Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

Færslur: 2014 Maí

25.05.2014 20:33

Bátur



Fleiri myndir í albúmi.

19.05.2014 18:31

Geirmundartindur



Fór fyrstu ferðina uppá Geirmundartind á árinu í dag. Ég var 51 mínútu upp og er ég þokkalega ánægður með það enda er ég ekki búinn að vera nógu duglegur að hreyfa mig.

15.05.2014 22:08

Göngutúrinn í gær





Myndir teknar á símann

07.05.2014 14:57

Gleðilegt sumar :)

 Góðann daginn gott fólk ;)
Hérna kem ég inn í annað sinn og nú kemur savolítið af því sem hefur verið að gerast í mínu/okkar lífi seinustu daga.  En maður getur ekki sett allt hérna því ég veit að margir geta lesið þetta og það sem einu sinni hefur verið sagt og skrifað hérna inni á vefnum er ekki aftur tekið og þá er að vanda sig.

Við fluttum inn í nýja Skjólið okkar 23 mars"14 og allt svona að verða tilbúið eins og hægt var Árni er búinn að vinna allveg standslaust til að svo gæti orðið og í öllu fríinu sínu hefur leiðin legið norður í Skjólið, já við höfum verið dunda okkur við að mála, smíða, parkettleggja og fínesera og laga allt eins vel og hægt er og útkoman er orðin svo fín hjá okkur, já allavega að mínu mati. Við erum búin að selja "gamla" titla Skjólið okkar og það er á leið heim til baka á Drangsnes og svo bíðum við eftir að það fari allveg. Nú síðustu daga hefur pallurinn í kringum litla húsið verið rifinn og búið að gera pall út við nýja húsið. Litli kofinn = vinnuskúrinn var færður og hann Ninni kom og hjálpaði okkur við að færa hann á sinn stað, við erum líka búinn að láta setja niður steininn fyrir flaggstöngina sem kemur bráðum, og færa allt ramagn af gamla húsinu inn svona er nú staðan hjá okkur allt að smella saman djö..dugnaður í okkur ;)Svo nú getur maður rennt sér í sveitasæluna án þess að vera alltaf upp á einkverjum sem er svo sem allt í lagi af og til en ekki til lengdar.

Um miðjan jan sagði ég upp vinnu minni við Sambýlið á Laugarbraut 8, þar er ég búinn að vinna í 10 ár, með mörgu allveg frábæru fólki og takk fyrir samstarfið ;)

Ég sótti um fasta vinnu inn á Höfða sem er eina Dvalarheimilið hérna á Akranesi og ég byrjaði um 15 apríl en er eingöngu í afleysingju sem sagt í sumarvinnu og ekki kominn með fasta vinnu, það kemur allt í ljós þegar nær dregur haustinu hvernig staðan verður hjá mér, ég vona nú að ég fái einhverja fasta % eða vona það svo sannarlega, þá er bara að halda áfram að leita ef svo verður ekki, ég hef nú pínu áhyggjur af þessu en held í vonina, mér líkar þetta svo vel sem komið er  ;) Ég var að óska eftir smá sumarfríi sem ég fékk frá 20 júní - 5 júlí já á launalausu úff svona er nú það bara, við rúllum okkur eitthvað saman á rúntinn á skemmtilega staði í sumarfríinu okkar eða verðum í Skjólinu okkar þetta er allt svo fljótt að líða ;)

Svo nú kemur röfl um fitupúka:
Ég hef verið að rembat enn eina ferðina við fitupúkann í mér meiri leiðinda púki sá þarna en nú er umm að gera að taka á öllu sem í mínu valdi stendur og gera eitthvað í málinu, guð hvað þessi púki er farinn í mínar fínustu taugar og ég löngu kominn með upp í kok af honum,  því þessi púki er plága og mér líður núna allveg ömurlega ílla af honum bæði líkamlega og andlega og á oft ekki til eitt einasta orð yfir þessum púka, já þetta er væll en dauðans alvara samt......svo nú þarf ég hjálp já hjálp eina ferðina enn með jæakvætt hugarfar og mikin styrk frá mínu fólki að það standi með mér í að berjast við fitupúkann, því hann vil ég burt ...!

Það er allt gott að frétta af Margeiri honum líkar svo vel að vera inn á Nesvöllum og heldur betur nóg að gera hjá honum, maður getur eigilega ekki komið til hans á virkum dögum fyrr en eftir kl 17 þá er hann heima við eftir þann tímann hahaha allveg magnað og svo frábært hvað honum líður vel þarna , en svo á helgum er lokað inn í samveruna og þá er hann heima við eða á röltinu um bæinn já bara brattur sá gamli sem betur fer.

Það er að fjölga hjá okkur barnabörnunum vúhú hún Ásdís Birna á von á sér í byrjun okt já þá eru barnabörnin okkar orðin 6 og geri aðrir betur hahaha við svo montinn og spenntust að fá þessa litlu yndislega gullmola í heiminn ;) Annars af börnunum okkar er allt svo gott að frétta sem betur fer ;)
Jæja þetta er búið að vera svolítil saman tekt hjá mér ég kem svo einhvern tímann seinna og blogga meira jæja elskurnar farið varleg og vel með ykkur öll bið að heilsa ;)

Áfram LIVERPOOL berjast til síðustu stundu !!!

Pollapönk er áfram í Erovisíon vó en flott hjá þeim !!!

Kær kveðja Kristín Steingrímsd.



  • 1
Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 693
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 4213
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 17:19:18

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar