Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

Færslur: 2013 Apríl

28.04.2013 11:52

þá er það búið

Þá eru kosningarnar búnar og þó ég sé alls ekki sáttur með niðurstöðuna er til lítils að vera að velta sér uppúr því. Ég skil ekki hvernig að niðurstöðurnar geta verið eins og þær eru. Ekki ætla ég samt að efast um þær.
Kannski er fólk almennt að taka alkann á þetta einn dag í einu.

25.04.2013 13:31

Dauð atkvæði

Mér finnst núna undanfarið í fréttatímum sérstaklega hjá 365 miðlum vera talað mikið og rekin áróður fyrir því að fólk kjósi ekki nýju framboðin vegna þess að þau nái ekki 5 % og nái þess vegna ekki inn manni. Mér finnst þetta ekki rétt. Allir eiga að kjósa eftir sinni sannfæringu sama hvort atkvæðið nýtist til að ná manni á þing eða ekki. Allavega er fólk búið að segja skoðun sína með því. Og ef það er enginn sem heillar mann í framboði segir maður frá því með því að skila auðu, svo einfalt er það.Það má ekki gera lítið úr lýðræðinu með því að hræða fólk frá því sem það telur rétt,og kjósa þessvegna eitthvað sem er lakara. Það er slæm þróun.

Var að lesa grein eftir Matta í Húsavík í Bændablaðinu, og er bara nokkuð sammála honum.
Spurning að taka vinstri græna afstöðu á laugardaginn.

23.04.2013 21:35

Útskriftarferð



Ég fór í útskriftarferð í boði Norðuráls Austur í Fjarðabyggð og við skoðuðum álverið á Eskifirði og svo skoðuðum við líka Fljótsdalsvirkjun.
Þetta var mjög fín ferð og það var tekið mjög vel á móti okkur á báðum stöðunum.Og þau sem tóku á móti okkur hjá Fjarðaál eiga hrós skilið hversu vel þau voru undirbúin og allt gekk vel fyrir sig.
Við gistum á Iclandair hoteli á Egilstöðum og það var mjög fínnt verst var að matarskammturinn miðaðist ekki við glorsoltinn strandamann. Það er svosum ágætt að þessum áfanga er lokið og ég veit ekki með framhald á þessu námi eða hvort ég kæri mig um að halda áfram.


16.04.2013 09:49

Kosningar

Ég var alveg ákveðinn í því hvað ég ætlaði að kjósa í vor en svo þegar þetta nálgast fara ýmsar efasemdir af stað í hausnum á manni. Þannig að nú verður maður bara að nota útilokunar aðferðina og kjósa það sem er illskást. Og þeir flokkar sem ég útiloka fyrst eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking og ástæðan er skýr að þeir menn sem leiða þessa lista eru ekki að vinna í samræmi við mínar skoðanir og hafa aldrei gert. Og það er að mínu áliti umhugsunarvert hvernig svona menn geti komist til metorða í stjórnmálaflokkum. Þetta eru menn sem eiga að vera neðarlega á listum og ekki hafa áhrif. Punktur.
Svo framsókn þessir Ha Haha haha..........Ekkert
Vinstri grænir sem sviku sjálfa sig en átta sig ekki á því.
Svo núna verður að fara að leggjast yfir hina flokkana að athuga hvernig fólk er þar, samt er ég strax búinn að útiloka Jón Bjarnason vegna þess hvernig hann klúðraði strandveiðifrumvarpinu.
Núna er bara að leggjast yfir þetta og vonast eftir bjartri framtíð í þessum efnum.


07.04.2013 21:55

Frændur mínir

Mig dreymir stundum þá frændur mína Skarphéðinn og Guðmund Ragnar. Ég geri mér alltaf grein fyrir því í draumunum að þeir séu dánir. Draumarnir eru alltaf eins þeir koma til min og taka utanum mig og þrýsta mér að sér og kyssa mig á kinnina eins og þeir gerðu alltaf þegar langt hafði liðið á milli sem við sáumst.
Ég hugsa stundum til þeirra og það er svo margt sem þeir kenndu mér og ef það var eitthvað sem ég þurfti að ræða gat ég leitað til þeirra. Líklega eru þetta einu mennirnir sem ég hef talið mig getað treyst fyrir öllu mínu. Og ég á þeim margt að þakka.

Það er kannski fíflalegt að vera að skrifa um drauma en það verður að hafa það. Kannski ég skrifi eitthvað um þá síðar.

07.04.2013 21:15

Skammaður

Ég er ekki að standa mig vel í því að skrifa hérna á bloggið mitt. Og í morgun fékk ég að heyra það frá frúnni að þetta gengi ekki ég yrði að fara að setja eitthvað á síðuna og það væri ekki nóg að tuða eitthvað hérna heima og gera svo ekkert í því.
Annars er það þannig að þessa dagana að mér finnst svo margt skrýtið og mér finnst að svo margt megi betur fara. Það virðist vera þannig núorðið að fólk er ekki að taka ábyrgð á því sem það á að sinna og fólk þarf ekki að standa fyrir máli sínu. Ég er að tala um þá sem eru að vinna hjá því opinbera bæði sveitarstjórnum og ríkinu.
 Þar sem ég er núna staddur á Hólmavík get ég nefnt dæmi sem ég sá í dag.
Ég var að fara með rusl í gámana á skeyðinu og hvernig það er útlítandi og hvernig umgengnin er,er til mikillar skammar og það sem ég skil ekki er hvernig menn geti komist upp með þetta.
Það er kominn ný bensínstöð þarna á svæðið og það sést varla í hana fyrir drasli.
Alltaf fækkar fólkinu í sveitarfélaginu en samt er búið að fjölga þeim margfalt sem eiga að halda bænum hreinum miðað við það sem var fyrir 25 árum. Og ég man að á þeim tíma voru einu lítin á bænum holóttar götur sem eru að vísu ennþá.
Jæja nóg af þessu í bili hafið það gott og gangið vel um því ykkar er ábyrgðin.
  • 1
Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 693
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 4235
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 19:40:27

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar