég ekki alveg hvað við gerum lítið spáð í það ennþá. Ég sá í gær í þættinum Ísland í dag þegar það var verið að ræða um komment sem fólk setur við fréttir hjá vefblöðunum og við bloggsíður hjá einstaklingum. Ég held að mörg af þessum kommentum séu skrifuð í hita leiksins og lítt ígrunduð enda hlítur að vera erfitt hjá þessu fólki að þurfa að lesa skítinn sem hefur runnið upp úr því daginn eftir. En eigendur síðunnar eru þeir sem bera ábyrgð á því sem stendur þar og ef eitthvað stendur þar hlítur það að endurspegla skoðun eigandans eða er það ekki, ég held það nema hann svari því og komi sinni skoðun á framfæri. Því skoðanaskifti eru af því góða og ekkert nema gott um það að segja, en leiðinlegt ef það bitnar á þriðja aðila. Svona smáhugleiðing um ábyrgð því ekki viljum við meiða neinn, er það? 06.05.2011 20:51Blíða í dagÉg fekk Daníel í heimsókn í dag og við ákváðum að fara að kíkja á lífið og tilveruna og fórum í sveitina að kíkja á dýrin og svo fórum við aðeins niðrí fjöru þar sem Daníel smakkaði á sjónum. Setti inn nokkrar myndir af ævintýrum okkar. 01.05.2011 10:171.MaíSvona leit út í morgun allt hvítt.En þetta verður fljótt að fara, því sumarið er hrekkjótt og kemur svo á morgun vona ég. Ég hef oft ætlað að skrifa um atvinnumál og svoleiðis og ekki lagt að fullu í það vegna þess að ég nenni ekki að standa í þrasi.En ég mun samt skrifa nokkrar línur í tilefni dagsins og kannski verður meira síðar. Ég heyrði í þætti Sigurjóns á Bylgjunni í morgun talað við mann sem er duglegur að reikna og hann sagði að við værum ekki í góðum málum og við værum enn að safna skuldum og hann lýsti því að þessi atvinnuleið væri ekki svo sniðug þegar upp væri staðið. Enda er það rétt ef maður hugsar þetta í víðara samhengi.Hann taldi einnig að launahækkanir væru ekki rétta leiðin sem er sennilega rétt líka. Enda er það þannig ef maður ætlar að safna pening og eignast eitthvað verður maður að minnka útgjöldin eða auka við sig vinnuna en við það minnka lífsgæðin.Þess vegna er betra að minnka skattana og allskonar gjöld.Samt finnst mér að fyrirtæki sem hafa verið að græða á útflutningi eigi að umbuna sínu fólki annað er ræfilsháttur. Atvinnuleiðin gengur út á þetta. Tölum um fjölskyldu .Fjölskyldufaðirinn skrifaði upp á lán hjá gömlum drykkjufélaga sem féll svo á hann drykkjufélaginn neitar að borga og felur sig í útlöndum. En fjölskyldan situr í súpunni. Allir fjölskyldunni eru ákveðnir í að standa sig en einn er atvinnulaus og enga vinnu að fá. Hvað á að gera fyrir hann láta hann hafa vasapeninga eða búa til vinnu fyrir hann með því að taka lán og auka með því enn meira á skuldirnar. Þetta er það sem um er að ræða verkefnin til dæmis eru vegaframkvæmdir og jarðgangnagerð óarðbær og munu aðeins auka á skuldirnar.Vísitalan hækkar og útgjöld heimilanna líka í samræmi við það. Þess vegna er betra að lækka skattana og þá ætti vísitalan að lækka og útgjöldin um leið. Skyldi þetta einhver? 30.04.2011 12:52Vorið lætur bíða eftir sérÉg skrapp norður að ná í Rauð og kom til baka í morgun. Það var slydda alla leiðina en ekkert festi á veginn.Ég fór áðan að aðstoða pabba í fjárhúsinu og tók nokkrar myndir ![]() séð inn garðann ![]() líst ekkert á veðrið ![]() komið folald 27.04.2011 12:07FríJæja þá er ég kominn í 5 daga frí og mig langar norður.En maður ætti kannski frekar að taka það rólega og stunda göngu og útiveru og hollar matarvenjur.Það spáir skítaveðri á morgun en annars held ég það verði slarkfært hina dagana til fjallgöngu. Gabríel var hjá okkur í sólarhring og meira hvað sá drengur ætlar að verða fljótur að verða fullorðinn nema maður eldist svona hratt sjálfur. Annars látiði mig vita ef einhver verður á ferðinni norður á fimmtudag eða föstudag, þarf allavega að ná í Rauð til Hólmavíkur. 24.04.2011 18:25PáskarFór í göngu um nágrennið að skoða og rifja upp hvernig gönguleiðir eru kringum bústaðinn. Setti líka inn á albúmið fleiri myndir og einnig eitt myndband. Þetta er mynd tekin fram Þiðriksvalladal. Þetta er fórnin fyrir rafmagnið. Flettingar í dag: 39 Gestir í dag: 4 Flettingar í gær: 375 Gestir í gær: 14 Samtals flettingar: 4475 Samtals gestir: 226 Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:12:08 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is