Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
Færslur: 2011 Janúar29.01.2011 20:25Mikið að geraÉg er ekki að standa mig hérna á þessari síðu.Ég hef það sem afsökun að ég hef haft mikið að gera, en oft hefur mig langað til að skrifa um það sem ploppar upp svona í dægurþrasinu en það eru kannski nógir til þess að velta sér upp úr neikvæðninni,svo ég bætist ekki við.Annars er ég að safna skeggi, mér finnst þetta hræðilega ljótt en það verður að hafa sinn gang þangað til ég gefst upp á þessari vitleysu og raka mig.Kristín er að horfa á söngvakeppni og þá kemst ekkert annað að. Jæja best að finna einhverja mynd til að verðlauna ykkur fyrir að lesa þetta. 16.01.2011 13:41SunnudagurFór í göngu snemma í morgun var þrjá tíma.Fór á Háhnjúk og svo yfir á Geirmundartind.Það var svarta þoka þarna uppi en ágætis gönguveður að öðru leiti.Gekk hluta úr leiðinni með fólki úr bænum sem var tilbreyting en það hentar mér ekki að ganga í hóp.Er núna að horfa á mína menn (þar sem herra TITUS BRAMBLE er fyrirliði) gera jafntefli við Newcastle. Skrifað af Árni Magnús 09.01.2011 17:19HelginHelgin er búin að vera ágæt nemahvað Sunderland tapaði í bikarnum en þá er bara að einbeita sér að englandsmeistaratitlinum.(langt orð) Fór uppá Háahnjúk í gær og í dag fór ég á báða tindana var rúma þrjá tíma á göngu.Er þokkalega sáttur við formið á mér en þarf að bæta mig.Það er skítakuldi en er feginn að eiga góð útiföt.Vinnutörn á morgun vona að það verði allt í klessu þarna uppfrá svo það verði eitthvað að gera.Farið vel með ykkur þið fjögur sem lesið þetta.
Flettingar í dag: 258 Gestir í dag: 12 Flettingar í gær: 693 Gestir í gær: 10 Samtals flettingar: 4319 Samtals gestir: 220 Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:22:57 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is