Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

22.06.2012 08:42

Sjóferð


Við frændurnir fórum að ná okkur í soðið í gær. Veðrið var frábært og félagsskapurinn frábær.Ég vona að Timma hafi fundist það líka.



Veiðiferðin tók 7 tíma með aðgerð og flökun. Það var ágætis veiði en við erum ábyrgir veiðimenn og hættum þegar við vorum komnir með nóg fyrir okkur.

Fyrir mig var þetta frábær dagur og ég ætla að verða eins og Timmi hann er 83 ára og er mjög hress og sprækur. 

05.06.2012 20:28

Sjómannadagshelgin

 

Þessi skúta var hérna um helgina.


Gabríel veiddi þennan kola. 


Og síðast en ekki síst kom þessi dama í heiminn .




05.06.2012 20:27

Þeir sem ekki reykja fá meira frí


Sífellt fleiri atvinnurekendur í Noregi veita þeim starfsmönnum sínum sem ekki reykja aukafrídaga. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sífellt fleiri atvinnurekendur í Noregi veita þeim starfsmönnum sínum sem ekki reykja aukafrídaga. Heilbrigðisráðherra Noregs, Anne-Grete Strøm-Erichsen, segist styðja tiltækið.

"Ráðuneytið styður allar aðgerðir sem stuðla að reyklausum vinnustöðum. Við leggjum áherslu á að vinnuveitendur eru í fullum rétti til að banna notkun tóbaks á vinnutíma," segir Strøm-Erichsen í samtali við vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten.

Starfsmannastjóri fyrirtækisins Infotjenester segir að reykingapásur séu tímafrekar, ekki síst eftir að öll notkun tóbaks var bönnuð innandyra á allflestum vinnustöðum. Þar fá reyklausir starfsmenn tvo aukafrídaga.

Fyrirtækið Grieg Group í Bergen veitir þeim starfsmönnum sínum sem ekki reykja einn frídag umfram þá sem reykja. Talsmaður fyrirtækisins segir það til að vega upp á móti því að þeir sem reykja fari miklu oftar í pásur en þeir reyklausu.

30.05.2012 15:16

Bara smá

Ég hef ekki verið í nokkru stuði til að skrifa hérna undan farið. En það er rétt að láta vita af sér svo þeir sem slysast til að kíkja hérna inn fari ekki fíluferð. Dagarnir eru hver öðrum líkir sem betur fer og þess vegna er kannski ekkert sem ýtir á að tjá sig mikið, það sem ýtti við mér núna er frétt í DV um húsnæðisleysi á Hólmavík þetta er hálf sorglegt því miður ef rétt er að fólkið sé að lenda á götunni.
 Er þetta ekki einmitt það sem ég skrifaði um hér fyrir neðan.  farið vel með ykkur.

11.05.2012 09:17

Skrýtið

Afhverju gagnrýnir fólk þessa girðingu?


Svo heyrist ekkert um þessa sem er öllu alvarlegri finnst mér. 

Ég hef nefnt þetta við  Jón Halldórsson en hann heldur áfram að gagnrýna girðinguna í plássinu. Mér finnst þetta ekki rétt það eiga allir að sitja við sama borð í þessum efnum.

Ég vil samt taka það fram að ég skil það mjög vel að menn vilji  loka svona að sér ef menn vilja en það verður sama yfir alla að ganga.

Svo að öðru var ekki umræðan á Hólmavík í vetur að hreppurinn byggði íbúðir til þess að leigja út vegna húsnæðisskorts ? En núna eru þeir búnir að auglýsa Asturtún 8 til sölu. Hvað er eiginlega í gangi þarna ? Ég vona svo sannarlega að menn séu ekki að fara illa með það sem þeim er treyst fyrir. Svoleiðis fylgir mönnum alla tíð og eru því miður nokkur dæmi þess. 

En allt eru þetta spurningar um siðferði sem menn ættu að taka til sín, því ef þetta er rétt er það leiðinlegt.  

08.05.2012 21:58

50 ferðir komnar

Þá er ég hálfnaður með áramótaheitið kominn með 50 ferðir á Akrafjall. Ég er búinn að vera að reyna að blogga í dag en það hefur þurrkast út jafnharðan  svo þetta verður að duga.

Endilega skoðið síðuna herdis.is kannski er einhver sannleikur þar og valkostur fyrir þau okkar sem vilja óháðan frambjóðanda. kv. Árni Magnús

07.05.2012 08:19

Helgin


Það er búið að vera nóg að gera um helgina.Laugardagurinn fór í það að fara uppá Snæfellsjökul og  á sunnudagurinn  fór ég á Geirmundartind.

Ferðin á jökulinn var mjög góð, þetta var mest fólk sem vinnur hjá Norðurál og svo komu nokkrir gestir líka. Það eru fullt af myndum af ferðinni á síðunni  utogvestur.is 

Ég hef ekki verið að ganga svona í hóp þar sem er vanur leiðsögumaður og það er óhætt að mæla með því. Ætli ég reyni ekki að fara fleiri svona ferðir í framtíðinni. Þegar við komum þarna vestur var norðaustan kaldi og napur vindur þannig að ég ákvað að klæða mig mjög vel og tók lopapeysu með til öryggis þrátt fyrir það að það væri léttskýjað og ég sá svo sannarlega ekki eftir því. Því þegar komið var upp var mikið frost og vindur þannig að manni kólnaði hratt. En ég mæli með því að fólk fari í ferðir þarna upp með Jóni jóel,  en hann starfar hjá fyrirtækinu Út og vestur.

Seinnipartinn í gær fórum við í bæinn og kíktum í nýju verslunina, það var margt fólk þarna og við stoppuðum stutt, því mér leiðist það að vera innanum svona margt fólk og það eru svo margir sem eru  tillitslausir gagnvart öðrum. Jæja en maður hefur sem betur fer val þannig að maður getur farið þegar maður vill. Svo kýktum við til Steina og Svölu þau eru búin að koma sér ágætlega fyrir í nýju íbúðinni, ekki að spyrja að kraftinum í þeim.

Má ekki vera að þessu lengur og farið vel með ykkur.



05.05.2012 21:42

Snæfellsjökull

Fór í dag uppá Snæfellsjökul.Skrifa meira á morgun

02.05.2012 08:29

Mynd

Þennan bát eru þeir Sæbjargar menn að kaupa, þeir frændur mínir Guðmundur og Jónas.  

Ég veit í sjálfu sér ekki mikið meira um þetta. Og það er vonandi að þetta gangi vel hjá þeim  kannski yrði það til þess að fleiri færu út í það að fá sér stærri báta. Mér hefur alltaf fundist það öfugþróun þessi trillu útgerð.Betra að hafa stærri og öflugri skip og afkasta meiru og mun öruggari.



28.04.2012 19:13

Smá tuð

Er að horfa á fréttirnar og alltaf verð ég jafn pirraður þegar þeir félagar Bjarni og Sigmundur tjá sig um hrunið,  uppbygginguna og gagnrýna  ríkisstjórnina af því að þeim finnst ekki ganga nógu vel.

En þetta lítur svona út fyrir mér Flokkar þessara manna voru búnir að vera búnir að leika sér með eldspýtur í mörg ár og á endanum kviknaði í öllu draslinu. Allir vita hverjum er um að kenna en um að gera að benda á einhvern annan. Þegar uppbygging hefst aftur verður að byrja á því að hreinsa til og byrja frá grunni .Það er óhjákvæmilegt að þetta verði dýrt og tímafrekt 

Þó ég sé alls ekki sáttur við ríkisstjórnina og hvernig þau forgangsraða verða þau að klára verkið.
Svo skil ég ekki skoðanakannanir er bara hringt í flokksbundna Sjálfstæðismenn þetta er svo mikið útúr kú. Það getur ekki verið að fólk hafi ekki lengra minni en þetta. Allavega þetta er eitthvað skrýtið.
 Svo þetta með forseta kosningarnar ætlar fólk virkilega að kjósa sjónvarpsstjörnu sem forseta, er fólk ekkert að kanna hvað aðrir standa fyrir áður en það lætur skoðun sína í ljós.


 


 


 

26.04.2012 22:58

Unga stúlkan

Stundum veit maður ekki  hvernig á að haga sér og verður vandræðalegur.



En þau eru ekki í vandræðum með að láta mynda sig.

Nokkrar myndir í viðbót inni á albúminu.

14.04.2012 18:02

Bara smá

Ég var að setja inn nokkrar myndir sem ég hef verið að taka á símann í vetur myndgæðin eru svona og svona en allt í lagi. 


Ég skrifa einhverntíma athugasemdir við þær.

Annars er lítið að frétta ég tognaði illa um daginn en er búinn að jafna mig, komst á Geirmundartind í dag eftir 12 daga hlé og fann ekkert til sem betur fer.  Það eru komnar 41 ferð á fjallið á árinu þannig að þetta gengur bara vel.


Farið vel með ykkur, 



28.03.2012 16:27

Mottumars

Þetta er nú á léttu nótunum var að setja inn myndir af sjálfum mér gera mig að fífli.



Var að raka af mér skeggið í áföngum, spurning hvort maður ætti að hafa svona til framtíðar.



Gerði það fyrir Kristínu svona í tilefni dagsins að raka mig .Farið vel með ykkur

18.03.2012 16:14

Hitt og þetta

Þetta er svona dagur milli næturvakta sem ég kalla ónýtann dag, þannig séð hann fer í svefn og höfuðverk og bið eftir seinni vaktinni. En svona er þetta ég verð kominn í frí á morgun. Fjórir dagar sem ég verð að nýta vel, því eftir næstu törn fer ég í vetrarfrí. Og uppúr því verður vonandi komin betri tíð og fleiri fjöll sem hægt er að troða á með skítugum skónum. Ég er byrjaður að skoða í bókum og landakortum fjöll og gönguleiðir sem ég ætla að fara í sumar en það verður sennilega farið víðar en undanfarin ár. En samt ætla ég ekki að missa mig í þessu frekar en öðru.
Það fer að styttast í fjölgun í fjölskyldunni og það verður gaman að því, kannski að  strákarnir þvælist eitthvað með afa sínum í sumar, en það er eftir að ræða.
 

Kristín verður fullorðin eftir tíu daga og ég er alveg lens hvað á að gefa henni. Hvað gefur maður eiginlega konu sem á mann eins og mig, hvers þarfnast hún eiginlega meira ? DJÓKUR

Jæja var að spá i að þurrka þetta út en læt það vera. Kannski koma einhverjar hugmyndir.


Í stóriðjuskólanum er verið að kenna á tölvur og ég er ekki góður í því fagi, er ekki með þolinmæði í þetta en samt síast eitthvað inn í heilagrautinn og þar blandast það öðru, en þetta er allt að koma.
Þetta er nóg í bili farið vel með ykkur.

 

 

 

13.03.2012 18:57

Mars





Við renndum norður um helgina þar sem við vorum bæði í fríi. Það er skemmst frá því að segja að það var leiðinda veður mest alla helgina en svona er þetta ekkert við því að gera. 
Við tókum nokkrar myndir og eru þær komnar inná albúmið. Ég mun skrifa skýringar við myndirnar við tækifæri.
Annars er lítið að gerast núna það er búið að vera eitthvað þreituslen á mér og stundum þarf ég að beita mig hörðu að koma mér af stað en ég vona að þetta fari að lagast. 

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 375
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 4535
Samtals gestir: 226
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:55:28

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar