Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
Færslur: 2011 Febrúar24.02.2011 21:22SkipFór í göngu áðan niður að höfn og ætlaði að taka myndir af loðnuskipunum en myndavélin mín hentar ekki vel í myrkri. Fer einhverntima í björtu og tek nokkrar myndir af bátunum í höfninni. En þó ótrúlegt sé hef ég ekki tekið margar myndir af bátunum hérna.Fann eina frá Drangsnesi sem ég sýni ykkur. 22.02.2011 20:50GangaJæja þá er skráningunni í lífshlaupinu lokið það var síðasti dagurinn í dag.Ég fór 12 sinnum í göngu á þessum 3 vikum alls 1335 mínútur sem er bara ágætt finnst mér. Það var ákveðið í vinnunni að fara saman í göngu á Akrafjallið í gær það mættu fáir og sennilega fer ég frekar einn en að fara aftur með þeim sem skipulögðu þetta enda var þessi ganga hálf einmanaleg en hún fer í reynslubankann. Fór svo á Háahnjúk seinnipartinn var 40 mínútur upp 65 mínútur báðar leiðir sem er gott miðað við færð hjá mér. ![]() 17.02.2011 22:36FundurVar að koma af fundi í bíóhöllinni sem verkalýðsfélagið stóð fyrir.Vilhjálmur fór yfir stöðu kjaramála og mæltist honum vel að enda strigakjaftur ef hann vill það viðhafa.Þetta er skrítin staða ef forysta verkalíðshreyfingarinnar er ekki að vinna fyrir okkur og hafa okkar hagsmuni í fyrirrúmi.En aftur og enn hver kaus þetta lið til forystu? Lýðræðið er alltaf að koma í bakið á okkur enda er vaninn og óttinn við breytingar sterkasta vopn forustunnar í þessu landi.Okkur er sama hvernig ástandið er bara ef það versnar ekki,við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum.Ef allt færi á versta veg gætum við jafnvel fengið fleiri Jóna Gnarra og það vill enginn. Nóg í bili Skrifað af Árni Magnús 15.02.2011 20:34Skreppitúr heimVið hjónakornin tókum frídaginn okkar snemma og skelltum okkur norður að kíkja á óðalið.Við fengum gott veður og góða færð.Kristin tók nokkrar myndir sem ég setti inní albúmið. Afhverju á að setja æseif í þjóðaratkvæðagreiðslu ?Eru ekki 63 einstaklingar á þingi sem við kusum (þú líka) sem eiga að taka svona ákvarðanir? Er þeim ekki treystandi ? Þá er okkur ekki treystandi til að kjósa rétt,er það? ![]() 09.02.2011 14:11LÍfshlaupiðVar að skrá mig í lífshlaupið hjá norðurál og er í hópnum Cvakt.Það ýtir kannski við mér að ég verði enn duglegri að hreyfa mig. En það sem háir mér mest er hvað mér finnst ægilega gott að borða og Kristínu finnst gaman að gefa mér góðan mat.En það þýðir ekkert að gefast upp bara að halda áfram.Steini minn er að taka í gegn hjá sér baðherbergið og börnin þeirra voru hjá okkur um helgina. Það gekk fínnt enda ekki að búast við öðru.Setti inn nokkrar myndir. ![]() 05.02.2011 10:10Sama húsÉg tók þessa mynd af vefnum hjá Jóni þarna sést sama húsið og á myndinni þar fyrir neðan.Ég man óljóst eftir því þegar pabbi var að flytja það þarna uppeftir,og svo fékk hann sag úr draugó til að nota sem einangrun ef ég man rétt.
Flettingar í dag: 213 Gestir í dag: 12 Flettingar í gær: 693 Gestir í gær: 10 Samtals flettingar: 4274 Samtals gestir: 220 Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:01:29 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is