Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
16.04.2013 09:49KosningarÉg var alveg ákveðinn í því hvað ég ætlaði að kjósa í vor en svo þegar þetta nálgast fara ýmsar efasemdir af stað í hausnum á manni. Þannig að nú verður maður bara að nota útilokunar aðferðina og kjósa það sem er illskást. Og þeir flokkar sem ég útiloka fyrst eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking og ástæðan er skýr að þeir menn sem leiða þessa lista eru ekki að vinna í samræmi við mínar skoðanir og hafa aldrei gert. Og það er að mínu áliti umhugsunarvert hvernig svona menn geti komist til metorða í stjórnmálaflokkum. Þetta eru menn sem eiga að vera neðarlega á listum og ekki hafa áhrif. Punktur. Svo framsókn þessir Ha Haha haha..........Ekkert Vinstri grænir sem sviku sjálfa sig en átta sig ekki á því. Svo núna verður að fara að leggjast yfir hina flokkana að athuga hvernig fólk er þar, samt er ég strax búinn að útiloka Jón Bjarnason vegna þess hvernig hann klúðraði strandveiðifrumvarpinu. Núna er bara að leggjast yfir þetta og vonast eftir bjartri framtíð í þessum efnum. Skrifað af Árni Magnús 07.04.2013 21:55Frændur mínirMig dreymir stundum þá frændur mína Skarphéðinn og Guðmund Ragnar. Ég geri mér alltaf grein fyrir því í draumunum að þeir séu dánir. Draumarnir eru alltaf eins þeir koma til min og taka utanum mig og þrýsta mér að sér og kyssa mig á kinnina eins og þeir gerðu alltaf þegar langt hafði liðið á milli sem við sáumst. Ég hugsa stundum til þeirra og það er svo margt sem þeir kenndu mér og ef það var eitthvað sem ég þurfti að ræða gat ég leitað til þeirra. Líklega eru þetta einu mennirnir sem ég hef talið mig getað treyst fyrir öllu mínu. Og ég á þeim margt að þakka. Það er kannski fíflalegt að vera að skrifa um drauma en það verður að hafa það. Kannski ég skrifi eitthvað um þá síðar. Skrifað af Árni Magnús 07.04.2013 21:15SkammaðurÉg er ekki að standa mig vel í því að skrifa hérna á bloggið mitt. Og í morgun fékk ég að heyra það frá frúnni að þetta gengi ekki ég yrði að fara að setja eitthvað á síðuna og það væri ekki nóg að tuða eitthvað hérna heima og gera svo ekkert í því. Annars er það þannig að þessa dagana að mér finnst svo margt skrýtið og mér finnst að svo margt megi betur fara. Það virðist vera þannig núorðið að fólk er ekki að taka ábyrgð á því sem það á að sinna og fólk þarf ekki að standa fyrir máli sínu. Ég er að tala um þá sem eru að vinna hjá því opinbera bæði sveitarstjórnum og ríkinu. Þar sem ég er núna staddur á Hólmavík get ég nefnt dæmi sem ég sá í dag. Ég var að fara með rusl í gámana á skeyðinu og hvernig það er útlítandi og hvernig umgengnin er,er til mikillar skammar og það sem ég skil ekki er hvernig menn geti komist upp með þetta. Það er kominn ný bensínstöð þarna á svæðið og það sést varla í hana fyrir drasli. Alltaf fækkar fólkinu í sveitarfélaginu en samt er búið að fjölga þeim margfalt sem eiga að halda bænum hreinum miðað við það sem var fyrir 25 árum. Og ég man að á þeim tíma voru einu lítin á bænum holóttar götur sem eru að vísu ennþá. Jæja nóg af þessu í bili hafið það gott og gangið vel um því ykkar er ábyrgðin. Skrifað af Árni Magnús 11.03.2013 19:39Hlaðið batteríin![]() Við fórum norður um helgina og Kristín skellti sér á góugleði og tók nokkrar myndir af gleðinni og glæsilegu borðinu með matnum og það hef ég eftir mjög ábyggilegum heimildum að maturinn bragðaðist frábærlega . Og eru Hólmvíkingar heppnir að eiga þau Kidda og Báru að til þess að matreiða ofaní sig. ![]() Á sunnudaginn fórum við smá rúnt norður í Bjarnarfjörð og það er leiðinlegt að sjá það að útihúsin á Kaldrananesi eru byrjuð að fjúka í burtu. Og sama má víst segja um útihúsin í Odda. Það er mjög leiðinlegt að sjá þetta. ![]() Það var nýlega búið að þrífa laugina og mikið sáum við eftir því að hafa ekki haft með okkur sundföt Það er gott að vita til þess hvað er hugsað vel um laugina þarna sjálfsagt mest í sjálfboðavinnu. Skrifað af Árni Magnús 03.03.2013 21:11Mars![]() Þar sem ég ætla ekki að gera henni frú Kristínu þann óleik að fara að safna mottu þetta árið. Þess vegna læt ég þessa mynd af mér hérna á síðuna. Það eru nokkrar ennþá verri myndir af mér inni á albúminu síðan í fyrra, og þið skuluð láta það vera að skoða þær. Þetta er búin að vera frekar róleg helgi, er samt búinn að fara tvisvar upp á Akrafjall á sitthvorn tindinn. Ég hefði svo sem mátt vera duglegri td. getað þrifið bílinn og svoleiðis kjaftæði en skorti áhugann á því. Maður verður nefnilega að fara vel með sig því maður veit ekkert hvaða eiturefni eru í þessum þvottaefnum. (góð afsökun ) Skrifað af Árni Magnús 19.02.2013 21:19Bekkjarmyndnm.f.v. Birgir, Linda. Sunna, Hólmfríður, Helga, Halldór, efri röð Vilhjálmur, Árni, Ólafur, Börkur, Guðbrandur, Halldór, Ingimundur Fékk þessa mynd senda frá Munda og Gústu ásamt þremur í viðbót. Þetta er árgangur 1962 í Hólmavíkurskóla. Flottur hópur og það rættist mjög vel úr öllum. Skrifað af Árni Magnús 11.02.2013 09:07Klaki![]() Það er mikill klaki á jörð fyrir norðan núna og vonandi verður eitthvað hlýindaskeið núna þannig að hann minnki eitthvað. ![]() Fórum í göngu, alltaf jafn myndarleg. Skrifað af Árni Magnús 07.02.2013 09:177: FebrúarÉg fór í ferð með stóriðjuskólanum í gær að skoða virkjanir og vindmillur uppi við þjórár svæðið og við skoðuðum Búrfellsvirkjun , vindmillurnar og framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun. Þetta var mjög góð ferð og ótrúlegt hvað það er búið að framkvæma mikið þarna á þessu svæði. þetta er þar sem vatnið kemur út úr aðrennslisgöngunum og rörin liggja í sitthvora vélina. Það er engin smáræðis stærð á þessu. En með þessari virkjun er verið að endurnýta vatn úr annari virkjun og það er verið að margvirkja sama vatnið. Og samt sem áður sér maður að það eru ótal möguleikar til að nýta vatnsorkuna betur. Farið vel með ykkur og ekki gera það sem þið viljið ekki gera. Skrifað af Árni Magnús 19.01.2013 10:17Jæja
Ég setti könnun hérna á síðuna og hún segir allt sem segja þarf um þá sem kíkja hérna inn. Eitt atkvæði komið og ég greiddi það sjálfur. Annars er lítið að frétta af okkur fórum í bústað um síðustu helgi og það var mjög gaman að hafa alla þá sem mér þykir vænst um nálægt mér á sama tíma, þetta er orðinn nokkuð stór og glæsilegur hópur sem við Kristín eigum og erum við mjög stolt af honum. Ég held mínu striki í sambandi við hreifinguna ætla að halda áfram að ganga á fjöll og reyna að fara að hlaupa eitthvað líka. Eina vandamálið hjá mér er hvað mér finnst gott að borða mikið,og helst óhollt. En þetta kemur vonandi. Annars farið vel með ykkur og hugsið um spurninguna mína . Skrifað af Árni Magnús 03.01.2013 09:582012Ef maður ætlar að rifja eitthvað upp af því sem gerðist á síðasta ári er hætt við því að eitthvað gleimist . Helstu punktar. Fjölskyldan. Það fjölgaði um tvær stúlkur á árinu og þau eru orðin 5 barnabörnin þannig að hópurinn er orðin 13 stykki alls. Vinnan. Vinnan gengur vel byrjaði í námi sambandi við vinnuna fyrir ári það gengur vel. Og svo fékk ég stöðuhækkun í haust og mér líður vel í vinnunni. Áhugamálin. Taka langmestan tímann. Öll markmið náðust með glans. Fyrir utan eitt. Sem var frestað. Heilsan. Hún er í góðu jafnvægi. Skjólbrekka. Þetta er að verða alvöru. Erum búinn með grunninn og framhaldið verður skoðað með vorinu. Þakklæti. Ég er innilega þakklátur því fólki sem hjálpaði mér og vann með mér á árinu það er gott að vita til þess að þegar maður biður fólk um eitthvað eru allir tilbúnir að aðstoða mig eins og kostur er. 2013 Verður í heildina gott og góður grunnur fyrir framtíðina. Skrifað af Árni Magnús 26.12.2012 19:38Gleðileg jólGleðileg jól þið sem villist hingað inn. Það eru búin að vera doldið mikil matar jól hjá mér en eitt árið og ég er ekki að ná því að höndla allan þennan mat, kökurnar og sælgætið sem fylgir þessum árstíma. Svo er maður allt árið að vinna í því að ná þessu til baka.Svona hefur þetta oft gengið og maður lærir ekkert af reynslunni. En það er bara svo gott að sleppa sér í svona át svo það þýðir ekkert að vera að velta sér uppúr þessu. Enda fer það mér vel að vera doldið þéttur. (segir Kristín) Hef ekki tíma til að skrifa meira í bili Kristín var að taka ís úr frystinum. Skrifað af Árni Magnús 21.12.2012 22:28UmferðinÉg skrapp til Reykjavíkur núna seinnipartinn. Það var svakaleg umferð í bænum og mikið af fólki í verslununum sem ég fór í. Að versla fyrir jólin er það leiðinlegasta sem ég geri og það sem pirrar mig mest er hvað fólk er tillitslaust gagnvart hvort öðru það æðir áfram og treðst og aðrir standa í hópum og það er ekki hægt að komast framhjá án þess að troðast. Ef ég fer að versla veit ég fyrirfram hvað ég vil, kaupi það og kem mér út og þess vegna voru það kannski mistök að vera að fara á þessum tíma að versla. Svo annað umferðarmenningin það er alveg sérstakt lán að fleiri séu ekki að drepa sig í umferðinni. Menn eru að taka framúr á ólíklegustu stöðum og á leiðinni suður sá ég tvö atvik þar sem ekki mátti tæpara standa og það var ekki aksturhæfileikum framúrkeyrsluökumannanna að þakka að ekki varð stórslys. Svo er annað það er mikið um að menn gefi ekki stefnuljós ég skil ekki alveg hvað er í gangi allavega Borg óttans stóð undir nafni í dag. Ég fór uppá Akrafjall í morgun þriðja ferðin þessa vikuna gott göngufæri í dag en það er búið að vera varasamt undanfarið. Svo er ég líka búinn að vera duglegur að smakka (borða) smákökur svona til að hafa jafnvægi á hlutunum. Nóg í bili, slappiði svo aðeins af þetta skiptir engu máli það koma alltaf önnur jól svo þá má alltaf gera betur. Skrifað af Árni Magnús 19.12.2012 21:34Rækja![]() Á landleið eftir góðann dag á innfjarðarrækjunni. Þessi var tekin um borð í Jóni Pétri. Svakaleg veiði þennan dag komnir í land um hádegið með fullt dekkið af rækju. Skrifað af Árni Magnús 14.12.2012 15:50VetrarblíðaÞetta er einn af þeim dögum sem maður ætti að hafa sig hægann og vera ekki mikið að tjá sig. Ég var á næturvakt og er kominn fimm daga frí og eins og staðann er einmitt núna er ég ekki að fara að gera neitt er bara húðlatur með höfuðverk og strengi í öllum líkamanum . Djöfulls ástand ! Annars er þetta sosum eðlilegt þar sem ég er lítið búinn að sofa verð betri á morgun. Ég sauðaðist aðeins út á rúntinn áðan og tók nokkrar myndir því ekki gengur að láta það eftir sér að breiða upp fyrir haus í svona veðri. Hitti pabba þegar hann var að koma úr húsunum. Sprækur kallinn Þetta ætti að vera til í hverju fangelsi. Tók þessa niðrá Breið af hálfvitanum. Myndaði líka heilvitann og fylgir með drasl sem er þarna niðurfrá, en ég er hissa á því hversvegna umgengnin er svona eins og hún er. Þar sem þetta svæði hefur uppá margt að bjóða. Fylgir ein af Heiðarhorninu en þarna upp hef ég farið nokkrum sinnum. Síðast í sumar með Gunnari frænda og Fána í rigningu og skýjuðu veðri og ekkert útsýni. Gott í bili og ekki missa ykkur í jólastressi . Skrifað af Árni Magnús 27.11.2012 21:53Skammdegið![]() Það er búinn að vera skítakuldi undanfarið þannig að ég hef haft litla nennu til þess að fara í fjallgöngur. Ég fór þó í dag og fór uppá Háahnjúk ég fór upp hjá Rein og þurfti að príla svolítið . Það leit vel út frá jafnsléttu að fara þarna en þetta var mun verra en ég bjóst við þá aðallega vegna hálku. Gott í bili farið vel með ykkur . Skrifað af Árni Magnús Flettingar í dag: 39 Gestir í dag: 4 Flettingar í gær: 375 Gestir í gær: 14 Samtals flettingar: 4475 Samtals gestir: 226 Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:12:08 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is