Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
Færslur: 2012 Janúar24.01.2012 10:34AlmenntÞað er nú svo sem kominn tími að blása aðeins. Maður lætur sum mál fara í taugarnar á sér þó svo að maður viti að maður geti engu breytt í sambandi við þau. Þetta mál með Geir er eitt þeirra ég skil ekki, afhverju má ekki draga hann til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði ekki.? Því hann gerði ekkert og það er málið að hann var ekki starfi sínu vaxinn. Og það eru fleiri sem létu eins og þeir vissu ekkert og gerðu ekkert, en hann var æðsti maður í ríkisstjórninni og ætti því að taka ábyrgð. Afhverju stígur hann ekki bara fram og segir að hann hefði átt að vera harðari á sínu og ekki láta þetta ganga svona langt.? Stóriðjuskólinn gengur vel, hingað til hefur mest verið tölvunám og öryggismál. En það verður í þessum skóla eins og víðar engin próf kennarar munu meta árangur. Þannig að það er undir manni sjálfum komið hvað maður vill leggja á sig, en þetta nýtist allavega allt í framtíðinni þó ekki væri annað en hræra í heilagrautnum í hausnum á mér.Ég held að allir viti að hann er ekki vondur maður og hann hefur sjálfsagt haldið að þetta myndi reddast, en allir sem voru með fulla fimm sáu að þetta gat ekki nema á einn veg. Þ.e. með hruni. Það var búið að vara okkur margoft við en það var ekki hlustað á það bara sagt að þetta væru menn sem væru öfundsjúkir og með annarleg sjónarmið yfir því hvað íslendingar væru miklir bisnissmenn. Það sem fer þó mest í taugarnar á mér er það að margt fólk virðist ekki geta áttað sig á þeirri spillingu sem er og hefur verið í íslensku þjóðfélagi. Það eru allir að passa hver annan og samtryggingin er alger. Ég veit ekki afhverju þetta er, kannski er þetta vegna þess að við erum of fá og ef til vill er þetta skólakerfinu að kenna. Kannski er það betra að senda að senda viðskiptafræðinga, lögfræðinga, stjórnmálafræðinga og fleiri fræðinga erlendis í nám. Allavega þarf þetta fólk að læra almennt siðferði ef það bíður sig fram í pólitík. Það er ekki kennt í skólum hérna að taka ábyrgð og það virðist oft vera þannig að fólk komist í gegnum áfanga í framhaldsskólum án þess að taka próf bara kjafta sig í gegn og koma sér í mjúkinn hjá kennaranum. Jæja. Helvítis fokking fokk. Ég skráði mig í 10 boxtíma og fór í fyrsta tímann í gær og það var gaman og það erum við vinnufélagarnir á c vaktinni ákváðum að prófa þetta. Þetta er töluvert öðruvísi hreyfing en göngurnar og er það mjög gott fyrir mig þar sem ég er frekar stirður að upplagi hef aldrei verið liðugur. Farið vel með ykkur. 17.01.2012 21:43Hálka![]() Jæja þá er ég loksins búinn að fjárfesta í broddum ég er búinn að vera að príla í hálkunni uppi á Akrafjalli og nú þorði ég ekki meir. Þetta verður líka kannski til þess að veðurtíðin skáni og ég þurfi ekki að nota þetta. Annars er lítið að frétta er búinn með 10% af áramótaheitinu svona til að monta mig af því. Farið vel með ykkur Skrifað af Árni Magnús 13.01.2012 19:09Föstudagurinn 13.Jæja þá er kominn tími á smá blogg. Nota tímann meðan ég bíð eftir að Gabríel komi en hann ætlar að vera hérna hjá okkur um helgina. Kristín er fyrir sunnan hún fór til að heimsækja mömmu sína. Annars er allt eins og það á að vera hef verið duglegur að ganga, en þegar ég fór á Geirmundartind í gær var töluverð hálka og ég held ég verði að endurmeta það hvenær ég fer þarna upp því þetta er svona full glannalegt með köflum. Svo er bara að vona að þessi hláka hafi náð að hreinsa aðeins af fjallinu. Allavega það verður að skána eða ég verð að fjárfesta í broddum. Í skólanum í dag var verið að kenna okkur að nota ritvinnsluforrit og það held að muni nýtast mér vel svona í framtíðinni. Farið vel með ykkur. ![]() 07.01.2012 22:30Bara eitthvað![]() Þessi mynd er tekin uppá Geirmundartindi annan janúar Ég hef verið í vandræðum með það að setja inn myndir með blogginu og hef verið að lauma inn gömlum myndum úr albúminu. Svo talaði ég við Jón frá Hrófbergi áðan og hann sagði mér að þetta væri vegna bilunar í kerfinu. Mér er stórlega létt við að frétta það því ég var orðinn stórlega hræddur um það að þetta væri klaufaskapur hjá mér, sem væri skrýtið. Ég er byrjaður í stóriðjuskólanum hjá Norðurál og það var fyrsti skóladagurinn í gær. Það gengur vel með áramótaheitið búinn með 5 % af því. ![]() Síðbúin jólamynd Skrifað af Árni Magnús 02.01.2012 17:15ÁramótaheitGleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Það er svona skrýtið þegar maður eldist þá hugsar maður meira um áramót hvað maður gerði á síðasta ári , hvað maður gerði ekki og hvað maður hefði viljað gera öðruvísi. En þetta er búið og þá fer þetta ár 2011 bara í reynslubankann. 2012 er árið sem við Kristín verðum fimmtug ( 100 ára ) og ég er fullviss um að þetta verði ágætt ár svona í heildina litið. Ég er ekki mikið fyrir áramótaheit alltaf haft það fyrir mig og passað að enginn viti af því svo það sé ekki alltaf verið að minna mig á það. En um áramót hef ég oftast hugsað um það að ég þurfi að létta mig en það er þrautin þyngri og alltof erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur endalausa matarlist. Um þessi áramót strengi ég þess heit að fara 50 sinnum á Háahnjúk og 50 sinnum á Geirmundartind, og svo er bara að sjá til hvernig gengur. Ég er búinn að hafa það gott um hátíðarnar þrátt fyrir að hafa verið að vinna um jól og áramót. Og er því ekki búinn að heyra mikið í skyldmennunum en það er sjálfum mér að kenna, ég er frekar latur við að rækta frændgarðinn. Duglegri við að labba einn uppá fjöllum en svona er þetta, þetta gefur mér mikið. ![]() ![]() Þessa mynd tók Nonni á berginu þegar við fórum á Lambatind sennilega toppurinn á árinu í fjallgöngunni hjá mér en það var líka mjög gaman þegar við Kristín fórum á Hvalfell. Skrifað af Árni Magnús
Flettingar í dag: 174 Gestir í dag: 12 Flettingar í gær: 693 Gestir í gær: 10 Samtals flettingar: 4235 Samtals gestir: 220 Tölur uppfærðar: 16.7.2025 19:40:27 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is