Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
Færslur: 2011 Október30.10.2011 14:25HeimsóknÞau Daníel, Ásta Kristín og Gabríel stilla sér hérna upp til að sýna peysurnar sem amma þeirra prjónaði á þau. Það tók nokkurn tíma og mútur að fá þau til að vera kyrr en það tókst að lokum og ísbyrgðirnar rýrnuðu talsvert því fullorðna fólkið sem var statt þarna líka vildi ekki verða útundan. Annars er ég alltaf með hálfgerðann móral útaf þessari síðu, mér finnst að fyrst ég er með hana á annað borð hafi ég skyldu að setja eitthvað inná hana reglulega. En það er eins og það er dagarnir eru hver öðrum líkir og sumt sem maður er að hugsa er betra að hafa fyrir sjálfan sig og sína. Þess vegna er bloggið kannski eins og það er hjá mér. En ég ætla samt ekki að hætta þessu fólk hefur orðið það lítið samband að það getur allavega þvælst hérna inn og fylgst með sem er ágætt í sjálfu sér, en gaman væri að fá halló oftar og sjá hverjir fylgjast með.Farið vel með ykkur því þið gerið það bezt sjálf. 23.10.2011 18:37SunnudagurFór í göngu uppá Akrafjall seinnipartinn og ég fór fyrst inn Berjadalinn og svo til baka uppá fjallinu . Það var frekar kalt og það tók soldið í að labba í mosanum upp dalinn. Ég tók myndir á símann en sólin var komin heldur neðarlega. Í landanum var verið að tala um viðarkyndingu, kannski ættu Hólmvíkingar að spá í það nóg er af timbrinu í Strandasýslu en sennilega yrði það dýrt ef einhver vildi nýta það. 19.10.2011 12:47GangaFór áðan í göngu uppá Akrafjall það er mjög gott veður en skyggnið hefði mátt vera betra. Á þessari mynd sést inn í Hvalfjörð og fjallstopparnir eru ógreinilegir vegna birtuskilyrða. Golfvöllurinn og túnin eru ennþá græn. Í þetta sinn kom ég hérna ofanaf fjallinu, þetta er ofan við Rein töluvert bratt en gaman að renna sér í hlíðinni mynnir á gamla skíðatakta. 16.10.2011 19:00Gamlar myndirÉg var að fletta í gömlu albúmi og tók þessar myndir gæðin eru mjög léleg en ég vona að fólkið þekkist. Ég þyrfti að komast í að skanna myndir einhverntíma. Þessi er óskýr en hún varð að fylgja, reyni seinna að koma betri myndum inn. 16.10.2011 13:55HaustÉg fór norður fyrir helgi og kom til baka í gærkveldi, það spáði svo illa fyrir daginn í dag. Það er að koma vetur og samt er maður alltaf að vona að hann dragist eitthvað. Þetta er Stakkanes og haugurinn sem er búið að setja þarna þar sem brúin mun koma. Þarna er annar Saab uppi á gám neðan við Fyllingu. 05.10.2011 16:22BæjarlabbFór í dag hringferð um bæinn og tók nokkrar myndir og set þær inn á albúmið. Mig minnir að það sé annar svona Saab á Hólmavík. Hálfvitinn og vitinn Farið að grána í fjallinu. Óskar Úlfar og Brútus 04.10.2011 14:14Fjörulabb![]() Ég fór í göngutúr áðan og fór út á æðarodda. Ég tók nokkrar myndir og setti þær inná albúmið það er gaman að ganga þessa leið margt að sjá og þægilegt að ganga þetta .Þetta voru u.þ.b. 11 km. sem ég fór. ![]() Sjórinn kroppar sífellt meira í landið. (verst að geta ekki kennt rollunum um þetta) ![]() Heyrúlla í endurvinnslu. 01.10.2011 14:57MótmæliEr að hlusta á fréttirnar skil ekki þessa þingmenn. Hvað er að þessu liði skilja þeir ekkert hvað er í gangi, hvers vegna fólk er að missa þolinmæðina? Þeir sitja og og eru í einhverri morfis ræðukeppni og meina ekkert hvað þeir segja og reyna að teigja lopann og fela aðgerðarleysið og ráðaleysið í staðinn fyrir að taka á hlutunum. Svo benda þeir á hvor annann og allir þykjast saklausir af aðgerðarleysinu og málþófinu sem auðkennir íslenzka pólitík. Ég held að þetta haldi bara áfram svona og mismunun og óréttlæti í þjóðfélaginu haldi áfram því miður. Allavega er ekki skilningur fyrir því að margt fólk er orðið mjög örvæntingarfullt og reitt yfir hvernig stjónmálamenn fara með vald sitt. Svona smá í tilefni dagsins,farið vel með ykkur. Skrifað af Árni Magnús
Flettingar í dag: 299 Gestir í dag: 12 Flettingar í gær: 693 Gestir í gær: 10 Samtals flettingar: 4360 Samtals gestir: 220 Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:44:19 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is