Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
Færslur: 2011 Desember29.12.2011 22:05Gleðileg jólFrekar síðbúinn jólakveðja en samt gleðileg jól. Hef verið latur undanfarið sennilega köku og matarátinu um að kenna. Fór samt uppá fjall í gær gott veður en frekar þungt færi og launhált. Þetta var síðasta ferðin þarna upp á árinu var búinn að fara 50 ferðir þarna upp í byrjun maí hætti þá að telja því þá var takmarkinu náð,skrifa aftur fljótlega farið varlega. Skrifað af Árni Magnús 20.12.2011 20:02Jólin og fleiraÉg er búinn að vera í fríi núna í viku, tók frí tvær síðustu vaktirnar í síðustu törn. Það er skrítið hvað svona frí er fljótt að líða. Ég hef sosum haft nóg að gera en það bíður alltaf eitthvað sem ég á eftir. Ég er búinn að fara fjórum sinnum uppá fjall í fríinu þó veðrið hefði mátt vera betra til gönguferða. Gangan í gær var mjög erfið og það er ekki að um kenna veðri eða færð heldur var dagsformið hræðilegt. Ég þurfti sí og æ að stoppa til að hvíla mig til að geta haldið áfram, ætli ég hafi ekki verið eins lengi uppá Háahnjúk og ég var í fyrsta skipti þarna upp. Svo í dag gekk mjög vel þó veðrið væri frekar leiðinlegt þarna uppi. Ég verð að vinna um jól og áramót þannig að þetta er ekki mjög spennandi hátíð framundan fyrir mig, en þetta er það sem ég vinn við þannig að maður verður að sætta sig við þetta. Skrifað af Árni Magnús 16.12.2011 08:50Stjórnmálin og fleiraÞað er kominn tími á smá tuð og leiðindi svona að koma þessu frá og snúa sér svo að öðru. Fréttatímarnir undanfarið hafa verið hálf furðulegir það er verið að rifja upp siðblinduna og siðleysið sem menn í viðskiptum og stjórnmálum viðhöfðu til 2008 og er það hræðilegt að þurfa að hlusta á þetta aftur og aftur. Það er samt nauðsynlegt vegna þess að þetta helvítis skítapakk virðist ætla að sleppa og það er verið að reyna að gera menn eins og Geir að einhverjum píslarvætti. Ég veit ekkert hvort hann telst sekur eða saklaus, en með aðgerðarleysi sínu olli hann þjóðinni gríðarlegu tjóni. Þess vegna fór ég næstum að gráta fullorðinn maðurinn þegar landsfundur sjálfstæðismanna stóð upp og klappaði fyrir honum og Davíð. Eru menn svona siðblindir og er virkilega ekki til fólk til að taka af skarið og hreinsa til í þessu spillingabæli sem Ísland er í dag. Þetta er hræðilegt hvað þarf til að opna augu fjöldans. Það eru einstaka menn sem segja okkur satt og vilja breytingar en þessa menn vantar völd og eftirfylgni til að breyta einhverju. Í skoðanakönnunum er verið að tala um fylgi flokka á alþingi og þær segja að flokkur spillingarinnar sé með yfir 40% fylgi og hinir mun minna. Það er gert mikið úr þessu en það er gert minna úr því og kannski ekki minnst á það að innan við helmingur kjósenda tekur afstöðu í þessum könnunum. Þetta sýnir algjöra vantrú fólks á þessu stjórnmálapakki sem við höfum. Enda er að mínu mati mikið af þingmönnunum bara strengjabrúður sem gera það sem þeim er sagt og eru ekki sjálfum sér samkvæmir frá degi til dags. Sem dæmi segja þingmenn að alþingi sé góður vinnustaður og góður mórall ríki í alþingishúsinu, það getur vel verið. En þannig á það bara ekki að vera menn eiga að fylgja skoðunum sínum fram í rauðann dauðann, nema þeim sé bent á aðra betri þá er í lagi að sættast á hana. Ég skil til dæmis ekki af hverju það er verið að skera niður í heilbrigðisgeiranum og sameina ef stjórnendur og yfirmenn halda sínu en það fólk sem annast sjúklinga og gamalt fólk þarf að bæta við sig vinnu eða jafnvel missa vinnuna. Það er verið að loka deildum og flytja fólk á milli stofnana. Þeir segja að þetta sé hagræðing hvernig getur það verið ég skil það ekki er ekki bara verið að flytja fólk þangað sem er verri þjónusta. Og núna vilja þeir sem annast sjúkraflutninga fá stórauknar fjárveitingar vegna aukins aksturs. Ætli elliheimilin í framtíðinni verði ekki í gámum sem keyrðir verða kringum landið til að gera öll jarðgöngin arðbær. En það er hræðilegt hvernig við látum fara með okkur, og við erum ekki að nýta okkur lýðræðið á réttann hátt. Lýðræði er ekki fótbolti þar sem maður heldur með sama liði alla ævi, ef manni líst ekki á formanninn eða liðsmennina í stjórnmálaflokkum á maður ekki að kjósa þá. Bara skila auðu eða velja skásta kostinn. Er farinn upp á fjall, vona að ástandið skáni en sennilega er það of seint fyrir marga því miður. Skrifað af Árni Magnús 09.12.2011 09:53ViðurkenningÉg fór í gær að taka við viðurkenningu fyrir liðakeppni í fjallgöngu. Þröstur og ég vorum í liðinu c vakt hjá Norðuráli, við unnum keppnina með yfirburðum. Og Þröstur varð í þriðja sæti í einstaklingskeppninni. Við áttum ekki von á þessu þegar við skráðum okkur í vor ætluðum bara að vera með og safna smá pening fyrir góðgerðarfélög með þessu. En þetta var frábært og svo er það bara að fá fleiri með á næsta ári því að þeir sem lentu í öðru sæti ætla að fylkja liði og vinna næst, ég á nú eftir að sjá það gerast. Þessi mynd er stolin af vef umfí. 05.12.2011 14:03VeturÞetta er nú ljóti kuldinn dag eftir dag en það er nú sem betur fer ekki mikill vindur með þessu svo þetta er nú allt í lagi. Við fórum á tónleika með frostrósum í gærkvöldi,það var mjög gaman og alveg er nú frábært hvað við eigum gott tónlistarfólk. Það sem kom mér mest á óvart hvað það eru rosalega margir sem taka þátt í svona tónleikum. Og þetta var í fyrsta sinn sem ég kem í Hörpuna og það er ótrúleg stærð á öllu þarna og óskandi að þetta geti staðið undir sér. Ég var að vinna um helgina og á núna eftir tvær næturvaktir og svo kominn í helgarfrí. Þessi var tekin í síðustu viku svona tæki sést ekki oft á götum Akraness. Það er nú bara léti og aumingjaskapur að fara ekki í göngu í dag en svona eru sumir dagar bæti það upp um helgina.
Flettingar í dag: 299 Gestir í dag: 12 Flettingar í gær: 693 Gestir í gær: 10 Samtals flettingar: 4360 Samtals gestir: 220 Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:44:19 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is