Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
Færslur: 2011 Nóvember30.11.2011 22:11ÁhugamálinÞá er búið að reka Bruce og löngu tímabært. Hann virtist ekki ná að láta liðið spila saman og það var kominn tími á hann. Enda er það leiðinlegt að vera með þokkalegan mannskap og ná ekki stöðugleika í liðið. En svo er spurningin hvaða snillingur tekur við Sunderland gaman væri að fá Roy Keane aftur allavega var liðið skemmtilegra meðan hann var með það. Þessi mynd var tekin fyrir 10 dögum túnið grænt hjá Haraldi en það er víst kominn vetur núna. Þetta er hluti af jólaundirbúningnum hjá mér að smakka kökurnar hennar Stínu. Svo fórum við í bæinn í gær og ég kíkti aðeins í boxin hjá Svölu en hún er hörku bakari líka. 29.11.2011 14:34Loksins snjórJæja þá er veturinn kominn og aðventan byrjuð, það er allt hvítt af snjó hérna og í morgun bar ég á gönguskíðin og fór síðan á skíði. Ég bjó til hring uppá golfvelli ca. 1 km. og skíðaði í einn og hálfan tíma það er hálf skrítið að fara sama hringinn aftur og aftur soldið einhæft . En þetta er fín hreyfing og það er aðal atriðið. Allavega betra en hlaupabrettið. Annars er lítið um að vera aðeins byrjaður að undirbúa jólin sem fellst í þvi að smakka smákökur og bíð núna eftir fleiri sortum til að prófa en Kristín er full róleg í bakstrinum, með þessu áframhaldi nær hún ekki einusinni tíu sortum en það er algjört lámark. Er það ekki ? Ætlaði að setja inn mynd en eitthvað ekki í lagi, eða bara klaufi. 19.11.2011 21:04HeimaslóðirKomum í gær hérna norður og mestur tíminn hefur farið í útiveru en það er stuttur birtutíminn á þessum árstíma. Og um að gera að nýta hann sem bezt ég fór í dag í göngu hérna uppá Skeljavíkur fjallið og tók fullt af myndum sem ég ætla að reyna að koma inná albúmið en er ekki viss um að það takist fyrr en eftir helgi, einnig tók ég myndband sem kemur sem fyrst. Þessi er í Kálfaneslæknum. 13.11.2011 20:12Yfirlit vikunnarSama sagan er latur að skrifa hérna.Ég er búinn að vera duglegur að hreifa mig í þessu fríi er búinn að fara fjórum sinnum uppá Akrafjall síðustu fimm daga og það er kominn þreyta í vöðvana nú hvíli ég tvo daga meðan ég er í vinnunni og verð orðinn góður.Það er galli við mig hvað ég er latur við að teija eftir göngur og stundum er erfitt að koma sér af stað í næsta skipti. En þetta hefst alltaf einhvern veginn.Það er alveg sama hvað ég hreyfi mig mikið ég léttist ekki um gramm er alltaf á svipuðum stað á viktinni, oft verið að spá í það hvernig ég liti út ef ég gæti ekki hreyft mig. Það er allavega gott að hafa heilsu til að hreyfa sig og gera það sem mig langar til. Ég fór í munnholsaðgerð á fimmtudaginn og er að jafna mig en verð að éta verkjalyf og bólgueyðandi töflur eins og ég er hrifinn að því meðan þetta er að gróa, sem er allt á réttri leið. Svo fórum við Daníel að hjálpa pabba að smala í dag. Daníel stóð sig vel, svo enn fjölgar í smalahópnum enda er þetta skemmtileg og hressandi hreyfing. Ég hef verið latur að taka myndir undanfarið en ég nenni ekki að koma með sama myndefnið dag eftir dag. 07.11.2011 13:57RigningSkyldi þessi vera ennþá lifandi? Þetta eru meiri umhleypingarnar í veðrinu núna þessa dagana en ég vona að þetta fari að lagast kominn tími til. Fór í göngu í morgun í ágætis veðri en lennti svo í úrhellisrigningu og skreið svo heim gegnblautur og kaldur. Mátti svosem búast við þessu en hélt að ég slyppi áður en hvessti. 03.11.2011 19:14Eyvindur með horÉg er alveg snilldar kokkur og þar sem ég fékk frjálsar hendur við matargerðina og Kristín að vinna enginn að fylgjast með hvað ég set ofan í mig, þá hafði ég lambakjöt með grjónum og karrýsósu í matinn. Þetta bragðaðist frábærlega og ekki mikið sem gekk af. Ég fór í dag upp á Akrafjall og gekk hring á fjallinu ca.15 km. hækkun er kringum 850 m. Ég var 3,5 tíma í göngunni. Ég setti tvær myndir af Geirmundartindi teknar austan við tindinn birtan var ekki mikil frekar þungbúið og rigning þegar á tindinum kom. Ég fór á námskeið í gær á vegum Norðuráls, fyrirfram hafði ég ekki mikla trú á þessu námskeiði en það var betra en ég vonaðist til. Það var farið yfir vinnubrögð og fleira. En eftir hádegið komu Jóhann Ingi Gunnarsson og Ásgeir Jónsson með fyrirlestra sem höfðuðu vel til mín. Þeir töluðu um hluti sem ég vissi og allir vita en það er gott að láta minna sig á. Jóhann talaði um samskipti og annað sem nýtist í vinnunni. Ásgeir talaði almennt um frístundir og hvernig að maður þarf að forgangsraða. En ég er búinn að vera í því dæmi nokkurn tíma ég er farinn að hugsa meira um sjálfann mig og það sem kemur mér best án þess að ganga á hlut annara. Fer að vinna á morgun og verð í vinnunni um helgina það er frábært nóg að gera og ekki skemmir ókeypis matur fyrir. 01.11.2011 12:27AthugasemdÞað er eitthvað að stjórnkerfinu á síðunni þannig að athugasemdir við síðasta blogg koma ekki fram. En ég vona að þetta lagist. Var að koma af Háahnjúk áðan frekar kalt og vindur, en bjart og gott göngufæri að öðruleyti. Þessi mynd er ekki tekin í dag.
Flettingar í dag: 299 Gestir í dag: 12 Flettingar í gær: 693 Gestir í gær: 10 Samtals flettingar: 4360 Samtals gestir: 220 Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:44:19 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is