Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

Færslur: 2012 Október

31.10.2012 21:12

Október

Jæja þá er október að klárast þetta er aldeilis búinn að vera góður mánuður svona veðurfarslega séð, frekar hægir vindar þó það hafi ekki verið hlýtt. Ég er í tölvunámi svo ég er að prófa mig áfram með að setja myndir svona til hliðar og svoleiðis svo er bara spurning hvernig tekst til.
 
Svona er svipurinn á mér þegar Kristín er að elda góðann mat.

Það er búið að vera töluvert annríki hjá mér þennan mánuðinn þó það skylji kannski ekki mikið eftir sig svona til lengri tíma litið. Við fórum norður um miðjan október og ég náði að fara í golf og Kristín fór í gönguferðir uppí borgirnar og hún virðist alveg endurnýast við það. Ég fór að spila bridge á sunnudagskvöldinu og spilaði móti Berta frá Mýri það gekk ágætlega en ég fann að ég hefði gott af því að æfa mig meira.

 

Það gerði hret hérna í morgun og svo um hádegið gerði ágætis veður og ég skellti mér í 15. ferðina uppá Akrafjall í mánuðinum. Og á núna eftir 5 ferðir og hætti svo að telja ferðirnar restina af árinu. Jæja þetta er gott í bili farið vel með ykkur og klæðið ykkur vel. 

11.10.2012 18:34

Haust



Kristín gekk á móts við mig uppá Akrafjall og tók nokkrar myndir á leiðinni ég bætti þeim inná október albúmið.

10.10.2012 19:43

Ungarnir



Gabríel er duglegur að passa uppá litlu systur.



Fórum í gær að skoða ungana hjá pabba þeir eru flottir og góð viðbót við bústofninn.

08.10.2012 12:54

Er að koma vetur ?



Þarna er ég uppi á Geirmundartindi kl. 11  í morgun.



Kominn niður í sumar blíðuna korter í tólf.
  • 1
Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 693
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 4319
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:22:57

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar