Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
19.05.2014 18:31GeirmundartindurFór fyrstu ferðina uppá Geirmundartind á árinu í dag. Ég var 51 mínútu upp og er ég þokkalega ánægður með það enda er ég ekki búinn að vera nógu duglegur að hreyfa mig. Skrifað af Árni Magnús 07.05.2014 14:57Gleðilegt sumar :) Góðann daginn gott fólk ;) Hérna kem ég inn í annað sinn og nú kemur savolítið af því sem hefur verið að gerast í mínu/okkar lífi seinustu daga. En maður getur ekki sett allt hérna því ég veit að margir geta lesið þetta og það sem einu sinni hefur verið sagt og skrifað hérna inni á vefnum er ekki aftur tekið og þá er að vanda sig. Við fluttum inn í nýja Skjólið okkar 23 mars"14 og allt svona að verða tilbúið eins og hægt var Árni er búinn að vinna allveg standslaust til að svo gæti orðið og í öllu fríinu sínu hefur leiðin legið norður í Skjólið, já við höfum verið dunda okkur við að mála, smíða, parkettleggja og fínesera og laga allt eins vel og hægt er og útkoman er orðin svo fín hjá okkur, já allavega að mínu mati. Við erum búin að selja "gamla" titla Skjólið okkar og það er á leið heim til baka á Drangsnes og svo bíðum við eftir að það fari allveg. Nú síðustu daga hefur pallurinn í kringum litla húsið verið rifinn og búið að gera pall út við nýja húsið. Litli kofinn = vinnuskúrinn var færður og hann Ninni kom og hjálpaði okkur við að færa hann á sinn stað, við erum líka búinn að láta setja niður steininn fyrir flaggstöngina sem kemur bráðum, og færa allt ramagn af gamla húsinu inn svona er nú staðan hjá okkur allt að smella saman djö..dugnaður í okkur ;)Svo nú getur maður rennt sér í sveitasæluna án þess að vera alltaf upp á einkverjum sem er svo sem allt í lagi af og til en ekki til lengdar. Um miðjan jan sagði ég upp vinnu minni við Sambýlið á Laugarbraut 8, þar er ég búinn að vinna í 10 ár, með mörgu allveg frábæru fólki og takk fyrir samstarfið ;) Ég sótti um fasta vinnu inn á Höfða sem er eina Dvalarheimilið hérna á Akranesi og ég byrjaði um 15 apríl en er eingöngu í afleysingju sem sagt í sumarvinnu og ekki kominn með fasta vinnu, það kemur allt í ljós þegar nær dregur haustinu hvernig staðan verður hjá mér, ég vona nú að ég fái einhverja fasta % eða vona það svo sannarlega, þá er bara að halda áfram að leita ef svo verður ekki, ég hef nú pínu áhyggjur af þessu en held í vonina, mér líkar þetta svo vel sem komið er ;) Ég var að óska eftir smá sumarfríi sem ég fékk frá 20 júní - 5 júlí já á launalausu úff svona er nú það bara, við rúllum okkur eitthvað saman á rúntinn á skemmtilega staði í sumarfríinu okkar eða verðum í Skjólinu okkar þetta er allt svo fljótt að líða ;) Svo nú kemur röfl um fitupúka: Ég hef verið að rembat enn eina ferðina við fitupúkann í mér meiri leiðinda púki sá þarna en nú er umm að gera að taka á öllu sem í mínu valdi stendur og gera eitthvað í málinu, guð hvað þessi púki er farinn í mínar fínustu taugar og ég löngu kominn með upp í kok af honum, því þessi púki er plága og mér líður núna allveg ömurlega ílla af honum bæði líkamlega og andlega og á oft ekki til eitt einasta orð yfir þessum púka, já þetta er væll en dauðans alvara samt......svo nú þarf ég hjálp já hjálp eina ferðina enn með jæakvætt hugarfar og mikin styrk frá mínu fólki að það standi með mér í að berjast við fitupúkann, því hann vil ég burt ...! Það er allt gott að frétta af Margeiri honum líkar svo vel að vera inn á Nesvöllum og heldur betur nóg að gera hjá honum, maður getur eigilega ekki komið til hans á virkum dögum fyrr en eftir kl 17 þá er hann heima við eftir þann tímann hahaha allveg magnað og svo frábært hvað honum líður vel þarna , en svo á helgum er lokað inn í samveruna og þá er hann heima við eða á röltinu um bæinn já bara brattur sá gamli sem betur fer. Það er að fjölga hjá okkur barnabörnunum vúhú hún Ásdís Birna á von á sér í byrjun okt já þá eru barnabörnin okkar orðin 6 og geri aðrir betur hahaha við svo montinn og spenntust að fá þessa litlu yndislega gullmola í heiminn ;) Annars af börnunum okkar er allt svo gott að frétta sem betur fer ;) Jæja þetta er búið að vera svolítil saman tekt hjá mér ég kem svo einhvern tímann seinna og blogga meira jæja elskurnar farið varleg og vel með ykkur öll bið að heilsa ;) Áfram LIVERPOOL berjast til síðustu stundu !!! Pollapönk er áfram í Erovisíon vó en flott hjá þeim !!! Kær kveðja Kristín Steingrímsd. Skrifað af Kristín St 21.04.2014 11:49Aðeins í áttina að vorinuÞað er ekki mikill munur á síðan 6. apríl en þó heldur grænna. Séð niður á bæ þingmannsins.Snyrtilegt bú hjá honum Það er ennþá vetrarlegt að sjá inní Hvalfjörð. Skrifað af Árni Magnús 06.04.2014 11:32Ferð nr. 16 á árinuÞau eru byrjuð að grænka túnin sunnan við Akrafjallið. Skrifað af Árni Magnús 05.04.2014 19:13Smá hugleiðingÞað er ekki mikið sem hefur verið skrifað hérna undanfarið, en það er ekki samasem að ekkert sé að gerast hérna hjá okkur. Ég er búinn að vera að vinna í húsinu okkar fyrir norðan og erum við flutt inní það, þó er ekki búið að tengja vatnið inn en það kemur allt með tímanum. Ég er loksins farinn að getað hreyft mig aftur en löppin er ekki búin að vera nógu góð eftir aðgerðina í haust en þetta er allt að lagast sem betur fer því ég þoli sársauka mjög illa og er mjög illa við verkjalyf. Svo svona smá í restina. Finnst ykkur ekki skrýtið að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar byggist á því að nota sparifé almennings til að borga niður forsendubrestin ? Og fréttir frá Englandi forsætisráðherra þeirra berst gegn vindmyllum vegna sjónmengunar, á sama tíma sést ekki til helstu kennileyta í London vegna loftmengunar. es.ég slökkti á fésbókinni hjá mér og veit ekki hvort eða hvenær ég fer þarna inn aftur. Skrifað af Árni Magnús 10.03.2014 22:359. marsÞað er ekki mikill snjór á Hólmavík núna.Vanntar alla skafla í kringum húsið. Og hún er orðin stór litla hríslan. Skrifað af Árni Magnús 04.02.2014 22:10HelgarferðÞað er ekki mikill snjór í kringum húsið okkar í Skeljavíkinni Aðeins inni, erum byrjuð að stilla upp milliveggjum. Ég fór norður um síðustu helgi og fékk Ómar til að hjálpa mér að flota gólfið og stilla upp fyrir milliveggjum. Þetta gekk vel og nú er komin mynd á þetta allt eins og það á að vera. Skrifað af Árni Magnús 27.01.2014 10:27MánudagsmorgunnÞað er sjaldgæft á þessum bænum að við hjónasettið séum sofandi fram á klukkan 10 á morgnanna en það gerðist í morgunn. Þetta er svakalega ljúft en maður hálf skammast sín samt, sem er náttúrulega enginn ástæða til. Annars er allt búið að vera gott að frétta af okkur ég náði að fara 5 ferðir á Háahnjúk í síðustu viku sem gerir samtals sirka 2750 metra hæð. Gabríel, Ásta Kristín og Ásrún Magnea voru hjá okkur um helgina og naut hún Kristín sín vel við það að hafa þau hjá sér. Og mikið er það ljúft að fá litla handleggi um hálsinn þegar maður kemur heim, er nokkuð betra en það? Jæja nokkuð gott í bili farið vel með ykkur. Skrifað af Árni Magnús 09.01.2014 14:03Árið 2013Hæ og gleðilegt ár 2014 !!! Þar kom að því að ég Kristín St frekjaðist hingað inn til bóndans míns hemmm það er nú bara þannig að það er búið að loka allveg fyrir blogcentral sem ég skrifaði inn á á sínum tíma og ég sakna þess að geta ekki skoðað það maður ætti kannski að hringja í þá þar en sjáum til, já því ekki að deila svona sögum, myndum og fleiru skemmtilegum ferðum og fullt af bulli ;) svo deilum við næstum því öllu sem er að gerast í þessari frábæru fjölskyldu okkar hjóna sem við erum svo stollt af. Hérna kemur svo smá upprifjun fyrir síðasta ár, Þannig var nú að síðasta ár byrjaði með erfiðleikum og söknuði og eftirsjá náinna ættingja við/mistum hana Lindu okkar frá Hveravík þessi elska sem fór allt of snemma frá okkur, blessuð sé minning hennar. Svo mistum við/ég hana móðir mína Ástu Bjarnadóttir frá Stað 13 febrúar sem alla tíð var okkar stoð og stitta við hliðina á mér /okkur í þessari fjölskyldu, elsku mamma ég sakna þín á hverjum degi og hugsa oft um þig blessuð sé minning þín mamma mín. Þar kom að því að með mikilli hugsun um hvernig við ætluðum svo að hafa þetta blessaða ár sem byrjaði með sárum söknuði,,,,,, ég var búin að sækja um á Sjúkrahúsinu á Hólmavík sem ég fékk svo vinnu við í um 3 mánuði sem voru svo fljótir að líða og allveg yndislegur tími.Ég fór í margar gönguferðir upp um fjöll og dali og inn í sveitina mína Stað svo í sund á Hólmavík og á Laugarhóli og margt fleira skemmtilegt sem ég gerði þar og ræktaði garðinn. Sumarið fyrir norðan var mjög gott og góður afli barst að landi Makríll í gulli fyrir margann sjóarann. Árni kom svo reglulega norður í sínum fríum úr vinnu, en hann var svo í seinna sumarfríinu og ég líka :) Við fórum lika í gott ferðalag út um allar trissur. Árni og ég lögðum hugann í bleyti og uppskárum við hjón að reysa heillt sumarhús upp á met tíma það held ég nú bara " við ofur duglega fólkið "eins og sagt var hahaha......auðvitað með góðravina hjálp og samsettri fjölskyldu annað var ekki hægt, þegar maður byrjar á svona stóru verkefni þá verður að vera góð sammvinna í hópnum okkar með hjartans þökk fyrir allir sem komu að verkefninu okkar og upp skárum við þetta svakalega fallega reysulega hús með frábærum húsasmíðameistara honum Ómari frá Þorpum :) við höfum aðeins elst sem að sjálfsögu er eðlilegt og allir hinir líka, ömmu og afa börnin Gabríel orðinn 7 ára og er kominn á 8 ár, Daníel Bergmann 6 ára og komin á 7 ár, Ástríður Kristín 3 ára og komin á 4 árið, Ásrún Magnea og Valgerður Ósk 1 árs og komnar á 2 árið ó já það er svo fljótur að líða þessi tími og bara allt í blóma :) Vinnan byrjaði svo hjá okkur aftur í haust sem leið, við tókum því rólega og erum byrjuð að undirbúa söluna á litla Skjólinu okkar í Skeljavík allt að gerast þar og kemur í ljós með komandi ári hvernig það gengur, síðan erum við farin að hugsa um hvernig við ætlum að byrja inni í nýja húsinu okkar og allt að gerast þar búið að einangra alla veggi,loft og plasta erum að stefna að leggja í gólfið og setja upp grindina ó já allt að gerast en blogga seinna um það :) Í nóvember tókst svo Bjarna bróðir að hjálpa Margeiri fóstra okkar að selja gamla húsið, og sá gamli þurfti að pakka niður á met tíma, ég fór nokkrar ferðirnar suðureftir til að pakka niður og henda dóti sem var orðið úr sér gengið hjá þeim, við náðum að koma Margeiri fyrir inn á Nesvöllum í Keflavík sem er 60+ íbúðir allveg nýjar og svo fínar og stutt fyrir hann að kaupa sér mat og komast í félagsstarfið sem við sóttum um fyrir hann allt gekk þetta upp sem betur fer og ég svo ánægð að hann hafi fengið inn hjá þeim á Nesvöllum hann er í 3 herbergja íbúð númer 214 á 2 hæð :) Á jólunum buðum við Sillu vinkonu okkar að vera hjá okkur og líka Margeiri fóstra sem hann þáði svo já það var fjölmennt hjá okkur um jólin ég hefði viljað hafa Loft bróðir líka en það náðist aldrei í hann því miður. Tengdaforeldrar mínir Dídí og Bjössi áttu gullbrúðkaup 28 des og 50 ár liðin hjá þeim og til hamingju með þann áfanga flottu hjón :) Við hjón áttum svo silfurbrúðkaupsafmæli 31 des vó komin 25 ár síðan við giftum okkur enn hvað þessi tími hefur liðið Steini og Svala buðu okkur að vera hjá sér í bænum yfir áramótin,og þar voru allir krakkarnir komnir saman í veisluföngum og allveg yndislegum tímamótum ástarþakkir fyrir okkur :) Ég hef hér stiklað á stóru en margt fleira hefur svo sem gerst á liðnu ári með góðum kveðjum til ykkra allra og farið varlega á nýju ári .....kem svo seinna með meira bull :) Kveðja,Kristín St. Skrifað af Kristín St 03.01.2014 14:23Sameiginleg síðaÞar sem ég er ekki nógu duglegur að nota þessa síðu ætlar hún Kristín að hjálpa mér að nýta hana betur. Skrifað af Árni Magnús 01.01.2014 19:51GamlárskvöldHópurinn samankominn heima hjá Gabríel, vanntaði bara hana Bjössa Höllu. Þetta er nú meiri mánuðurinn þessi Desember. Maður puðar við að grenna sig 11 mánuði á ári en svo kemur þetta allt til baka i Desember. Svo er helvítis veðurtíðin búinn að vera þannig að lítið er hægt að stunda alvöru hreyfingu.Annars er voða ljúft að vera inni og háma í sig smákökur og súkkulaði, allavega finnst mér það. Skrifað af Árni Magnús Flettingar í dag: 39 Gestir í dag: 4 Flettingar í gær: 375 Gestir í gær: 14 Samtals flettingar: 4475 Samtals gestir: 226 Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:12:08 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is