Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

Færslur: 2011 Ágúst

27.08.2011 21:08

Ber




Það er stutt að fara hjá mér til að fá ber útá skyrið. Annars eru berin ekki alveg tilbúin frekar smá og mikið af vísurum en það er ágætis berjaspretta bara seint á ferðinni vonandi að það geri ekki frost á næstunni. Það er búið að vera mjög gott veður þessa daga og bara rólegheit.

24.08.2011 20:55

Kominn norður




Þá er ég kominn norður aftur og svo er nú bara spurningin hvað ég sé að þvælast hingað núna . En eitthvað varð ég að gera ekki nennti ég að hanga lengur aðgerðarlaus. Ætla að ganga frá lausum endum hérna í Skjólbrekku.
Núna er að koma fram nýr flokkur sem ég vona að verði raunverulegur valkostur í næstu alþingiskosningum.Guðmundur hefur tvö ár til að sýna hvað í honum býr og velja fólk til að vinna að þessu framboði. Alla vega eru nógu margir kjósendur óákveðnir og því ætti að vera svigrúm til framboðs. Svo er bara að fylgjast með og vona það besta.
Í útvarpinu í morgun var verið að tala við formann félags fasteignasala og tók hún undir að verðtryggingin væri óréttlát og betra væri að hafa fasta vexti. Var hún að átta sig á þessu núna eða þóttist hún ekkert vita ?

20.08.2011 20:51

Fljótfærni



Ég var að fikta í stillingunum hérna á síðunni og þurrkaði út flest allar myndirnar hérna á forsíðunni. Svona er það maður á ekki að gera það sem maður hefur ekki vit á allavega hefði ég átt að lesa mér til áður. Annars er rólegt hjá mér þessa dagana, ég fór í aðgerð á fimmtudag og á að taka það mjög rólega næsta hálfa mánuðinn og það tekst svona og svona. Og svo fæ ég það í bakið þegar líður á daginn. Ég fór í bæinn í morgun að fylgjast með Steina og Svölu þau hlupu hálfmaraþon og það var gaman að fylgjast með þeim enda er alveg til fyrirmyndar hvað þau eru að standa sig vel.
Svo eftir hádegi fór ég hérna út á fótboltavöll að sjá leik með Kára var að vona að Almar frændi væri að spila því mér finnst hann góður knattspyrnumaður og gaman að fylgjast með honum, en hann var því miður ekki með enda tapaði Kári 3 -0 .Annars er leiðinlegt að fara hérna á völlin með börn því orðbragðið sem leikmenn og áhorfendur viðhafa er hræðilegt og ég þakka fyrir að Daníel át ekkert upp af því sem hann heyrði þarna. Þetta þarf að laga allavega er ég hissa á því hvernig í ósköpunum er hægt að manna stöður dómara og línuvarða á þessum leikjum enda eru þetta bara venjulegir menn sem eru að reyna að gera sitt besta. Nóg í bili farið vel með ykkur.

11.08.2011 18:43

Bara gaman




Ég setti inn myndir af gönguferðum hjá mér þrjá síðustu daga. Á þriðjudag fór ég norður og eru myndirnar þann dag fram að myndinni teknar af makrílnum vaðandi fyrir utan Hrófberg. Flestar myndirnar þann dag eru teknar ofan við Bólstað, hinar skýra sig sjálfar.
Í gær fór ég norður í Bjarnarfjörð og gekk uppá Hólsfjall og myndirnar þann dag enda á feðgunum á Hilmi ST.
Í dag fór ég upp hjá Heiðarbæ og gekk upp á Tindinn og aðeins framan við hann fór ég niður hlíðina tók myndir  þar sem ég fór niður doldið bratt en hættulaust. Á bakaleiðinni kom ég niður Miðdalin og kom við hjá Finnu sem átti víst ekki von á mér gangandi þessa leið.

08.08.2011 14:52

Fréttir eða ekkifréttir



Þegar ég var að koma heim úr vinnunni í morgun hlustaði ég á rás tvö. Það var verið að tala við konu sem er í forsvari fyrir hagsmunasamtök heimilanna þau eru að vinna fyrir afnámi verðtryggingarinnar og það er undirskriftalisti í gangi og skora ég á fólk að kynna sér málefnið og taka afstöðu því það er verið að fara mjög illa með okkur.Húsnæðislánin hækka og hækka en eignarhlutinn í húsnæðinu  minnkar um tugi þúsunda um hver mánaðamót. Ég er að tala um venjuleg húsnæðislán í alíslenskum krónum eitthvað sem maður hélt að mætti treysta. Ég er oft að hugsa hvað maður geti gert hvaða valmöguleikar séu í boði en það virðast allir bankarnir að húsnæðisstofnun meðtalinni vera í sama skítnum. Verst af öllu er það hvað fólk lætur sér þetta litlu varða ótrúlegt hvað við látum fara illa með okkur skil ekki þennann þrælsótta í þessari þjóð.Menn eins og ég tuða en svo þegar til kastanna kemur koðnar allt niður og maður gerir ekkert í málinu.
En að öðru þetta stjórnlagaráð djöfulli sé ég eftir peningunum sem fóru í það þvílíkt samansafn að jáfólki sem var þarna saman komið. Sama hvaða helvítis vitleysa kom þarna fram allt samþykkt með málamiðlunum sem eru ekki bót sama hvað málið er vitlaust. Td. persónukjör og að takmarka kjör forseta við þrjú kjörtímabil. Hvaða máli skiptir það hvað forsetinn er mörg kjörtímabil það er kosið á fjögura ára fresti og ef það er eitthvað betra í boði kjósum við það en allavega þetta er tapað fé, betra hefði verið að senda þetta lið til eyja að frysta makríl eða eitthvað álíka enda megnið af þessu liði lifað á að tala úr sér vitleysuna alla æfi.(Kannski fullyrðing sem ég get ekki staðið við)
Jæja þá er ég búinn að tuða nóg í bili.
Annars er ég bara góður allt í lukkunnar velstandi fer að vinna næst á föstudag. Er farinn út í góða veðrið  þið ættuð að gera það líka.

05.08.2011 16:54

Gömul mynd

Jæja ég á mér ca. 25 fasta aðdáendur hérna á síðunni og ég þakka fyrir það ég veit að vísu ekki mikið hverjir það eru en það verður að sinna gestunum. Ég hef verið að taka myndir af myndum (þarf að fá mér skanna) Þessa tók ég úr bæjarættarbókinni Talandi um verndun gamalla húsa.



Gaman hefði verið ef þessi hús hefðu verið vernduð á sínum tíma en þeirra tími var sjálfsagt kominn.
  • 1
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 693
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 4274
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 20:01:29

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar