Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

Færslur: 2013 September

18.09.2013 15:11

Kastljós

Ég hef verið að fylgjast með kastljósi núna í vikunni. Það er mjög athyglisvert hvernig þau nálgast þetta viðkvæma mál sem er svo algengt sem er drykkjuskapur landans. Ég er mest hissa á því að fólk fáist til þess að tjá sig í sjónvarpinu um þennan veikleika sinn. En eins og þetta fólk segir er það ósk þess að þetta geti orðið einhverjum til hjálpar.
Það er skrítið hvernig það er einhverskonar þöggun og réttlæting í gangi um þennan veikleika hjá fólki, réttlætingin felst í því að þetta sé gaman og nauðsynlegur hluti af skemmtuninni að drekka áfengi. Svona hugsunarhátt skil ég ekki, þó svo að ég hafi kannski ekki verið til fyrirmyndar taldi ég alltaf að áfengisneysla hjá mér væri sjálfsvorkunn og aumingjaskapur og hætti þessvegna að drekka áfengi fyrir átta árum og hefði átt að hætta mun fyrr.
Það er undir hverjum og einum komið hvort það drekkur áfengi, en fólk verður að gera sér grein fyrir því að ber fulla ábyrgð á því hvað það gerir undir áhrifum. Það leiðinlegasta sem ég sé þegar ég fer á útiskemmtanir eru drukknir forráðamenn barna.
Ein aðal ástæðan fyrir þessum skrifum er það að ég hef núna í sumar orðið var við það fólk er að aka eftir að hafa drukkið áfengi, og er stoltur af því að hafa einu sinni komið í veg fyrir ölvunarakstur. En það er skrýtið hvernig allir sem ég hef gert athugasemdir við hafa ekki haft dómgreind til þess að dæma um ástand sitt. Því allir hafa verið sannfærðir um að áfengisneysla þeirra hafi ekki nein áhrif ökuleikni þeirra og allir hafa trúað því að þeir séu bara búnir með einn.
Það er svosem margt annað sem ég gæti skrifað um þessi mál en læt þetta duga í bili.
Farið vel með ykkur því þið eruð ábyrg gagnvart ykkur sjálfum.  

10.09.2013 17:54

Ein gömul

05.09.2013 21:50

Sumarauki






Við frændurnir fórum að ná okkur í soðið það aflaðist ágætlega og það má ekki misskilja efri myndina þannig að Timmi hafi setið frammi í stafni allan daginn og drukkið kaffi en hann dró megnið af aflanum enda með eindæmum fiskinn.


  • 1
Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 693
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 4235
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 19:40:27

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar