Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
20.12.2013 11:01FeministarÞað kemur mér alltaf á óvart hvað það fer fyrir brjóstið á mörgum þó einhverjar konur tjái sig um það að þeim fynnist kynjahlutfallið í stjórnum fyrirtækja og ríkisstofnana ekki rétt. Mitt álit er það að það á auðvitað að vera sem jafnast en samt verður alltaf að ráða hæfasta fólkið. Eins og störfin eru á Íslandi núna er ekki hægt að segja að þetta eða hitt sé kvenmanns eða karlmanns verk. Yfirleitt skiptir það ekki máli, karlmenn eru þó oft lunknari við að koma sér í léttari verk. Farið vel með ykkur. Skrifað af Árni Magnús 08.12.2013 21:44NóvemberÞað er enn og aftur léti í mér í sambandi við skriftir hérna. En
nóvember hefur verið svona frekar erfiður. Ég hef verið frekar slæmur í
löppinni alltaf með einhverja verki ef ég passa mig ekki. En það að vera
í öryggisskóm í vinnunni er ekki það besta fyrir bólgna fætur. Þar af
leiðandi hef ég ekki farið margar ferðir uppá Akrafjall eða bara þrjár í
nóvember. En ég hef reynt að ganga eitthvað á hverjum frídegi
annaðhvort á brettinu eða úti. Við Kristín fórum ekkert norður í nóv og það er ekki laust við að maður sé kominn með smá heimþrá. Svo er bara spurning hvort maður komist nokkuð fyrir jól, en það verður bara að koma í ljós. Það var að koma rukkun fyrir þessa síðu fyrir næsta ár og er það mikil spurning hvort það sé nokkur ástæða til að borga hana þar sem ég er ekki nógu duglegur að sinna þessu bloggi. Það er svosum nóg sem ég gæti skrifað um en mínar skoðanir eru kannski betur geimdar hjá mér sjálfum. Mér finnst að ég sé ekki eltast við skoðanir annara og nenni ekki alltaf að réttlæta það sem ég segi eða skrifa. Gömul mynd Nóg í bili,og farist ekki úr jólastressi. Skrifað af Árni Magnús 30.10.2013 20:51Október![]() Ég er alveg að skýta á mig með þessa síðu. En til þess að róa frú Kristínu verð ég að halda mig við efnið. 4. okt fór ég í aðgerð til þess að liðka uppá stóru tána og gekk aðgerðin vel og var búist við að ég yrði ca. mánuð frá út af þessu en ég fór að vinna aftur eftir rúmlega hálfan mánuð þar sem þetta gréri svo vel. Og þakka ég því að Kristín fór strax með mig eftir aðgerð í heilsusamlega loftið í Skeljavíkinni. ![]() Og þarna sat ég í sólinni með tána uppí loftið og lét mér líða vel. ![]() Einnig prílaði ég uppá þak á litla húsinu til að taka mynd. ![]() Þarna er húsið okkar fokhelt.Og það má segja það að við megum vera stolt af því sem við áorkuðum í sumar. Það er ekki hvað sízt að þakka honum Ómari og öllum vinum og ættingjum sem hjálpuðu okkur. Það er alveg frábært að eiga svona marga góða að.Og fyrir það er ég þakklátur. Jæja þetta er orðið of væmið. Reyni að fara að verða duglegri að blogga. Skrifað af Árni Magnús 18.09.2013 15:11KastljósÉg hef verið að fylgjast með kastljósi núna í vikunni. Það er mjög athyglisvert hvernig þau nálgast þetta viðkvæma mál sem er svo algengt sem er drykkjuskapur landans. Ég er mest hissa á því að fólk fáist til þess að tjá sig í sjónvarpinu um þennan veikleika sinn. En eins og þetta fólk segir er það ósk þess að þetta geti orðið einhverjum til hjálpar. Það er skrítið hvernig það er einhverskonar þöggun og réttlæting í gangi um þennan veikleika hjá fólki, réttlætingin felst í því að þetta sé gaman og nauðsynlegur hluti af skemmtuninni að drekka áfengi. Svona hugsunarhátt skil ég ekki, þó svo að ég hafi kannski ekki verið til fyrirmyndar taldi ég alltaf að áfengisneysla hjá mér væri sjálfsvorkunn og aumingjaskapur og hætti þessvegna að drekka áfengi fyrir átta árum og hefði átt að hætta mun fyrr. Það er undir hverjum og einum komið hvort það drekkur áfengi, en fólk verður að gera sér grein fyrir því að ber fulla ábyrgð á því hvað það gerir undir áhrifum. Það leiðinlegasta sem ég sé þegar ég fer á útiskemmtanir eru drukknir forráðamenn barna. Ein aðal ástæðan fyrir þessum skrifum er það að ég hef núna í sumar orðið var við það fólk er að aka eftir að hafa drukkið áfengi, og er stoltur af því að hafa einu sinni komið í veg fyrir ölvunarakstur. En það er skrýtið hvernig allir sem ég hef gert athugasemdir við hafa ekki haft dómgreind til þess að dæma um ástand sitt. Því allir hafa verið sannfærðir um að áfengisneysla þeirra hafi ekki nein áhrif ökuleikni þeirra og allir hafa trúað því að þeir séu bara búnir með einn. Það er svosem margt annað sem ég gæti skrifað um þessi mál en læt þetta duga í bili. Farið vel með ykkur því þið eruð ábyrg gagnvart ykkur sjálfum. Skrifað af Árni Magnús 05.09.2013 21:50SumaraukiVið frændurnir fórum að ná okkur í soðið það aflaðist ágætlega og það má ekki misskilja efri myndina þannig að Timmi hafi setið frammi í stafni allan daginn og drukkið kaffi en hann dró megnið af aflanum enda með eindæmum fiskinn. Skrifað af Árni Magnús 12.08.2013 22:26Bygging og fleira![]() Setti inn fullt af myndum í albúmið fjölskyldan. Skrifað af Árni Magnús 01.07.2013 23:50Tíminn líðurÞað er töluvert mikið að gera hjá mér þessa dagana og ég tek ekki alltaf eftir því hvað líður tímanum. Þess vegna líður stundum langur tími milli þess sem ég skrifa hérna allt í lagi með það. Núna er árið u.þ.b. hálfnað og það er töluvert miklu sem ég hef áorkað þó stundum fynnist mér ég hjakka í sama farinu en ef litið er til baka er þetta bara þó nokkuð. Kristín og ég erum búinn að vera að vinna í lóðinni hérna í Skjólbrekku og nú er bara að bíða eftir að gróðurinn fari að taka við sér. Hamingjudagar voru hérna um helgina og það var fullt hús hjá okkur mest alla helgina og það hefði samt örugglega verið hægt að bæta við fleirum í kaffi. Ég tók þátt í hamingjuhlaupinu og fór 6 km. það var farið frekar rólega og það hentaði mér bara ágætlega, en þetta var í firsta sinn sem ég tók þátt í svona hlaupi og ég held að ég eigi eftir að hlaupa með þessu fólki aftur seinna. Þegar ég settist niður til að blogga var svo mikið sem ég ætlaði að skrifa um en núna man ég ekki eftir meiru. Hafið það gott næsta blogg verður vonandi fyrir mánaðarmótin. Skrifað af Árni Magnús 10.06.2013 18:26HlaupÉg fór á hlaupanámskeið í síðustu viku og núna er ég að vinna úr því sem mér var sagt á námskeiðinu og það er óhætt að segja að ég er mjög sáttur með árangurinn. Og nú verður maður að fara að taka hlaupaæfingarnar með alvöru og reyna að hlaupa minnsta kosti þrisvar til fjórum sinnum í viku. Skrifað af Árni Magnús 02.06.2013 21:46RólegheitÞað hefur verið frekar rólegt hérna hjá mér hérna í Skeljavíkinni. Ég ætlaði að vera byrjaður á því að slétta úr moldarhaugunum en er að bíða eftir að fá tæki til að vinna verkið. Það er ekki mín sterkasta hlið að hanga hérna aðgerðarlaus út af þessu. Og ég kann ekki við að suða í mönnum ,og nú er þannig komið ef ég hefði bara drullast til að moka þessu sjálfur með skóflunni væri ég sennilega búinn að þessu. Ég hef annars verið að liðka golfsveifluna og það er allt á réttri leið. Og í morgun fór ég í langa göngu upp á Skeljavíkurfjall það var mjög gott gönguveður og færið var mjög gott. Skrifað af Árni Magnús 23.05.2013 09:09VoriðJæja þá er loksins kominn sá tími sem maður bíður eftir átta mánuði á ári. Snjórinn farinn og frost farið úr jörðu. Það er töluverður munur á stöðunni á gróðrinum hérna fyrir norðan og hvernig það er fyrir sunnan. En þetta verður fljótt að koma úr þessu. Dagarnir hafa gengið sinn vanagang og lítið sem maður er að velta fyrir sér og þess vegna er lítið sem ég hef verið að skrifa hérna. Ég setti um daginn tvö albúm með myndum teknum í skoðunarferðum sem ég fór í álverin og kann ekki við að hafa opin þannig ef einhver hefur áhuga að skoða þær verður að hafa samband við mig. Skrifað af Árni Magnús 28.04.2013 11:52þá er það búiðÞá eru kosningarnar búnar og þó ég sé alls ekki sáttur með niðurstöðuna er til lítils að vera að velta sér uppúr því. Ég skil ekki hvernig að niðurstöðurnar geta verið eins og þær eru. Ekki ætla ég samt að efast um þær. Kannski er fólk almennt að taka alkann á þetta einn dag í einu. Skrifað af Árni Magnús 25.04.2013 13:31Dauð atkvæðiMér finnst núna undanfarið í fréttatímum sérstaklega hjá 365 miðlum vera talað mikið og rekin áróður fyrir því að fólk kjósi ekki nýju framboðin vegna þess að þau nái ekki 5 % og nái þess vegna ekki inn manni. Mér finnst þetta ekki rétt. Allir eiga að kjósa eftir sinni sannfæringu sama hvort atkvæðið nýtist til að ná manni á þing eða ekki. Allavega er fólk búið að segja skoðun sína með því. Og ef það er enginn sem heillar mann í framboði segir maður frá því með því að skila auðu, svo einfalt er það.Það má ekki gera lítið úr lýðræðinu með því að hræða fólk frá því sem það telur rétt,og kjósa þessvegna eitthvað sem er lakara. Það er slæm þróun. Var að lesa grein eftir Matta í Húsavík í Bændablaðinu, og er bara nokkuð sammála honum. Spurning að taka vinstri græna afstöðu á laugardaginn. Skrifað af Árni Magnús 23.04.2013 21:35ÚtskriftarferðÉg fór í útskriftarferð í boði Norðuráls Austur í Fjarðabyggð og við skoðuðum álverið á Eskifirði og svo skoðuðum við líka Fljótsdalsvirkjun. Þetta var mjög fín ferð og það var tekið mjög vel á móti okkur á báðum stöðunum.Og þau sem tóku á móti okkur hjá Fjarðaál eiga hrós skilið hversu vel þau voru undirbúin og allt gekk vel fyrir sig. Við gistum á Iclandair hoteli á Egilstöðum og það var mjög fínnt verst var að matarskammturinn miðaðist ekki við glorsoltinn strandamann. Það er svosum ágætt að þessum áfanga er lokið og ég veit ekki með framhald á þessu námi eða hvort ég kæri mig um að halda áfram. Skrifað af Árni Magnús Flettingar í dag: 39 Gestir í dag: 4 Flettingar í gær: 375 Gestir í gær: 14 Samtals flettingar: 4475 Samtals gestir: 226 Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:12:08 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is