Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

15.02.2011 20:34

Skreppitúr heim

Við hjónakornin tókum frídaginn okkar snemma og skelltum okkur norður að kíkja á óðalið.Við fengum gott veður og góða færð.Kristin tók nokkrar myndir sem ég setti inní albúmið.
Afhverju á að setja æseif í þjóðaratkvæðagreiðslu ?Eru ekki 63 einstaklingar á þingi sem við kusum (þú líka) sem eiga að taka svona ákvarðanir? Er þeim ekki treystandi ? Þá er okkur ekki treystandi til að kjósa rétt,er það?

09.02.2011 14:11

LÍfshlaupið

Var að skrá mig í lífshlaupið hjá norðurál og er í hópnum Cvakt.Það ýtir kannski við mér að ég verði enn duglegri að hreyfa mig. En það sem háir mér mest er hvað mér finnst ægilega gott að borða og Kristínu finnst gaman að gefa mér góðan mat.En það þýðir ekkert að gefast upp bara að halda áfram.Steini minn er að taka í gegn hjá sér baðherbergið og börnin þeirra voru hjá okkur um helgina.
Það gekk fínnt enda ekki að búast við öðru.Setti inn nokkrar myndir.

05.02.2011 10:10

Sama hús

Ég tók þessa mynd af vefnum hjá Jóni þarna sést sama húsið og á myndinni þar fyrir neðan.Ég man óljóst eftir því þegar pabbi var að flytja það þarna uppeftir,og svo fékk hann sag úr draugó til að nota sem einangrun ef ég man rétt.

29.01.2011 20:25

Mikið að gera

Ég er ekki að standa mig hérna á þessari síðu.Ég hef það sem afsökun að ég hef haft mikið að gera, en oft hefur mig langað til að skrifa um það sem ploppar upp svona í dægurþrasinu en það eru kannski nógir til þess að velta sér upp úr neikvæðninni,svo ég bætist ekki við.Annars er ég að safna skeggi, mér finnst þetta hræðilega ljótt en það verður að hafa sinn gang þangað til ég gefst upp á þessari vitleysu og raka mig.Kristín er að horfa á söngvakeppni og þá kemst ekkert annað að.
Jæja best að finna einhverja mynd til að verðlauna ykkur fyrir að lesa þetta.

21.01.2011 13:33

Stolin mynd


16.01.2011 13:41

Sunnudagur

Fór í göngu snemma í morgun var þrjá tíma.Fór á Háhnjúk og svo yfir á Geirmundartind.Það var svarta þoka þarna uppi en ágætis gönguveður að öðru leiti.Gekk hluta úr leiðinni með fólki úr bænum sem var tilbreyting en það hentar mér ekki að ganga í hóp.Er núna að horfa á mína menn (þar sem herra TITUS BRAMBLE er fyrirliði) gera jafntefli við Newcastle.

09.01.2011 17:19

Helgin

Helgin er búin að vera ágæt nemahvað Sunderland tapaði í bikarnum en þá er bara að einbeita sér að englandsmeistaratitlinum.(langt orð) Fór uppá Háahnjúk í gær og í dag fór ég á báða tindana var rúma þrjá tíma á göngu.Er þokkalega sáttur við formið á mér en þarf að bæta mig.Það er skítakuldi en er feginn að eiga góð útiföt.Vinnutörn á morgun vona að það verði allt í klessu þarna uppfrá svo það verði eitthvað að gera.Farið vel með ykkur þið fjögur sem lesið þetta.
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 4475
Samtals gestir: 226
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:12:08

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar