Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

14.11.2012 12:56

100. Ferðin

Jæja þá er þetta komið og skjalfest. Ætlaði að vera búinn að þessu fyrir síðustu mánaðarmót en veðrið hafði smá áhrif á göngurnar uppá fjallið því ég er ekki hrifinn að miklum vindi í miklu frosti. Annars er lítið um að vera hjá mér hver dagurinn öðrum líkur. Ég hef sloppið við allar þessar umgangspestir sem eru alltaf að ganga og vonandi verður það þannig áfram.

Ég er að lauma inn einni og einni mynd í albúmið hjá mér og er óhræddur að stela þeim úr síðum annara í fjölskyldunni .

04.11.2012 22:50

Gaman



Þessu höfðum við gaman að.

31.10.2012 21:12

Október

Jæja þá er október að klárast þetta er aldeilis búinn að vera góður mánuður svona veðurfarslega séð, frekar hægir vindar þó það hafi ekki verið hlýtt. Ég er í tölvunámi svo ég er að prófa mig áfram með að setja myndir svona til hliðar og svoleiðis svo er bara spurning hvernig tekst til.
 
Svona er svipurinn á mér þegar Kristín er að elda góðann mat.

Það er búið að vera töluvert annríki hjá mér þennan mánuðinn þó það skylji kannski ekki mikið eftir sig svona til lengri tíma litið. Við fórum norður um miðjan október og ég náði að fara í golf og Kristín fór í gönguferðir uppí borgirnar og hún virðist alveg endurnýast við það. Ég fór að spila bridge á sunnudagskvöldinu og spilaði móti Berta frá Mýri það gekk ágætlega en ég fann að ég hefði gott af því að æfa mig meira.

 

Það gerði hret hérna í morgun og svo um hádegið gerði ágætis veður og ég skellti mér í 15. ferðina uppá Akrafjall í mánuðinum. Og á núna eftir 5 ferðir og hætti svo að telja ferðirnar restina af árinu. Jæja þetta er gott í bili farið vel með ykkur og klæðið ykkur vel. 

11.10.2012 18:34

Haust



Kristín gekk á móts við mig uppá Akrafjall og tók nokkrar myndir á leiðinni ég bætti þeim inná október albúmið.

10.10.2012 19:43

Ungarnir



Gabríel er duglegur að passa uppá litlu systur.



Fórum í gær að skoða ungana hjá pabba þeir eru flottir og góð viðbót við bústofninn.

08.10.2012 12:54

Er að koma vetur ?



Þarna er ég uppi á Geirmundartindi kl. 11  í morgun.



Kominn niður í sumar blíðuna korter í tólf.

25.09.2012 21:47

Grunnurinn



Jæja þetta erum við búinn að vera að gera, bara eftir að hella steypunni í. Ég setti nokkrar myndir í viðbót inná september albúmið.

 Það má allt það fólk sem ég hef verið að kvabba í í sambandi við þessar framkvæmdir að allir eru boðnir og búnir til að hjálpa mér eins og það getur. Og fyrir það er ég innilega þakklátur.
 


Þessi berjarunni er við þjóðveginn rétt neðan við Bifröst.



Bifröst

23.09.2012 21:31

Bara



Mætt í réttina



Mikið búið að moka í dag



Hvað ætli hann hafi verið að gera í dag ?



Þeir voru ekki í stuði til að brosa.

22.09.2012 07:31

Tíminn

Ég er frekar tímabundinn þessa dagana og þessvegna forgangsraða ég svolítið. Og eitt af því sem situr á hakanum er þessi síða. Sem gæti svosem verið miklu betri en ég næ ekki að setja mig inní þetta nógu vel td. kann ekki að setja inn tengla og svoleiðis, þetta verð ég að fara að laga.
En dagarnir eru semsagt of stuttir hjá mér. En tíminn í svona stúss ætti að aukast þegar birtutíminn styttist og ég held að fólk hefði bara gott af því tjá sig eitthvað svona á bloggi eins og þessu. Annars er það svo skrýtið að síðasta vetur var ég búinn að skrifa nokkra svona pistla þar sem ég velti fyrir mér hvað allt væri skrýtið og margt furðulegt, að það virtist vera einhver á öxlinni á mér og þurrkaði allt út sem ég hafði skrifað. Svo kannski má ekki allt fara og einhver er að passa uppá mig í þessu því stundum (bara stundum) fer ég yfir strikið.
En að öðru er núna að bíða eftir Bigga frænda við erum að fara með öðru góðu fólki inní Selárdal að huga að kindum ég hef haft þann draum að fara þarna inneftir í mörg ár og núna er tækifærið.Er annars búinn að vera heldur lítið í fjallgöngum undanfarið en það fer á fullt aftur um næstu helgi og þá verður haldið áfram að vinna í áramótaheitinu það eru komnar 78 ferðir núna.

Farið vel með ykkur. Með hverjum er Birna að fara í heitann pott um miðja nótt. 

18.08.2012 20:40

Áhugamálið



Þessi var tekinn á fimmtudagskvöldið.



Búið að taka fyrir nýja bústaðnum, það gerði Sigvaldi Magnússon. Efnið undir grunninn var sótt innað Stað og sáu Magnús bóndi og Sigurður Árni um að koma því á staðinn. Svo nú má segja að við séum að fara að byggja á Staðarlandi. Frúin að sjálfssögðu ánægð með það.

11.08.2012 09:08

Kall



Jæja nú verður ekki á móti mælt að ég er orðinn kall.
Ég vaknaði í morgun allur eitthvað stirður og ólíkur sjálfum mér, þurfti að byrja á því að teygja úr mér og snúa uppá líkamann til að ná mér sæmilegum. Svo gat ég skrölt fram og tekið töflurnar mínar og sett í kaffikönnuna. En þetta er svosem eins og flestir morgnar núorðið og bara að ég á erfitt með að skilja það að ég sé orðinn þetta gamall, ég bara skil þetta ekki.


Gabríel
Svo er þessi ungi maður og ólmast í afa sínum, hann skilur ekki heldur að ég sé orðinn þetta gamall. 

31.07.2012 12:44

Tattú og ganga

Jæja ekki öll vitleysan eins fyrst facebook nú tattú . Hvað næst? 


Við fórum á rúntinn eftir tattúið austur á Kirkjubæjarklaustur og daginn eftir uppað Langasjó og svo til Landmannalauga . Eftir dag á vegunum þarna er maður gjörsamlega búinn að fá nóg. Miðað við umferðina þarna mætti alveg leggja töluvert meiri pening í að laga vegina þarna uppeftir. 

Við fórum á Rauð þessa ferð og reyndist hann mjög vel nema hann mætti vera þéttari því það kemur alltaf svo mikið ryk inní hann. 

Einu tók ég eftir sem er að vísu líka norður í Árneshreppi það er tillitssemi ökumanna það virðist vera allt öðruvísi umferðarmenning á lélegum vegum en á malbikinu sem betur fer.

Góð ferð þótt vegirnir mættu vera miklu betri.


26.07.2012 22:32

Sumarfríið

Jæja þá er sumarfríið langt komið og það var ansi fljótt að líða . En þá er bara að nýta vaktafríin vel og gera eitthvað. Er ekki í neinu stuði til að skrifa mikið þessa dagana svo þetta verður að duga. Farið vel með ykkur

05.07.2012 08:41

Hamingjudagar

Þuríður, Sigrún, Alla, Ragna, Ragga, Ásdís og Sólrún

Það kom skemmtilega á óvart að hitta þennan myndarlega hóp á hamingjudögum, en ég stoppaði frekar stutt í hjallanum þar sem skemmtiatriðin voru. Og ég vona að allir hafi skemmt sér vel.

Eins og vanalega þegar ég er fyrir norðan virðast allir dagar vera fullbókaðir hjá mér og það er alltaf nóg að gera. Er svo sem ekkert að kvarta þetta er það sem ég vil og kem mér í. 

Ég setti inn myndir frá helginni, Farið vel með ykkur og sýnið þolinmæði í umferðinni. 

04.07.2012 15:30

Fjallganga


Við frændurnir fórum í fjallgöngu í dag og varð Heiðarhorn fyrir valinu. Þetta var mjög góð ganga tók þrjá og hálfan tíma. Lentum í smá rigningu og svo var helvítis þoka þarna uppi, en niður komumst við aftur heilu og höldnu.

Ég á eftir að setja inn myndir frá síðustu dögum en þær koma vonandi fljótlega. 

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 4475
Samtals gestir: 226
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:12:08

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar