Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

Færslur: 2014 Janúar

27.01.2014 10:27

Mánudagsmorgunn

Það er sjaldgæft á þessum bænum að við hjónasettið séum sofandi fram á klukkan 10 á morgnanna en það gerðist í morgunn. Þetta er svakalega ljúft en maður hálf skammast sín samt, sem er náttúrulega enginn ástæða til.
Annars er allt búið að vera gott að frétta af okkur ég náði að fara 5 ferðir á Háahnjúk í síðustu viku sem gerir samtals sirka 2750 metra hæð.
Gabríel, Ásta Kristín og Ásrún Magnea voru hjá okkur um helgina og naut hún Kristín sín vel við það að hafa þau hjá sér. Og mikið er það ljúft að fá litla handleggi um hálsinn þegar maður kemur heim, er nokkuð betra en það?
Jæja nokkuð gott í bili farið vel með ykkur.

09.01.2014 14:03

Árið 2013

Hæ og gleðilegt ár 2014 !!!

Þar kom að því að ég Kristín St frekjaðist hingað inn til bóndans míns hemmm það er nú bara þannig að það er búið að loka allveg fyrir blogcentral sem ég skrifaði inn á á sínum tíma og ég sakna þess að geta ekki skoðað það maður ætti kannski að hringja í þá þar en sjáum til, já því ekki að deila svona sögum, myndum og fleiru skemmtilegum ferðum og fullt af bulli ;)  svo deilum við næstum því öllu sem er að  gerast í þessari frábæru fjölskyldu okkar hjóna sem við erum svo stollt af.

Hérna kemur svo smá upprifjun fyrir síðasta ár,  Þannig var nú að síðasta ár byrjaði með erfiðleikum og söknuði og eftirsjá náinna ættingja við/mistum hana Lindu okkar frá Hveravík þessi elska sem fór allt of snemma frá okkur, blessuð sé minning hennar. Svo mistum við/ég hana móðir mína Ástu Bjarnadóttir frá Stað 13 febrúar  sem alla tíð var okkar stoð og stitta við hliðina á mér /okkur í þessari fjölskyldu, elsku mamma ég sakna þín á hverjum degi og hugsa oft um þig blessuð sé minning þín mamma mín.

Þar kom að því að með mikilli hugsun um hvernig við ætluðum svo að hafa þetta blessaða ár sem byrjaði með sárum söknuði,,,,,, ég var búin að sækja um á Sjúkrahúsinu á Hólmavík sem ég fékk svo vinnu við í um 3 mánuði sem voru svo fljótir að líða og allveg yndislegur tími.Ég fór í margar gönguferðir upp um fjöll og dali og inn í sveitina mína Stað svo í sund á Hólmavík og á Laugarhóli og margt fleira skemmtilegt sem ég gerði þar og ræktaði garðinn. Sumarið fyrir norðan var mjög gott og góður afli barst að landi Makríll í gulli fyrir margann sjóarann. Árni kom svo reglulega norður í sínum fríum úr vinnu, en hann var svo í seinna sumarfríinu og ég líka :) Við fórum lika í gott ferðalag út um allar trissur.

Árni og ég lögðum hugann í bleyti og uppskárum við hjón að reysa heillt sumarhús upp á met tíma það held ég nú bara " við ofur duglega fólkið "eins og sagt var hahaha......auðvitað með góðravina hjálp og samsettri fjölskyldu annað var ekki hægt, þegar maður byrjar á svona stóru verkefni þá verður að vera góð sammvinna í hópnum okkar með hjartans þökk fyrir allir sem komu að verkefninu okkar og upp skárum við þetta svakalega fallega reysulega hús með frábærum húsasmíðameistara honum Ómari frá Þorpum :) við höfum aðeins elst  sem að sjálfsögu er eðlilegt og allir hinir líka, ömmu og afa börnin Gabríel orðinn 7 ára og er kominn á 8 ár, Daníel Bergmann 6 ára og komin á 7 ár, Ástríður Kristín 3 ára og komin á 4 árið, Ásrún Magnea og Valgerður Ósk 1 árs og komnar á 2 árið ó já það er svo fljótur að líða þessi tími og bara allt í blóma :) Vinnan byrjaði svo hjá okkur aftur í haust sem leið, við tókum því rólega og erum byrjuð að undirbúa söluna á litla Skjólinu okkar í Skeljavík allt að gerast þar og kemur í ljós með komandi ári hvernig það gengur, síðan erum við farin að hugsa um hvernig við ætlum að byrja inni í nýja húsinu okkar og allt að gerast þar búið að einangra alla veggi,loft og plasta erum að stefna að leggja í gólfið og setja upp grindina ó já allt að gerast en blogga seinna um það :)

Í nóvember tókst svo Bjarna bróðir að hjálpa Margeiri fóstra okkar að selja gamla húsið, og sá gamli þurfti að pakka niður á met tíma, ég fór nokkrar ferðirnar suðureftir til að pakka niður og henda dóti sem var orðið úr sér gengið hjá þeim, við náðum að koma Margeiri fyrir inn á Nesvöllum í Keflavík sem er 60+ íbúðir allveg nýjar og svo fínar og stutt fyrir hann að kaupa sér mat og komast í félagsstarfið sem við sóttum um fyrir hann allt gekk þetta upp sem betur fer og ég svo ánægð að hann hafi fengið inn hjá þeim á Nesvöllum hann er í 3 herbergja íbúð númer 214 á 2 hæð :)

Á jólunum buðum við Sillu vinkonu okkar að vera hjá okkur og líka Margeiri fóstra sem hann þáði svo já það var fjölmennt hjá okkur um jólin ég hefði viljað hafa Loft bróðir líka en það náðist aldrei í hann því miður.
Tengdaforeldrar mínir Dídí og Bjössi áttu gullbrúðkaup 28 des og 50 ár liðin hjá þeim og til hamingju með þann áfanga flottu hjón :)
Við hjón áttum svo silfurbrúðkaupsafmæli 31 des vó komin 25 ár síðan við giftum okkur enn hvað þessi tími hefur liðið Steini og Svala buðu okkur að vera hjá sér í bænum yfir áramótin,og þar voru allir krakkarnir komnir saman í veisluföngum og allveg yndislegum tímamótum ástarþakkir fyrir okkur :)

Ég hef hér stiklað á stóru en margt fleira hefur svo sem gerst á liðnu ári með góðum kveðjum til ykkra allra og farið varlega á nýju ári .....kem svo seinna með meira bull :)

Kveðja,Kristín St.

03.01.2014 14:23

Sameiginleg síða



Þar sem ég er ekki nógu duglegur að nota þessa síðu ætlar hún Kristín að hjálpa mér að nýta hana betur.


01.01.2014 19:51

Gamlárskvöld




Hópurinn samankominn heima hjá Gabríel, vanntaði bara hana Bjössa Höllu.

Þetta er nú meiri mánuðurinn þessi Desember. Maður puðar við að grenna sig 11 mánuði á ári en svo kemur þetta allt til baka i Desember. Svo er helvítis veðurtíðin búinn að vera þannig að lítið er hægt að stunda alvöru hreyfingu.Annars er voða ljúft að vera inni og háma í sig smákökur og súkkulaði, allavega finnst mér það.


  • 1
Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 693
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 4213
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 17:19:18

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar