Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

Færslur: 2011 Júní

29.06.2011 11:16

Fundur

Það er fundur hjá verkalýðsfélagi Akraness í kvöld um kjaramál hjá Norðurál. Ég kemst ekki vegna þess að ég er að vinna, en ég vona samt að allir sem eiga þess einhvern kost mæti. Það hlítur að vera erfitt fyrir forystu okkar að vinna fyrir okkur í kjaramálum ef  fólk sér ekki sóma sinn í því að mæta á fundi þegar svona mikið er undir og sýna samstöðu.
Ég er búinn að vinna hjá NA. í 6 ár og hefur líkað það ágætlega og er þetta nokkuð fjölbreytt vinna stundum erfið oftast svona la la. Ég hef reynt að vera svona jákvæður fyrir vinnunni þarna og ekki verið að velta mér uppúr því neikvæða sem er vissulega til staðar enda stór vinnustaður.
En það þarf að semja um laun sem eru sanngjörn og sambærileg við aðrar stóriðjur hérna. Það er ekki hægt að segja það að það sé verið að borga góð laun ef uppistaðan í laununum er yfirvinna og bónusar. Það eru álagslaun sem eru ósanngjörn í eðli sínu og ættu ekki að þurfa að vera. Ef það er þannig að ekki er hægt að vinna það sem þarf að vinna á venjulegum vinnutíma þarf að ráða fleira fólk ekki auka álagið á þá sem fyrir eru, enda bitnar aukið álag oft misjafnlega á fólki því miður og svo hefur þetta áhrif á heilsu fólks til lengri tíma. EN ALLIR AÐ MÆTA 'A FUNDINN .
Annars er allt gott að frétta af mér ég er búinn með sumarfríið og kominn á fullu í vinnunni.
Fór á Akrafjall í morgun soldið kalt en í lagi miðað við mars ekki júní.
Farið vel með ykkur það gerir enginn annar betur.

19.06.2011 21:10

Eldhúsið

Við höfum verið að laga til og gera meira pláss í þessu litla rými hérna hjá okkur og það hefur kostað mikið meiri vinnu en maður hélt en árangurinn er ágætur finnst okkur og núna erum við hætt þessu hérna innandyra.(held ég) Á sautjánda júní fórum við á kaffihlaðborð á Sævangi og þar var mættur þriðjungur af 62 árganginum sem útskrifaðist hérna frá Hólmavík á sínum tíma vil ekki muna hvað er langt síðan. Fórum síðan rúnnt inní Kollafjörð og tók aðeins eina mynd, þ.e. af húsinu á Kollafjarðarnesi. Setti inn nokkrar myndir.






13.06.2011 18:30

Hvalfell

Við skelltum okkur inní Hvalfjörð í dag og gengum uppá Hvalfell. Fengum gott veður og þetta var góður dagur þó sólina vantaði.Ég setti inn tvö myndbönd og nokkrar myndir en bætti þeim í albúmið Fjöll.











10.06.2011 07:09

Við komum suður á miðvikudag og ég beint uppá Akrafjall og ég var hræddur um að það vantaði uppá úthaldið en það var ástæðulaus ótti var 39 mínútur upp sem er gott hjá mér miðað við mótvindin sem var. Annars fórum við suðureftir í gær og kíktum á Ástu og Margeir sem voru bara hress miðað við veikindi Ástu en hún er öll að koma til eins og vanalega. Tók nokkrar myndir þegar við Margeir fórum bryggjurúnt og svo af Ástu Kristínu og Ástu Bjarnadóttur.






04.06.2011 15:09

Drangsneshringurinn

Við fórum á rúntinn í dag og tókum myndir. Þær skýra sig að mestu sjálfar en ég þarf að skrifa athugasemdir við eitthvað af þeim vegna þess að Lillý vill það og hún hefur oftast rétt fyrir sér.En það verður að bíða eitthvað.Myndirnar eru teknar frá Bjarnanesi að Kaldbakshorni svo á Bassastöðum og Kálfanesi. Flestar eru myndirnar frá Kaldrananesi og er ég gáttaður á umgengninni þar á þessu höfuðbóli ættarinnar og hananú drullist til að taka til og látið ekki verðmætin grotna niður og brennið hinu (Taki til sín sem eiga það) .Sorglegast er þó að sjá kirkjuna, betra hefði verið að eiga ekkert við hana en sjá hana svona sem er leiðinlegt, aldrei gengið frá neinu og leiðin í garðinum segi ekki meir.En uppbyggingin á Hóli og lagfæringarnar við sundlauginni sýna að einhver framkvæmdahugur er í fólki þarna sem er gott.

03.06.2011 07:08

Myndir






Höfum verið að taka til og snyrta kringum okkur þetta er að verða voðalega fínnt, nú er bara að bíða eftir góða veðrinu sem er á leiðinni.

01.06.2011 06:21

Skeljavík

Við komum á sunnudag hingað norður í þessari törn og það má segja það að það er búið að vera brjálað að gera við að ditta að og laga í kringum okkur og ég held að ég sé að taka þetta full alvarlega því ég næ ekki að sofa nema til 6 á morgnanna og verð að laumast um til að vekja ekki hana Kristínu sem er rólegri yfir þessu.
Við fórum í golfkennslu á mánudag og höfðum gott af því,það er nefnilega gott að fá utanaðkomandi mann sem hefur vit á þessu til að segja manni til og snúa ofanaf vitleysunum sem var nóg af.
Annars er allt gott við förum vonandi að taka því rólegar þetta er að verða fínnt hjá okkur nema plássið er of lítið og draslið flæðir út um dyrnar, verðum að sætta okkur við það í sumar. Ég þarf að fara að taka myndir til að setja hérna inn, hef ekki gefið mér tima í það en það kemur fljótlega.
  • 1
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 693
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 4274
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:01:29

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar