Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

Færslur: 2011 Maí

27.05.2011 20:31

Kominn í sumarfrí

Jæja þá er ég kominn í sumarfrí er búinn að fara norður með timbur og dót.Svo förum við Kristín sennilega aftur norður eftir helgi eða jafnvel á sunnudag hver veit.Það er orðið ansi þröngt í litla húsinu okkar fyrir norðan og kannski ætti maður að fara að hægja á sér í söfnun á húsbúnaði,en svona er þetta það er verið að nýta það sem til fellur.
Ég fór í golf  í gær og gekk bara vel og svo færði ég skorið inná síðuna hjá golf.is og er forgjöfin núna 25 sem er góð bæting á einu ári svo er bara að ná henni niður fyrir 20 fyrir haustið.
Gabríel gistir hérna svo afi verði ekki einn, hann er núna að horfa á teiknimynd og orðinn frekar þreytulegur .
Farið vel með ykkur.

23.05.2011 15:40

Stöð 2

Við höfum verið áskrifendur af stöð 2 og sport 2 undanfarin ár en tekið hlé yfir sumarmánuðina þar sem við erum ekki mikið að liggja yfir sjónvarpinu á sumrin.
Ég hringdi í áskriftardeildina hjá 365 föstudaginn 13.til að segja áskriftinni upp frá 1.júní en var sagt að ég væri of seinn að segja upp,ég spurði þá hvort ég gæti ekki bara átt inneign hjá þeim fram á haustið en daman sagði nei það er ekki hægt. Þannig að mér finnst að það sé verið að fara illa með mig í sambandi við þetta. En allt í lagi ég þarf ekki á þessu að halda frekar en reykja eða drekka vín og hætti bara þessu líka. Enda er kannski tímanum betur varið við eitthvað annað en sjónvarpsgláp.
Við höfum verið að borga um 10 þúsund á mánuði í þessa áskrift það gera 100 þúsund á ári á 10 árum gerir það milljón og eflaust munar um það.
Jæja annars er allt í fína á tvær vaktir eftir svo er ég kominn í sumarfrí. Og geri ráð fyrir að fara norður á miðvikudag og vera þar einhvern tíma.

19.05.2011 20:16

Norðaustan stinningskaldi

Ég var fyrir norðan í þrjá daga og fékk hressilegt veður en það var fínnt ég er ánægður með hvernig  Skjólið er eftir að við tókum inn rafmagnið.Nenni annars ekki að skrifa mikið núna var að koma frá því að hjálpa Þurý við að flytja.Það aldeilis munur hjá henni að komast á eina hæð og losna við stigana.



Skyldi Gústi frændi ekki vita af þessari.




Þennan sá ég á leiðinni.Ég held það sé mikil vinna eftir í þessum.

10.05.2011 20:44

Þriðjudagur

Alveg er það frábært hvernig ég hef hagað mér. Ekkert  gert undanfarna daga nema það sem mér hefur langað til. Hef stundað göngu, hjólreiðar og bílaviðgerðir svona í bland. Svo er ég búinn að vera duglegur að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Kannski ættu að vera verðlaun fyrir það svo maður hefði eitthvað að stefna að, þá gæti maður farið að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Annars er allt rólegt í kringum mig og ég stefni að því að fara norður í næstu viku og vera nokkra daga. Það er að styttast í sumarfrí hjá okkur ætli það fari ekki mest í það að lækka forgjöfina annars veit ég ekki alveg hvað við gerum lítið spáð í það ennþá.
Ég sá í gær í þættinum Ísland í dag þegar það var verið að ræða um komment sem fólk setur við fréttir hjá vefblöðunum og við bloggsíður hjá einstaklingum. Ég held að mörg af þessum kommentum séu skrifuð í hita leiksins og lítt ígrunduð enda hlítur að vera erfitt hjá þessu fólki að þurfa að lesa skítinn sem hefur runnið upp úr því daginn eftir.
 En eigendur síðunnar eru þeir sem bera ábyrgð á því sem stendur þar og ef eitthvað stendur þar hlítur það að endurspegla skoðun eigandans eða er það ekki, ég held það nema hann svari því og komi sinni skoðun á framfæri. Því skoðanaskifti eru af því góða og ekkert nema gott um það að segja, en leiðinlegt ef það bitnar á þriðja aðila. Svona smáhugleiðing um ábyrgð því ekki viljum við meiða neinn, er það?

06.05.2011 20:51

Blíða í dag













Ég fekk Daníel í heimsókn í dag og við ákváðum að fara að kíkja á lífið og tilveruna og fórum í sveitina að kíkja á dýrin og svo fórum við aðeins niðrí fjöru þar sem Daníel smakkaði á sjónum.
Setti inn nokkrar myndir af ævintýrum okkar.

01.05.2011 10:17

1.Maí






Svona leit út í morgun allt hvítt.En þetta verður fljótt að fara, því sumarið er hrekkjótt og kemur svo á morgun vona ég.
Ég hef oft ætlað að skrifa um atvinnumál og svoleiðis og ekki lagt að fullu í það vegna þess að ég nenni ekki að standa í þrasi.En ég mun samt skrifa nokkrar línur í tilefni dagsins og kannski verður meira síðar.
Ég heyrði í þætti Sigurjóns á Bylgjunni í morgun talað við mann sem er duglegur að reikna og hann sagði að við værum ekki í góðum málum og við værum enn að safna skuldum og hann lýsti því að þessi atvinnuleið væri ekki svo sniðug þegar upp væri staðið.
Enda er það rétt ef maður hugsar þetta í víðara samhengi.Hann taldi einnig að launahækkanir væru ekki rétta leiðin sem er sennilega rétt líka. Enda er það þannig ef maður ætlar að safna pening og eignast eitthvað  verður maður að minnka útgjöldin eða auka við sig vinnuna en við það minnka lífsgæðin.Þess vegna er betra að minnka skattana og allskonar gjöld.Samt finnst mér að fyrirtæki sem hafa verið að græða á útflutningi eigi að umbuna sínu fólki annað er ræfilsháttur.

Atvinnuleiðin gengur út á þetta.
Tölum um fjölskyldu .Fjölskyldufaðirinn skrifaði upp á lán hjá gömlum drykkjufélaga sem féll svo á hann drykkjufélaginn neitar að borga og felur sig í útlöndum. En fjölskyldan situr í súpunni. Allir fjölskyldunni eru ákveðnir í að standa sig en einn er atvinnulaus og enga vinnu að fá. Hvað á að gera fyrir hann láta hann hafa vasapeninga eða búa til vinnu fyrir hann með því að taka lán og auka með því enn meira á skuldirnar.  Þetta er það sem um er að ræða verkefnin til dæmis eru vegaframkvæmdir og jarðgangnagerð  óarðbær og munu aðeins auka á skuldirnar.Vísitalan hækkar og útgjöld heimilanna líka í samræmi við það. Þess vegna er betra að lækka skattana og þá ætti vísitalan að lækka og útgjöldin um leið.
Skyldi þetta einhver?
  • 1
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 693
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 4274
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:01:29

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar