Heimasíða Árna og Kristínar

Skoðanir okkar.

Færslur: 2012 Febrúar

28.02.2012 16:47

Forsetakosningarnar

Ég hef ekki komist hjá því að að heyra umræðurnar hvort Ólafur bjóði sig fram í sumar eða ekki. Hvað mig snerti taldi ég að hann hefði sagt í nýársávarpinu að hann ætlaði ekki í framboð. En svo fóru menn að túlka orðin hans út og suður þannig að maður var orðinn hálf ruglaður á öllu þessu og vissi ekkert í sinn haus. Og enn heldur þetta áfram, hvað mig snertir finnst mér það ekki skipta neinu máli hvort eða hvenær hann tekur af skarið og segir af eða á hvort hann ætli í framboð. Ömurlegast í allri þessari umræðu er þegar þjóðkjörnir fulltrúar á alþingi eru að gagnrýna sitjandi forseta sem er kjörin af fólkinu í landinu. Hvernig getur þetta fólk gagnrýnt  hvort hann tekur ákvörðun fyrr eða síðar? Ég er alveg viss um það ef það kemur fram maður eða kona sem fólkið í landinu treystir betur til að gæta hagsmuna sinna gagnvart framkvæmdavaldinu en Ólafur hefur gert verður hann eða hún kosin. En meðan svo er ekki er best að Ólafur verði áfram.
Svo skil ég ekki að þingmenn í lýðræðisríki skuli ekki treysta þegnum sínum. En ástæðan fyrir þessu bloggi er að þegar ég var á leiðinni heim í morgun heyrði ég í rás 2 þar sem var verið að tala við Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Valgerði Bjarnadóttur þar sem þær voru að gagnrýna forsetan. Þessar konur ég veit ekki fyrir hvað þær standa og mér finnst að þær hafi orðið sér til minnkunar.
Ég var einn af þeim sem skoruðu á Ólaf að bjóða sig fram aftur og meðan ekki kemur fram meiri maður eða kona til að taka við þessu embætti mun ég styðja hann. En það er örugglega til fullt af manneskjum sem geta unnið þetta starf svo vel fari.

22.02.2012 19:15

Bíll



Ég fjárfesti í þessari eðalkerru í gær. Þessi bíll er af gerðinni KIA Sportage og er árgerð 2000.
Vinnustaðakeppninni í Lífshlaupinu lauk í gær ég náði að hreyfa mig eitthvað alla dagana mismikið að vísu en meðaltalið var tæplega 90 mín á dag sem ég er ánægður með og ekki sakar að ég er aðeins léttari eftir þetta. Svo er bara að halda áfram en mikið er ég orðinn þreyttur á þessum helvítis umhleypingum, aldrei sama veðrið tvo tíma í röð.
Í morgun fór ég uppá Geirmundartind, lagði af stað í logni og lenti í  rigningu, blindbyl snjókomu í logni,sólskini  og svarta þoku  og svo þegar ég kom niður var aftur komið logn. Ísland í dag "
Kannski var tímasetningin vitlaus en maður getur greinilega ekki treyst veðurspánni. 

12.02.2012 21:31

Norðurferð




Við fórum norður á föstudaginn eftir vinnu. Það var ágætt að fara og færðin góð miðað við árstíma. Við ætluðum að koma til baka á morgun en breittum því vegna fundar sem Kristín þarf að mæta á á morgun. Það er skrítið þegar maður kemur þarna í skjólið hvað lífið verður allt öðruvísi ekkert sem maður þarf að gera,en samt nóg að gera.
Ég tók nokkrar myndir og ég bið fólk afsökunar á myndgæðunum en bæði er myndavélin lítil og birtuskilyrðin ekki góð, fyrir utan myndasmiðin sem er algjör amatör. Ég setti athugasemdir við flestar myndirnar, þannig að takið viljan fyrir verkið.

02.02.2012 21:02

Lífshlaupið


Geirmundartindur 2 feb

Ég er búinn að skrá mig í lífshlaupið og er þar með búinn að skuldbinda mig hreyfa eitthvað á hverjum degi næstu þrjár vikurnar. Ég er skráður í liðið  c vakt hjá Norðurál og við ætlum að vera virkir í þessu og vonandi klikkar enginn.
 Stundum er ég að skipta mér af hlutum sem mér koma ekki beint við en samt get ég ekki þagað ef mér finnst það sé verið að mismuna fólki, það eru stundum að koma þannig mál sem ég sé og mér er stundum misboðið hvernig hlutirnir eru og látnir viðgangast. En það eru greinilega skiptar skoðanir sem er ágætt í sjálfu sér en mér finnst að það þurfi að vera rök fyrir því ef mismunun á sér stað sambandi við vinnu t.d. heilsuleysi eða eitthvað álíka. Því ef menn eru á sömu launum eiga menn að vinna álíka mikla vinnu ekki satt.Jæja það skilur kannski engin hvað ég er að fara með þessu en það er best að skauta kringum þetta.
Það er skrítið hvað tíminn er fljótur að líða, daginn farið að lengja og það munar frá degi til dags hvað birtan er meiri. Ég náði að fara 15 sinnum uppá Akrafjall í janúar sem er mikið meira en ég taldi að væri hægt en það hefur oft verið varasamt vegna hálku.
Farið vel með ykkur.

  • 1
Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 693
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 4235
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 19:40:27

Nafn:

Árni Magnús Björnsson

Farsími:

8623287

Afmælisdagur:

11.08.1962

Heimilisfang:

Garðabraut 45 Akranes

Tenglar