Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

Færslur: 2011 Júlí

30.07.2011 21:41

Skjólbrekka




Þegar við mættum hingað norður var þetta skilti við útidyrnar. Það er framleitt af henni Ásdísi Jónsdóttur og kann ég henni bestu þakkir fyrir það enda er hún snillingur.
Þetta var hálf skrítinn dagur í dag hann var svo fljótur að líða, td. hringdi ég í Bigga frænda og var háfhræddur um að ég væri að vekja hann en ég áttaði mig ekki á því að klukkan var orðinn hálf tvö. Seinni partinn fórum við að veiða uppá vatni og Kristín veiddi silung en ég varð ekki var. Silungurinn bragðaðist svo mjög vel en við höfðum hann í forrétt  á undan grillkjötinu.
Það er búið að vera mjög gott veður í dag og brann ég á skallanum enn eina ferðina, þarf að fara að fá mér derhúfu. Annars heyrist mér á veðurspánni að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af sólbruna á næstunni. 

25.07.2011 19:48

Framtaksleysi

Ég veit ekki hvort ég geti sagt að ég sé framtakslaus allavega er ég að gera fullt af hlutum sem mig hefur langað til að gera. En samt er ég alltaf að trassa eitthvað sem ég ætlaði að vera búinn að gera. Ég ætlaði að vera duglegur að skrifa hérna, en má einhvern veginn ekki vera að því sem ég skil ekki því nógur er tíminn og kannski þarf æfingu í þessu eins og öðru. Ætli þetta sé ekki í og með hræðsla um að það hljómi fíflalega það sem maður skrifar. Jæja hætti að bulla.
Við vorum á ferðinni um og fyrir helgina og svo fór ég í fjallgöngu með Nonna á Berginu og þið sem sáuð myndirnar og myndbandið hjá honum getið rétt ímyndað ykkur hvað mér fannst þetta gaman en brosið er enn á mér. Þetta var ekki mjög erfið ganga en sums staðar soldið klifur og príl. Á nokkrum stöðum fannst mér þetta varasamt og ekki hefði ég farið einn þar sem brattast var heldur bara snúið við enda ókunnugur þarna. En samt þetta var FRÁBÆRT.
Ég setti inn myndir hjá mér og svo eru fullt af myndum hjá Jóni.











 

Setti inn tvær gamlar myndir sem ég ljósmyndaði svona til að prófa hvort þetta sé hægt.

14.07.2011 20:06

Til umhugsunar



Þetta er Gullborgin nýmáluð og fín,gaman hefði verið að Hilmir hefði fengið svona meðferð en sennilega er þar sinnuleysi um að kenna.
Annars að öðru ég hef verið að hugsa um það hvað allt er orðið skrítið í þessu þjóðfélagi. Það...............................  Ég var búinn að skrifa helling en ákvað þurrka það út kemur seinna.

05.07.2011 14:25

Heiðarhorn




Þennann fjallstind sé ég útum eldhúsgluggann hjá mér, og þegar það er gott veður dreymir mig um að fara þarna upp og það gerði ég áðan.Þetta er Heiðarhorn og er 1053 metrar á hæð. Þetta var í annað sinn sem ég fer þarna upp , fór í fyrra líka og er ekki málið að fara þetta árlega, til sextugs.







Þetta er Skessuhorn séð af Heiðarhorni


01.07.2011 22:44

Plank á Hamingjudögum

Þá eru það hamingjudagar fórum að kíkja á dagskrána í kvöld og þar var hópplank sem ég tók þátt í og ætli það hafi ekki verið sett íslandsmet vona það.





Það var komið töluvert af fólki og ágætisveður þannig að þetta lítur bara vel út.





Daníel er með okkur og hann er eins og heima hjá sér þarna á Klifstúninu prílar og hleypur um og skemmtir sér.
  • 1
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 693
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 4274
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:01:29

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar