Heimasíða Árna og Kristínar Skoðanir okkar. |
||
28.02.2012 16:47ForsetakosningarnarÉg hef ekki komist hjá því að að heyra umræðurnar hvort Ólafur bjóði sig fram í sumar eða ekki. Hvað mig snerti taldi ég að hann hefði sagt í nýársávarpinu að hann ætlaði ekki í framboð. En svo fóru menn að túlka orðin hans út og suður þannig að maður var orðinn hálf ruglaður á öllu þessu og vissi ekkert í sinn haus. Og enn heldur þetta áfram, hvað mig snertir finnst mér það ekki skipta neinu máli hvort eða hvenær hann tekur af skarið og segir af eða á hvort hann ætli í framboð. Ömurlegast í allri þessari umræðu er þegar þjóðkjörnir fulltrúar á alþingi eru að gagnrýna sitjandi forseta sem er kjörin af fólkinu í landinu. Hvernig getur þetta fólk gagnrýnt hvort hann tekur ákvörðun fyrr eða síðar? Ég er alveg viss um það ef það kemur fram maður eða kona sem fólkið í landinu treystir betur til að gæta hagsmuna sinna gagnvart framkvæmdavaldinu en Ólafur hefur gert verður hann eða hún kosin. En meðan svo er ekki er best að Ólafur verði áfram. Skrifað af Árni Magnús 22.02.2012 19:15Bíll![]() Ég fjárfesti í þessari eðalkerru í gær. Þessi bíll er af gerðinni KIA Sportage og er árgerð 2000. Vinnustaðakeppninni í Lífshlaupinu lauk í gær ég náði að hreyfa mig eitthvað alla dagana mismikið að vísu en meðaltalið var tæplega 90 mín á dag sem ég er ánægður með og ekki sakar að ég er aðeins léttari eftir þetta. Svo er bara að halda áfram en mikið er ég orðinn þreyttur á þessum helvítis umhleypingum, aldrei sama veðrið tvo tíma í röð. Í morgun fór ég uppá Geirmundartind, lagði af stað í logni og lenti í rigningu, blindbyl snjókomu í logni,sólskini og svarta þoku og svo þegar ég kom niður var aftur komið logn. Ísland í dag " Kannski var tímasetningin vitlaus en maður getur greinilega ekki treyst veðurspánni. Skrifað af Árni Magnús 12.02.2012 21:31Norðurferð![]() Við fórum norður á föstudaginn eftir vinnu. Það var ágætt að fara og færðin góð miðað við árstíma. Við ætluðum að koma til baka á morgun en breittum því vegna fundar sem Kristín þarf að mæta á á morgun. Það er skrítið þegar maður kemur þarna í skjólið hvað lífið verður allt öðruvísi ekkert sem maður þarf að gera,en samt nóg að gera. Ég tók nokkrar myndir og ég bið fólk afsökunar á myndgæðunum en bæði er myndavélin lítil og birtuskilyrðin ekki góð, fyrir utan myndasmiðin sem er algjör amatör. Ég setti athugasemdir við flestar myndirnar, þannig að takið viljan fyrir verkið. 02.02.2012 21:02Lífshlaupið![]() Geirmundartindur 2 feb Ég er búinn að skrá mig í lífshlaupið og er þar með búinn að skuldbinda mig hreyfa eitthvað á hverjum degi næstu þrjár vikurnar. Ég er skráður í liðið c vakt hjá Norðurál og við ætlum að vera virkir í þessu og vonandi klikkar enginn. Stundum er ég að skipta mér af hlutum sem mér koma ekki beint við en samt get ég ekki þagað ef mér finnst það sé verið að mismuna fólki, það eru stundum að koma þannig mál sem ég sé og mér er stundum misboðið hvernig hlutirnir eru og látnir viðgangast. En það eru greinilega skiptar skoðanir sem er ágætt í sjálfu sér en mér finnst að það þurfi að vera rök fyrir því ef mismunun á sér stað sambandi við vinnu t.d. heilsuleysi eða eitthvað álíka. Því ef menn eru á sömu launum eiga menn að vinna álíka mikla vinnu ekki satt.Jæja það skilur kannski engin hvað ég er að fara með þessu en það er best að skauta kringum þetta. Það er skrítið hvað tíminn er fljótur að líða, daginn farið að lengja og það munar frá degi til dags hvað birtan er meiri. Ég náði að fara 15 sinnum uppá Akrafjall í janúar sem er mikið meira en ég taldi að væri hægt en það hefur oft verið varasamt vegna hálku. Farið vel með ykkur. Skrifað af Árni Magnús 24.01.2012 10:34AlmenntÞað er nú svo sem kominn tími að blása aðeins. Maður lætur sum mál fara í taugarnar á sér þó svo að maður viti að maður geti engu breytt í sambandi við þau. Þetta mál með Geir er eitt þeirra ég skil ekki, afhverju má ekki draga hann til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði ekki.? Því hann gerði ekkert og það er málið að hann var ekki starfi sínu vaxinn. Og það eru fleiri sem létu eins og þeir vissu ekkert og gerðu ekkert, en hann var æðsti maður í ríkisstjórninni og ætti því að taka ábyrgð. Afhverju stígur hann ekki bara fram og segir að hann hefði átt að vera harðari á sínu og ekki láta þetta ganga svona langt.? Stóriðjuskólinn gengur vel, hingað til hefur mest verið tölvunám og öryggismál. En það verður í þessum skóla eins og víðar engin próf kennarar munu meta árangur. Þannig að það er undir manni sjálfum komið hvað maður vill leggja á sig, en þetta nýtist allavega allt í framtíðinni þó ekki væri annað en hræra í heilagrautnum í hausnum á mér.Ég held að allir viti að hann er ekki vondur maður og hann hefur sjálfsagt haldið að þetta myndi reddast, en allir sem voru með fulla fimm sáu að þetta gat ekki nema á einn veg. Þ.e. með hruni. Það var búið að vara okkur margoft við en það var ekki hlustað á það bara sagt að þetta væru menn sem væru öfundsjúkir og með annarleg sjónarmið yfir því hvað íslendingar væru miklir bisnissmenn. Það sem fer þó mest í taugarnar á mér er það að margt fólk virðist ekki geta áttað sig á þeirri spillingu sem er og hefur verið í íslensku þjóðfélagi. Það eru allir að passa hver annan og samtryggingin er alger. Ég veit ekki afhverju þetta er, kannski er þetta vegna þess að við erum of fá og ef til vill er þetta skólakerfinu að kenna. Kannski er það betra að senda að senda viðskiptafræðinga, lögfræðinga, stjórnmálafræðinga og fleiri fræðinga erlendis í nám. Allavega þarf þetta fólk að læra almennt siðferði ef það bíður sig fram í pólitík. Það er ekki kennt í skólum hérna að taka ábyrgð og það virðist oft vera þannig að fólk komist í gegnum áfanga í framhaldsskólum án þess að taka próf bara kjafta sig í gegn og koma sér í mjúkinn hjá kennaranum. Jæja. Helvítis fokking fokk. Ég skráði mig í 10 boxtíma og fór í fyrsta tímann í gær og það var gaman og það erum við vinnufélagarnir á c vaktinni ákváðum að prófa þetta. Þetta er töluvert öðruvísi hreyfing en göngurnar og er það mjög gott fyrir mig þar sem ég er frekar stirður að upplagi hef aldrei verið liðugur. Farið vel með ykkur. 17.01.2012 21:43Hálka![]() Jæja þá er ég loksins búinn að fjárfesta í broddum ég er búinn að vera að príla í hálkunni uppi á Akrafjalli og nú þorði ég ekki meir. Þetta verður líka kannski til þess að veðurtíðin skáni og ég þurfi ekki að nota þetta. Annars er lítið að frétta er búinn með 10% af áramótaheitinu svona til að monta mig af því. Farið vel með ykkur Skrifað af Árni Magnús 13.01.2012 19:09Föstudagurinn 13.Jæja þá er kominn tími á smá blogg. Nota tímann meðan ég bíð eftir að Gabríel komi en hann ætlar að vera hérna hjá okkur um helgina. Kristín er fyrir sunnan hún fór til að heimsækja mömmu sína. Annars er allt eins og það á að vera hef verið duglegur að ganga, en þegar ég fór á Geirmundartind í gær var töluverð hálka og ég held ég verði að endurmeta það hvenær ég fer þarna upp því þetta er svona full glannalegt með köflum. Svo er bara að vona að þessi hláka hafi náð að hreinsa aðeins af fjallinu. Allavega það verður að skána eða ég verð að fjárfesta í broddum. Í skólanum í dag var verið að kenna okkur að nota ritvinnsluforrit og það held að muni nýtast mér vel svona í framtíðinni. Farið vel með ykkur. ![]() 07.01.2012 22:30Bara eitthvað![]() Þessi mynd er tekin uppá Geirmundartindi annan janúar Ég hef verið í vandræðum með það að setja inn myndir með blogginu og hef verið að lauma inn gömlum myndum úr albúminu. Svo talaði ég við Jón frá Hrófbergi áðan og hann sagði mér að þetta væri vegna bilunar í kerfinu. Mér er stórlega létt við að frétta það því ég var orðinn stórlega hræddur um það að þetta væri klaufaskapur hjá mér, sem væri skrýtið. Ég er byrjaður í stóriðjuskólanum hjá Norðurál og það var fyrsti skóladagurinn í gær. Það gengur vel með áramótaheitið búinn með 5 % af því. ![]() Síðbúin jólamynd Skrifað af Árni Magnús 02.01.2012 17:15ÁramótaheitGleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Það er svona skrýtið þegar maður eldist þá hugsar maður meira um áramót hvað maður gerði á síðasta ári , hvað maður gerði ekki og hvað maður hefði viljað gera öðruvísi. En þetta er búið og þá fer þetta ár 2011 bara í reynslubankann. 2012 er árið sem við Kristín verðum fimmtug ( 100 ára ) og ég er fullviss um að þetta verði ágætt ár svona í heildina litið. Ég er ekki mikið fyrir áramótaheit alltaf haft það fyrir mig og passað að enginn viti af því svo það sé ekki alltaf verið að minna mig á það. En um áramót hef ég oftast hugsað um það að ég þurfi að létta mig en það er þrautin þyngri og alltof erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur endalausa matarlist. Um þessi áramót strengi ég þess heit að fara 50 sinnum á Háahnjúk og 50 sinnum á Geirmundartind, og svo er bara að sjá til hvernig gengur. Ég er búinn að hafa það gott um hátíðarnar þrátt fyrir að hafa verið að vinna um jól og áramót. Og er því ekki búinn að heyra mikið í skyldmennunum en það er sjálfum mér að kenna, ég er frekar latur við að rækta frændgarðinn. Duglegri við að labba einn uppá fjöllum en svona er þetta, þetta gefur mér mikið. ![]() ![]() Þessa mynd tók Nonni á berginu þegar við fórum á Lambatind sennilega toppurinn á árinu í fjallgöngunni hjá mér en það var líka mjög gaman þegar við Kristín fórum á Hvalfell. Skrifað af Árni Magnús 29.12.2011 22:05Gleðileg jólFrekar síðbúinn jólakveðja en samt gleðileg jól. Hef verið latur undanfarið sennilega köku og matarátinu um að kenna. Fór samt uppá fjall í gær gott veður en frekar þungt færi og launhált. Þetta var síðasta ferðin þarna upp á árinu var búinn að fara 50 ferðir þarna upp í byrjun maí hætti þá að telja því þá var takmarkinu náð,skrifa aftur fljótlega farið varlega. Skrifað af Árni Magnús 20.12.2011 20:02Jólin og fleiraÉg er búinn að vera í fríi núna í viku, tók frí tvær síðustu vaktirnar í síðustu törn. Það er skrítið hvað svona frí er fljótt að líða. Ég hef sosum haft nóg að gera en það bíður alltaf eitthvað sem ég á eftir. Ég er búinn að fara fjórum sinnum uppá fjall í fríinu þó veðrið hefði mátt vera betra til gönguferða. Gangan í gær var mjög erfið og það er ekki að um kenna veðri eða færð heldur var dagsformið hræðilegt. Ég þurfti sí og æ að stoppa til að hvíla mig til að geta haldið áfram, ætli ég hafi ekki verið eins lengi uppá Háahnjúk og ég var í fyrsta skipti þarna upp. Svo í dag gekk mjög vel þó veðrið væri frekar leiðinlegt þarna uppi. Ég verð að vinna um jól og áramót þannig að þetta er ekki mjög spennandi hátíð framundan fyrir mig, en þetta er það sem ég vinn við þannig að maður verður að sætta sig við þetta. Skrifað af Árni Magnús 16.12.2011 08:50Stjórnmálin og fleiraÞað er kominn tími á smá tuð og leiðindi svona að koma þessu frá og snúa sér svo að öðru. Fréttatímarnir undanfarið hafa verið hálf furðulegir það er verið að rifja upp siðblinduna og siðleysið sem menn í viðskiptum og stjórnmálum viðhöfðu til 2008 og er það hræðilegt að þurfa að hlusta á þetta aftur og aftur. Það er samt nauðsynlegt vegna þess að þetta helvítis skítapakk virðist ætla að sleppa og það er verið að reyna að gera menn eins og Geir að einhverjum píslarvætti. Ég veit ekkert hvort hann telst sekur eða saklaus, en með aðgerðarleysi sínu olli hann þjóðinni gríðarlegu tjóni. Þess vegna fór ég næstum að gráta fullorðinn maðurinn þegar landsfundur sjálfstæðismanna stóð upp og klappaði fyrir honum og Davíð. Eru menn svona siðblindir og er virkilega ekki til fólk til að taka af skarið og hreinsa til í þessu spillingabæli sem Ísland er í dag. Þetta er hræðilegt hvað þarf til að opna augu fjöldans. Það eru einstaka menn sem segja okkur satt og vilja breytingar en þessa menn vantar völd og eftirfylgni til að breyta einhverju. Í skoðanakönnunum er verið að tala um fylgi flokka á alþingi og þær segja að flokkur spillingarinnar sé með yfir 40% fylgi og hinir mun minna. Það er gert mikið úr þessu en það er gert minna úr því og kannski ekki minnst á það að innan við helmingur kjósenda tekur afstöðu í þessum könnunum. Þetta sýnir algjöra vantrú fólks á þessu stjórnmálapakki sem við höfum. Enda er að mínu mati mikið af þingmönnunum bara strengjabrúður sem gera það sem þeim er sagt og eru ekki sjálfum sér samkvæmir frá degi til dags. Sem dæmi segja þingmenn að alþingi sé góður vinnustaður og góður mórall ríki í alþingishúsinu, það getur vel verið. En þannig á það bara ekki að vera menn eiga að fylgja skoðunum sínum fram í rauðann dauðann, nema þeim sé bent á aðra betri þá er í lagi að sættast á hana. Ég skil til dæmis ekki af hverju það er verið að skera niður í heilbrigðisgeiranum og sameina ef stjórnendur og yfirmenn halda sínu en það fólk sem annast sjúklinga og gamalt fólk þarf að bæta við sig vinnu eða jafnvel missa vinnuna. Það er verið að loka deildum og flytja fólk á milli stofnana. Þeir segja að þetta sé hagræðing hvernig getur það verið ég skil það ekki er ekki bara verið að flytja fólk þangað sem er verri þjónusta. Og núna vilja þeir sem annast sjúkraflutninga fá stórauknar fjárveitingar vegna aukins aksturs. Ætli elliheimilin í framtíðinni verði ekki í gámum sem keyrðir verða kringum landið til að gera öll jarðgöngin arðbær. En það er hræðilegt hvernig við látum fara með okkur, og við erum ekki að nýta okkur lýðræðið á réttann hátt. Lýðræði er ekki fótbolti þar sem maður heldur með sama liði alla ævi, ef manni líst ekki á formanninn eða liðsmennina í stjórnmálaflokkum á maður ekki að kjósa þá. Bara skila auðu eða velja skásta kostinn. Er farinn upp á fjall, vona að ástandið skáni en sennilega er það of seint fyrir marga því miður. Skrifað af Árni Magnús 09.12.2011 09:53ViðurkenningÉg fór í gær að taka við viðurkenningu fyrir liðakeppni í fjallgöngu. Þröstur og ég vorum í liðinu c vakt hjá Norðuráli, við unnum keppnina með yfirburðum. Og Þröstur varð í þriðja sæti í einstaklingskeppninni. Við áttum ekki von á þessu þegar við skráðum okkur í vor ætluðum bara að vera með og safna smá pening fyrir góðgerðarfélög með þessu. En þetta var frábært og svo er það bara að fá fleiri með á næsta ári því að þeir sem lentu í öðru sæti ætla að fylkja liði og vinna næst, ég á nú eftir að sjá það gerast. Þessi mynd er stolin af vef umfí. 05.12.2011 14:03VeturÞetta er nú ljóti kuldinn dag eftir dag en það er nú sem betur fer ekki mikill vindur með þessu svo þetta er nú allt í lagi. Við fórum á tónleika með frostrósum í gærkvöldi,það var mjög gaman og alveg er nú frábært hvað við eigum gott tónlistarfólk. Það sem kom mér mest á óvart hvað það eru rosalega margir sem taka þátt í svona tónleikum. Og þetta var í fyrsta sinn sem ég kem í Hörpuna og það er ótrúleg stærð á öllu þarna og óskandi að þetta geti staðið undir sér. Ég var að vinna um helgina og á núna eftir tvær næturvaktir og svo kominn í helgarfrí. Þessi var tekin í síðustu viku svona tæki sést ekki oft á götum Akraness. Það er nú bara léti og aumingjaskapur að fara ekki í göngu í dag en svona eru sumir dagar bæti það upp um helgina. 30.11.2011 22:11ÁhugamálinÞá er búið að reka Bruce og löngu tímabært. Hann virtist ekki ná að láta liðið spila saman og það var kominn tími á hann. Enda er það leiðinlegt að vera með þokkalegan mannskap og ná ekki stöðugleika í liðið. En svo er spurningin hvaða snillingur tekur við Sunderland gaman væri að fá Roy Keane aftur allavega var liðið skemmtilegra meðan hann var með það. Þessi mynd var tekin fyrir 10 dögum túnið grænt hjá Haraldi en það er víst kominn vetur núna. Þetta er hluti af jólaundirbúningnum hjá mér að smakka kökurnar hennar Stínu. Svo fórum við í bæinn í gær og ég kíkti aðeins í boxin hjá Svölu en hún er hörku bakari líka. Flettingar í dag: 39 Gestir í dag: 4 Flettingar í gær: 375 Gestir í gær: 14 Samtals flettingar: 4475 Samtals gestir: 226 Tölur uppfærðar: 17.7.2025 08:12:08 |
Eldra efni
Nafn: Árni Magnús BjörnssonFarsími: 8623287Tölvupóstfang: arnimagnus@live.comAfmælisdagur: 11.08.1962Heimilisfang: Garðabraut 45 AkranesTenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is