Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
Færslur: 2011 Apríl30.04.2011 12:52Vorið lætur bíða eftir sérÉg skrapp norður að ná í Rauð og kom til baka í morgun. Það var slydda alla leiðina en ekkert festi á veginn.Ég fór áðan að aðstoða pabba í fjárhúsinu og tók nokkrar myndir ![]() séð inn garðann ![]() líst ekkert á veðrið ![]() komið folald 27.04.2011 12:07FríJæja þá er ég kominn í 5 daga frí og mig langar norður.En maður ætti kannski frekar að taka það rólega og stunda göngu og útiveru og hollar matarvenjur.Það spáir skítaveðri á morgun en annars held ég það verði slarkfært hina dagana til fjallgöngu. Gabríel var hjá okkur í sólarhring og meira hvað sá drengur ætlar að verða fljótur að verða fullorðinn nema maður eldist svona hratt sjálfur. Annars látiði mig vita ef einhver verður á ferðinni norður á fimmtudag eða föstudag, þarf allavega að ná í Rauð til Hólmavíkur. 24.04.2011 18:25PáskarFór í göngu um nágrennið að skoða og rifja upp hvernig gönguleiðir eru kringum bústaðinn. Setti líka inn á albúmið fleiri myndir og einnig eitt myndband. Þetta er mynd tekin fram Þiðriksvalladal. Þetta er fórnin fyrir rafmagnið. 21.04.2011 11:25sumardagurinn fyrstiGleðilegt sumar. Við erum á þvælingi núna fram og til baka.Það er frekar blautt fyrir norðan og það er ýmislegt sem þarf að laga kringum húsið okkar til að bæta aðgengið en það kemur. Rafmagnið er komið inn og það er sko munur þó maður sakni þess að þurfa að hlýja Stínu.Djókur. set inn mynd af vorinu. 18.04.2011 20:05RauðurHef verið að vinna í húsbílnum ef hægt er að kalla hann það alveg innréttingalaus og notaður sem timburflutningabíll er hægt að komast neðar sem bíll,en þetta kemur allt með kalda vatninu.Stefnan er tekinn að nota Rauð meira þetta árið en í fyrra.Hvað sem verður.Ég fór með hann í skoðun í dag og fékk grænan miða, nokkur atriði sem þarf að laga ekkert stórvægilegt. Annars vorum við að spá í að seljann en ég veit ekki skoða allt. Að öðru ef einhverjum vanntar ljósavél getiði haft samband við mig þarf að losa mig við eina gott eintak og verður sko ekki gefins.Tek mynd af henni seinna. Farið vel með ykkur.(á kannski að segja eins og Jónas ;passiði ykkur á myrkrinu;) 17.04.2011 17:13FermingÞað hefur aldeilis ræst úr þessu með fermingarveislurnar. Ég var að koma úr einni áðan og svo er ein í viðbót á fimmtudag. Ég er að fara á síðustu vaktina í þessari törn á eftir, er lítið sofin og vona að það verði nóg að gera í vinnunni svo ég haldist vakandi því mér finnst hálf aumkunarvert að vera hálf sofandi inná kaffistofu hálfa vaktina.Ég tek svo vetrarfrí um páskana er heppinn að hafa pantað þann tíma í janúar. Annars er allt fínnt og ASÍ og SA eru í pásu en ætli þau taki ekki saman eftir helgi eins og önnur ástfangin pör. Annars var gott að vita af þér frænka að þú fylgist með þykir vænt um það. Gott í bili. 15.04.2011 15:54LauninÉg hef verið að velta því fyrir mér út á hvað þessar samningaviðræður milli ASÍ og SA eiga að þýða, ég get ekki skilið um hvað þessir aðilar séu að semja. Því allur málflutningur þeirra er þannig að þeir verði að vera sammála og enginn ágreiningur milli þeirra.Það eru stjórnvöld sem eru gagnaðilinn sem ég skil ekki hvers vegna má ekki breyta kvótakerfinu við hvað eru menn hræddir. Menn vissu að þjóðin á auðlindirnar og hefðu ekki átt að veðsetja fiskinn í sjónum ef þeir eru ekki borgunar menn fyrir því. Það verður alltaf að veiða fiskinn. Óþarfi að menn sem eru hættir útgerð séu að græða á kvótabraski. Annars er það skrítið að fyrirtæki sem eru að skila hagnaði skuli ekki sjá sóma sinn í því að hækka launin hjá sínu fólki. Því er nefnilega alltaf haldið fram á tyllidögum að mannauður fyrirtækja haldi þeim uppi og sé undirstaða alls.Ég get bara ekki skilið þetta og nú á múta fólki með eingreiðslu 50.000 hver sættir sig við þetta? Við fáum þó vonandi að greiða atkvæði um samningana. En ég veit ekki hvernig þetta er, skil ekki hvernig allt er orðið og hvernig þetta gat orðið svona. Sárast af öllu er það að það skiftir ekki máli þó skipt sé um stjórnendur í þessu þjóðfélagi, þeir eru allir eins meira segja trúðarnir í borginni umbreyttust á meðan atkvæðin voru talin í kosningunum þar. Enda er þetta ekki eðlilegt. Ég held að við ættum að lækka launin hjá þessu fólki þannig að fólk með hugsjón og réttlætistilfinningu nái að komast að og koma sínu fram.Það verður að fara að koma fólk fram sem hefur einlægan á huga að bæta lífskjörin hérna,Því það eru nógir peningar til, þeim er bara svo misskipt milli fólks. Farið svo vel með ykkur það gerir það enginn betur en þið sjálf. 12.04.2011 09:52KlakiFórum norður um helgina ætluðum að taka það rólega en nóg að gera. Það var enn klaki í jörð kringum húsið okkar og vatnið freðið. Þannig að ég þarf að gera eitthvað til þess að koma í veg fyrir það í framtíðinni annars var þetta mjög fínnt og gott að vera þarna í kyrrðinni.Við heimsóttum helstu staði og fórum í göngu upp í borgir en Kristínu finnst það fíluferð norður ef hún kemst ekki að kvitta í bókina sem er þar.Það var spennandi ferð suður á sunnudaginn hífandi rok og það tók verulega í bílinn á leiðinni bara gaman fannst mér en ekki allir sammála um það.Förum sennilega aftur norður eftir næstu helgi en sjáum til með það. ![]() ![]() 06.04.2011 11:21Einn af þessum dögumEr að fara á næturvaktir í kvöld og annað kvöld. Er búinn að hafa það náðugt í dag hef einhvern vegin ekki kraft í mér til að fara í göngu í dag, leiðinda veður eða réttara sagt allskonar veður. Fór að kjósa í morgun, mér finnst að fólk eigi að kjósa eða skila auðu eftir því sem fólk vill enda skylda í lýðræðisþjóðfélagi eins og Íslandi. Svo er annað mál ef fólk kemst ekki af einhverjum ástæðum. Annars er ég ekki sáttur við þessar kosningar finnst að þingmennirnir eigi að taka svona ákvarðanir. Það var meiri hluti þjóðarinnar sem kaus þá (þó ég hafi ekki gert það skilaði auðu þá enda bara kjánar í framboði) en meirihlutinn ræður og þar stendur hnífurinn í kúnni. Annars get ég ekki ráðlagt neinum hvað sé best að kjósa enda báðir kostir slæmir. Ég hef verið að vinna með hinum og þessum í vinnunni sem er svo sem ágætt en lýandi til lengdar er orðinn þreyttur á því að geta ekki gengið að hlutunum vísum frá degi til dags enda vil ég geta stjórnað því sem mér viðkemur eins og hægt er,ömurlegt að hafa kannski ekkert að gera stóran hluta dagsins en svo í restina er allt á síðustu stundu og maður fer óánægður heim með lélegt dagsverk.Þetta þarf ekki að vera svona en það þýðir ekki að tala um það.Það virðast allir ánægðir með það sem ég geri nema ég sjálfur.Kannski er best að loka bara á þetta og fara að mæta með bók í vinnuna. Annars hef ég verið að skrifa niður hvað ég hef verið að vinna og hvað ég tel að megi betur fara, veit ekki hvað ég geri við það en kannski er það best geymt niðrí skúffu enda á ég víst ekki að skipta mér af málum sem mér koma ekki við. EN ENDILEGA MUNIÐ AÐ KJÓSA 03.04.2011 18:2930Ég er búinn að fara 30 ferðir uppá Háahnjúk frá áramótum sáttur með það en það gerir rúmlega 2 ferðir á viku.Sem er ágætt finnst mér.Annars hefur verið rólegt hjá mér ætlaði að ganga meira um helgina en hlutirnir fara oft öðruvísi en maður ætlar sér.Ég hef verið að vinna aðeins í Bensanum og er að hugsa um að setja hann á skrá seinna í apríl ef ég verð búinn að laga hann.Annars er bara rólegt er að vona að ég fái rafmagn í bústaðinn fyrir páska ef ekki þá hefur það bara sinn gang.Er búinn að bíða frá því í nóvember eftir lóðaleigusamningnum en ekkert gerist .Skil ekki hvað er að gerast í þessu máli.
Flettingar í dag: 213 Gestir í dag: 12 Flettingar í gær: 693 Gestir í gær: 10 Samtals flettingar: 4274 Samtals gestir: 220 Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:01:29 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is